19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1970, Qupperneq 31

19. júní - 19.06.1970, Qupperneq 31
lillaga Láru Sigurbjörnsdóltur á fundi i Kvenréttinda- félaginu 21. maí 1(J69 .að fjársöfnun skyldi hafin 19. júní 1969. Bandalag kvenna í Reykjavík og K.R.F.l. kaus þessar konur til þess að skipuleggja og sjá um söfnunina á Reykjavíkursvæðinu: Astu Jónsdóttur, sem kosin var formaður nefndarinn- ar, Ástu Björnsdóttur, varaformaður, Helgu M. Níels- dóttur, Onnu Sigurðardóltur, Margréti Einarsdóttur, Guðnýju Helgadóttur, Láru Sigurbjörnsdóttur, Stein- unni Finnbogadóttur og Bjarnveigu Bjarnadóttur. En stjórn Kvenfélagasambands Islands, með frú Helgu Magnúsdóttur frá Blikaslöðum í fararbroddi, sá um alla fyrirgreiðslu í sambandi við landsbyggðina. Skömmu eftir að söfnun var hafin annaðist Kvenfélaga- sambandið móttöku fjárins fyrir Landspítalasöfnunina, og veitli ýmsa aðra fyrirgreiðslu á skrifslofu sinni á Hallveigarstöðum. Var nú hafizt handa af fullum krafti, og lif og fjör í þessu húsi þá, og vinnugleðin oft með fádæmum. Og eftir skamma stund var hafin fjársöfnun hjá flestum kvenfélögum úti á landsbyggðinni, mörg þeirra fátæk og fámenn, en hafa þó lagt stórar fjárhæðir í söfnunar- sjóðinn. Og fyrsta gjöfin sem sjóðnum var færð, voru 35 þúsund krónur frá Ljósmæðrafélagi Reykjavíkur. Og um svipað leyti barsl stærsta gjöfin frá einstaklingi þá, 25 þúsund krónur, gjöf frá frú Margréti Jónsdóttur. Oegar líða lók á söfnunarslarfið harst sjóðnum önnur stórgjöf frá einstaklingi. Kcna, sem ekki vildi láta nafns síns getið, kom á skrifstofuna í Hallveigarstöðum og afhenli 30 þúsund krónur. Margar eru krónurnar sem starfsfólk á vinnustöðum og í stofnunum hefur lálið af hendi rakna. Að ógleymd- um öllum heimilunum, sem lagt hafa sinn skerf, þegar konurnar hörðu að dyrum og háru fram erindið, en eins og kunnugl er, hófu konur skipulagða söfnun í öllum hverfum horgarinnar. Einnig í Hafnarfirði, Kópavogi, Akranesi, Veslmannaeyjum og víðar. Og síðast en ekki sizt her að þakka öllum þeim fé- lagssamtökum hér í borg og nágrannabæjum, sem studdu söfnunina af mikilii rausn. Mitt starf í þessari skemmlilegu söfnun var að litlu leyti hér innanhúss. I3að kom í hlut okkar Helgu M. Ní- elsdóttur að liafa samhand við eigendur og forstjóra ýmissa fyrirtækja og slofnana, hréflega eða með við- tölum. Var málaleitan okkar mjög vel tekið. Og höfum við nú skilað í söfnunarsjóðinn milli 7 og 8 hundruð þúsund krónum, mestur hluti frá fyrirtækjum og stofn- unura, en lika drjúgur hlutur frá einstaklingum. Síðasta peningaupphæðin sem mér var afhent í sjóð- inn var sannkölluð jólagjöf. Sat ég þá í stól á hár- greiðslustofu rétt fyrir jólin, er skyndilega var lögð hönd á öxl mér, og að mér réltar 11 þúsund krónur. Var það Kristín Ingimundardóttir hárgreiðslukona, sem afhenti mér þetta fé, 10 þúsund frá henni, og eitt þúsund frá systur hennar. Og þótt formlegri söfnun sé nú lokið, berast enn gjafir. Sá ég nýlega í dagblaði, að Kvenfélag Lágafells- sóknar hefur haldið hóf í Hlégarði 5. febrúar, í tilefni af 60 ára afmæli félagsins. í þessu hófi færði hrepps- nefnd Mosfellshrepps Landspílalasöfnun kvenna 25 þús- und krónur að gjöf. Einnig ákvað félagsstjórnin að gefa 10 þúsund krónur. Ég vil taka það fram hér, að nefndin hafði samband við skattayfirvöldin, og óskaði þess ið söfnunarféð yrði skattfrjálst. Samþykktu yfirvöldin að verða við ósk nefndarinnar. Og nú kvað vera komið í söfnunarsjóðinn á sjöttu milljón króna. Á fundi hjá söfnunarnefndinni 22. ágúst 1969 var samþykkt m. a., að féð verði ekki látið af hendi fyrr en öruggt sé, að sjáisl fyrir endann á framkvæmd- um við Fæðingar- og kvensjúkdómadeild Landspítalans, og nefndin hefur tekið ákvörðun um það, til hvers söfn- unarfénu skuli varið, - þannig, að það komi að sem mestu gagni. Segja má með sanni, að konur hafi unnið hér geipi- mikil og margþætt störf, og algjörlega í sjálfboðavinnu, lil þess að sá draumur þeirra megi rætast, að fullkomin kvensjúkdóma- og fæðingadeild megi rísa af grunni hið hráðasta. En svo að ég snúi mér að gangi málsins á Alþingi. - I}ar urðu miklar, og stundum heitar, umræður. Konur fjölmenntu á þingpalla, og fylgdust af miklum áliuga með umræðunum. Endalokin urðu þau, að þingmenn, stjórnvöld, og aðrir þeir aðilar, sem þessi mál heyra undir, urðu við kröfum kvenna um viðbótarbyggingu, og að allri framkvæmd yrði hraðað sem mest. Má segja, að málið allt liafi verið leyst á hinn farsæl- asta hátt, og ber að þakka öllum þeim sem að þvi hafa stuðlað. Og senn mun hafizt handa, en heilbrigðismála- ráðherra, Jóhann Hafstein, gat þess, að tryggðar væru 30 milljónir króna til byrjunarframkvæmda. Og ráð- herra tilkynnti jafnframt, að kona yrði skipuð í bygg- ingarnefndina, og mun það vera í fyrsta sinn, sem kona á sæti þar. Sætið skipar Hólmfríður Stefánsdóttir for- stöðukona Landspítalans. I ljós kom, að jafnframt þvi, að lausn var fengin á þessu máli, var nauðsynlegt að annað mál yrði leyst um leið, en það voru lóðaskipti milli ríkis og borgar, 19. J Ú N í 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.