19. júní


19. júní - 19.06.1970, Side 41

19. júní - 19.06.1970, Side 41
/r' Utdráttur úr skýrslu stjórnar Kvenréttindafélags Islands á aðalfundi 1970. STJÓRN K.R.F.Í. Sigurveig Guðmundsdóttir, formaður. Guðný Helgadóttir, varaformaður, Brynhildur Kjartansdóttir, ritari. Lóa Kristjánsdóttir, gjaldkeri, Anna Þorsteinsdóttir, Fanney Lcng, Katrín Smári, Valborg Bentsdóttir, Valgerður Gísladóttir. Félagsfundir liafa verið haldnir svo sem lög félagsins mæla fyr- ir, sömuleiðis stjórnarfundir, og auk þess Iraldnir nokkrir stjórn- arfundir síðastliðið sumar vegna Landspítalasöfnunarinnar. Fundur var haldinn með kvenréttindanefndum síðastliðið haust. A félagsfundum liafa ávallt verið haldin hin merkustu erindi: 1. Skúli Nordal arkitekt flutti á marzfundi 1969 erindi: Hver ákveður umhverfi vort og hýbýli? 2. Sigríður Thorlacius flutti stórmerkilegt erindi á aprílfundi utn Félagsmálastofnun Reykj avíkurborgar. 3. Sigurveig Guðmundsdóttir flutti erindi á maífundinum um Réttindi kaþólskra kvenna til prestsvígslu. 4. Guðmundur Jóhannesson læknir flutti erindi á októberfund- inum og talaði um Nýjungar og framfarir í fæðingarhjálp. Á sama fundi flutti Sigurveig Guðmundsdóttir kafla úr ræðu svissnesku kvenréttindakonunnar Irmgarde Rimondini: Um stöðu kvenna í nútíma þjóðfélagi. 5.1 Æskunefnd K.R.F.I. eru allar félagskonur innan 35 ára ald- urs. Æskunefndin hefir lialdið fundi á eigin heimilum um margvíslcg mál og hafði með höndum dagskrá nóvemberfund- arins. Aðalframsöguerindið flutti Guðfinna Ragnarsdóttir, jarð- fræðingur: Mismunur gerður á háttum drengja og stúlkna í skólabókum. 6. Fundurinn í desembcr hafði hókmenntakynningu. Lásu þar þessar skáldkonur úr verkuin sínum: Ingibjörg Þorgeirsdóttir frá Höllustöðum, Steingerður Guðmundsdóttir leikkona og Þuríður Guðmundsdóttir. Ljóð Þuríðar las Guðrún Stephen- sen leikkona. Sigurveig Guðmundsdóltir flutti erindi um jólatréð og ýmis helgitákn í sambandi við jólin. 7. A janúarfundinum flutti Anna Sigurðardóttir erindi um Al- þjóðamenntaárið 1970 og menntun og skólagöngu íslenzkra kv: nna. Að loknum flutningi þessa erindis kom fram eindreg- inn vilji fundarmanna um að láta sérprenta erindi Onnu Sig- urðardóttur og senda það til allra kvenfélaga í K.R.F.Í. og jafnvel til skóla líka. Lóa Kristjánsdóttir gjaldkeri K.R.F.Í. gerði á aðalfundi grein fyrir fjárhag félagsins. Sigríður Einars formaður ritstjórnar „19. júní“ sagði frá hag hlaðsins sem er með miklum ágætum. Sala „19. júní“ gekk hetur en dæmi eru til áður og seldist svo að segja hvert eintak. Þessa miklu sölu má eflaust þakka því, að rilnefnd „19. júní“ og stjórn K.R.F.f. höfðu samþykkt að gefa ágóða af sölu hlaðsins þetta ár til Landspítalasöfnunarinnar. Alls varð þessi upphæð -fjörutíu þúsund krónur-. Guðný Helgadóttir varaformaður K.R.F.Í. og gjaldkeri Menn- ingar og minningarsjóðs kvenna lýsti hag sjóðsins sem er all- góður. Á árinu var 19 konum veittur námsstyrkur úr sjóðnum. BRÉF: l.Sent til Alþingis bréf tneð áskorun um að taka til sérstakrar endurskoðunar þessi atriði tryggingarlaga: Meðlagsgreiðslur barna og ekkjubætur þeirra kvenna, sem engra eða lítilla bóta njóta úr lífeyrissjóðuin. 2. Til Alþingis sent mótmælabréf gegn sölu áfengs öls. 2. Sent - áskorunarbréf frá söfnunarnefnd K.R.F.I. og Bandalagi kvenna í Reykjavík um að hefja söfnun til Fæðingar- og kvensjúkdómadeildar Landspítalans. 4. Söfnunainefndin skrifaði fjármálaráðherra og óskaði eftir því að gefendur til Landspítalasöfnunarinnar 1969, eins og söfnun- in kallast, fái gjafir sínar frádregnar við skattlagningu. Ríkisskattstjóri sendi bréf þess efnis að K.R.F.I. veitist viður- kenning um að liafa fengið heimild á árinu 1969 til þess að taka við gjöfum, þannig að verðmæti gjafarinnar má draga frá skatt- skyldum tekjum gefanda. Þjóðskjalavörður og Háskólabókasafn Islands þakka innvirðu- lega sendar vélritað erindi og fundargerð frá Norræna kvenna- fundinum á Þingvöllum 1968. Sömuleiðis komu þakkarbréf erlendis frá, t. d. frá Edith An- rep í Svíþjóð, sem er einn af varaformönnum alþjóðasambands- ins, Kvindehistorisk Samling í Árlius og Kvinnufelaginu í Tórs- havn, Færeyjum. Sigrid Simonsen formaður Kvinnufélags Færeyja sendi K.R.- F.í. jólakveðju, og ritari þessa félags Olivia Gregoriussen skrif- aði um væntunlegt þing í De Nordiske Kvinders Samarhejde sem halda skal í Þórshöfn sumarið 1971. Vonar hún að minnst 3 kon- ur geti mætt frá íslandi á þetta Færeyjaþing. Formaður þakkaði þessi bréf. Pétur Jakobsscn prófessor sendi þakkarhréf vegna þess mikla og árangursríka framtaks sem öll kvennasamtökin liafa sýnt vegni fyrirhugaðra framkvæmda við Fæðingar- og kvensjúk- dómadeild Landspítalans. Alþjóðafundur kvenna (International Alliance of Women), sem K.R.F.Í. er aðili að heldur fund á þriggja ára fresti. Síðasti fundur var haldinn í London 1967. Nú verður fundur hald- inn í Königstein/Taunus í Vestur-Þýzkalundi 9.-16. septemher 1970 og á eftir er þátttakendum boðið til Berlínar 17.-19. sept- ember. Ferð er farin til Rínardalsins einhvern fundardaginn. K.R.F.Í. á rétt á að senda 12 fulltrúa og 12 varafulltrúa á fund- inn, og auk þess eiga einstaklingsmeðlimir samhandsins rétt á fundarsetu (einstaklingsmeðlimir eru kaupendur blaðsins Inter- national Women’s News, sem kemur út einu sinni í mánuði og kostar £2-0-0 á ári). 19. JÚNÍ 39

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.