19. júní


19. júní - 19.06.1970, Page 37

19. júní - 19.06.1970, Page 37
Ingibjörg Hjartardóttir var fædd á Reynimel við Bræðraborgarstíg hér í Reykjavík 10. okt. 1890. For- eldrar hennar voru Margrét Sveinsdóttir og Hjörtur Jónsson, sjómaður. lngibjörg giftist Tómasi Tómassyni, ölgerðarmanni, og eignuðust þau saman fjögur börn, sem öll eru dáin. lngibjörg og Tómas skildu. Seinni maður Ingibjargar var Gunnar Guðnason, forstjóri Bif- reiðastöðvar lslands. Þau eignuðust einn son, Hauk að nafni, sem er starfsmaður hjá Rammagerðinni hér í borg. lngibjörg starfaði um langt árabil í K.R.F.I. sem traust og góð félagskona, hún vann einnig í Sjálfstæðis- kvennafélaginu Hvöt og uni fjölda ára í Thorvaldsens- félaginu, og þar var hún gerð heiðursfélagi. Hún var mjög félagslynd og starfaði ætíð af lífi og sál, hvar sem hún tók að sér einhver verkefni. Hún lézt hinn 4. febr. 1970 eftir aðeins fárra vikna legu. Valgerður Jónsdótir var fædd 12. apríl 1887 í Hafn- arfirði. Foreldrar hennar voru Jón Bjarnason kaup- maður í Hafnarfirði og kona hans Helga Arnadóttir. Með þeim flutlist hún ung til Reykjavíkur, en þar gerð- ist faðir hennar verzlunarstjóri í Edinborgarverzlun og gegndi því starfi æ síðan. Valgerður giftist Jens Eyj- ólfssyni byggingarmeistara og bjuggu þau alla tíð á Grettisgölu 11. Þau eignuðust tvö l)örn, Helgu, sem dó ung og Jón, sem kvæntur var Helgu Ásmundsdótlur, en hann er látinn fyrir tæpum tveimur árum. Valgerður starfaði um langt skeið af miklum áhuga í K.R.F.Í., og var hún ælíð trausl og góð félagskona. Hún lézt 6. júní 1969. dóra (Guðmundsdóttir) Thoroddsen. Hún varð stúdent frá M.R. 1915. Cand. med. Háskóla íslands 1921. Stundaði framiialdsnám í Noregi, Danmörku og Þýzka- landi 1921-23. Héraðslæknir í Flateyjarhéraði 1924—26. Fluttist þá til Reykjavíkur og gerðist læknir ungbarna- verndar Líknar og síðan Heilsuverndarstöðvarinnar og var þar yfirlæknir barnadeildarinnar til 1961. Hún var sérfræðingur í barnasjúkdómum. Katrín Thoroddsen var landskjörinn alþingismaður 1946-49, og hún var formaður Menningar- og minningarsjóðs kvenna frá 1945, einnig í barnaverndarnefnd og í undirbúnings- nefnd Heilsuverndarstöðvarinnar. Á Alþingi flutli hún m. a. frumvarp um skattamál hjóna. Hún ritaði margar greinar í Læknablaðið og í tímaritið Melkorku. Onnur rit hennar útgefin eru: Frjálsar ástir og Erindi um tak- markanir barneigna 1931. Katrín Thoroddsen var mæt og mikilhæf kona. frá- bærlega vinsæll og góður læknir, áhugasöm um þjóð- félagsmál og mannréttindi. Hún lézl II. maí 1970. Sigríður Einars LEIÐRÉTTING við Ártöl og ájanga í 19. júní 1969: Thorvaldsensfélagið var stofnað árið 1875. Sá misskilningur, að það liafi verið 1874, kemur víðar fram en í þeirri grein, sem vilnað er i. Valdís Jónsdóttir var fædd 14. marz 1875, dóttir hjónanna Guðrúnar Jónsdóltur frá Syðra-Seli í Hruna- mannahreppi og Jóns Einarssonar frá Laugum, þau bjuggu á Högnaslöðum, og þar var hún fædd og upp alin. 8. júní 1900 giftist hún frænda sínum, Jóni Jóns- syni frá Skipholti, og þar byrjuðu ]>au búskap, en flult- ust þaðan að Feigsdal í Arnarfirði, síðar til Reykjavíkur cg áttu heimili á Grettisgötu 55C. Þau eignuðust 9 börn, en ólu einnig up]> tvö önnur börn. Valdís var góð félags- kona, heilsleypt og samvizkusöm. Hún andaðist 9. febrú- ar 1970, tæpra 95 ára að aldri. Katrín Thoroddsen, lœknir, fæddist 7. júlí 1896 á ísa- firði. Foreldrar hennar voru Skúli Thoroddsen, sýslu- maður, ritstjóri og alþingismaður, og kcna hans, Theo- Tvær prentvillur eru í sambandi við Katrínu Thor- oddsen lækni: Árlalið 7924hefir fallið niður, og læknis- héraðið á að vera Flateyj arhérað, ekki Flaleyrar. Þá er prentvilla við ártalið 1911. Þar á að standa: . . . öllum menntastojnunum landsins, ekki menntaskólum. I 19. árg. 19. júní 1969 hafa slæðst inn nokkrar vill- ur, sem hér með leiðréttast: Á bls. 26 stendur, að Hall- veigarstaðir eru hús Kvenfélagasambands íslands, en vantar, að Kvenrétlindafélag íslands og Bandalag kvenna í Reykjavík eru líka eigendur Hallveigarstaða. Ennfremur vantar að 01. K. Magnússon tók ljósmyndina af stigahandriðinu, sem Eyborg gerði teikningu að. Þá hafði brenglazt orð i ljóði Mjallar Snæsdóttur á bls. 32, í 1. Ijóðlínu 3, erindis á að standa: Við fædd til að hatast, en ekki að hlusta. 19. J ÚNÍ 35

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.