19. júní


19. júní - 19.06.1970, Side 26

19. júní - 19.06.1970, Side 26
Um hjúkrunarmál frh. HJÚKRUNARKONUR OG NORRÆN SAMVINNA fylgjast með tímanum. A grundvelli þess að félagasam- tök eiga stöðugt að liggja undir mati og breytast, ef nauðsyn krefur, þannig að þau þjóni ætíð tilgangi sín- um í þjóðfélaginu, hefir nefnd er SSN skipaði, lagt fram tillögu um endurskipulagningu SSN. Stungið hefir verið upp á sveigjanlegra samtakaformi en áður hefir verið. Samkvæmt áliti nefndarinnar á SSN að vera fag- leg háborg, sem á að hafa áhrif á heilbrigðis- og hjúkr- unarmál á Norðurlöndum með örvandi framtaki sem vekur frekari áhuga á starfseminni. Fulllrúar SSN eiga að taka afstöðu til þessa mikils- verða málefnis dagana eftir þingið í Reykjavík. SAMSVARAR HJÚKRUNARMENNTUN . þurfum á faglærðu hjúkrunarfólki að halda. Við þurf- um fjölda, alltof fáir eru í starfinu. Er menntunin miðuð við þessar kröfur í dag? Án efa er meiningin að svo sé. Við höfum komizl langan veg, lært og tileinkað okkur mikið. En margt er vafalaust ógert. Eitt er þó öruggt: Það er ekkert sjálf- sagt við það að við sœkjum fram. Fyrir nokkrum árum töldum við að svo væri. En það er ekki einu sinni sjálf- sagt að okkur fari ekki aftur. En eitt er víst: Abyrgðin hvílir að mestu leyti á okkur sjálfum. Hjúkrunarkonan í dag verður að sjá um hjúkrun, stjórnun og kennslu. Hún verður að vera hjúkrunar- kona, því að hún hefir lært hjúkrun sem fag. Starf henn- ar er einstætt, enginn annar flokkur gelur annazt það til fullnustu. Það sem aðrir geta annazt eru hlutar úr starf- inu, eflir því, sem hún segir lil um. Erfiðustu hjúkrun- ina verður hún að annazt sjálf vegna þess að aðeins hún hefir lærL til slíkra starfa. Hjúkrun liennar á að mótast af alúð og myndugleik. Hún verður að sý/ia þekkingu samfara háttvísi. Hjúkrunarkonan verður að vera stjórnandi vegnu þess að á nýtízku sjúkrahúsi vinnur margt aðstoðarfólk hjúkrunarkvenna. Þessir flokkar aðstoðarmanna hafa langtum stytlri cg yfirborðskenndari þekkingu en hjúkr- unarkonan, en undir hennar stjórn geta einstaklingar í þessum hópum unnið ýmis störf án þess að öryggi sjúklings sé í hættu. Án faglegrar stjórnar verður and- rúmsloftið kringum sjúklinginn þrungið öryggisleysi, Hjúkrunarkonan verður að vera leiðbeinandi, þar sem starfshópar er standa að hjúkrun á ýmsan hátt, þurfa stöðugt á leiðbeiningum og kennslu að halda. Auk þess er ætlazt til að hjúkrunarkonur taki þátt í kennslu nema í hjúkrunarskólanum, svo og annarra, og að hún leiðbeini sjúklingum og aðstandendum er hún kynnist í starfi sínu um heilsugæzlu. Við gerum þessar kröfur og spyrjum: Er tilgangurinn með menntunaráætlunum okkar skýrl viðurkenndur og samþykktur áf skólastjórn, sjúkrahúss- stjórn, fjárveitingayfirvöldum? Eru upptökuskilyrði í hjúkrunarskóla hæfileg? Höf- um við sannfærzt um og tekið afleiðingum af að erfið fagþekking krefst nægilegrar greindar til að innhyrða hana? Höfum við sannfærzt um að skarpskyggni þurfi til að blanda hæfilega saman bóklærdómi og hagnýtu starfi, en þetta er hrýn nauðsyn í hjúkrun? Höfum við viðurkennt að persónulegir eiginleikar að meðtöldum siðfræðilegum skyldum hafa mjög mikla þýðingu fyrir hjúkrun sem fag og í framkvæmd starfsins, þannig að við leitum skipulega að þeim nemendum sem hæfa bezt til starfsins? Er undirbnúingur nægilega langur til þess að veita æskilegan þroska, næga þekkingu og tæknihæfni? Fá nemendur vorir nægilega þjóðfélags- og samtíma- þekkingu? Erum við fær um að telja nemendur á að auka þekk- ingu sína og skilning á meðan á frumnámi stendur og æ síðan? Er kennsla nægjlega lipur og sveigjanleg svo að hægt sé t. d. að bæla við nokkrum límum þar sem heppilegt kann að l^ykja til að vekja áhuga nemenda? Hafa kennarar okkar nægilega menntun á hinum ýmsu sviðum? Er okkur Ijósl hvers virði það er að láta nemendur vera virka þátttakendur í mennluninni, þannig að nem- endum sé kynnl námið og þeir gerðir meðábyrgir í gæð- um þess? Þroskar skólinn sjálfstæði þeirra, hæfileika þeirra til að selja fram skoðanir sínar í ræðu og riti? Viðurkenna hjúkrunarkcnur á sjúkrahúsum, við heil- hrigðisþjónustu og heimahjúkrun kennsluábyrgð sína? Er þannig að þeim húið að kennslan geti orðið auðveld og virk m. a. með námskeiðum í uppeldisfræði? Ef menntun okkar við æðri menntastofnanir og há- skóla fullnægjandi? Eg ætti að svara en spyr heldur. Ég tel að við Norð- urlandabúar verðum að spyrja, spyrja djúpt, spyrja skarpl og spyrja ærlega, spyrja sjálfa okkur og aðra. Svarið verður siðan að íelast í gerðum okkar sem stétlr ar, samlaka og hjúkrunarfólks, Það liggur á að svara, það liggur á að framkvæma. 19. JÚNÍ 24

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.