Sólskin - 01.07.1944, Side 19

Sólskin - 01.07.1944, Side 19
meyjar hver. Kóngur lét þær hafa allt, sem þær vildu. Nú er það eitt sinn, að kóngsdætur ganga út í skóg með meyjum sínum. Koma þær þá að litlu koti og sjá konu vera að mjólka ær í kví- unum. Þær ganga til hennar og biðja hana að gefa sér að drekka. Fríðbjört kóngsdóttir var þá aðeins 12 ára. Hún gekk spölkorn frá kví- unum og hitti lítinn dreng á aldur við sig. Hann var fátæklega klæddur, en fríður sýn- um, með glóbjart hár og blá augu. „Hvað heit- ir þú?“ spurði Fríðbjört. „Hjörtur“, svaraði hann. „Hvar áttu heima?“ „Þarna“, sagði hann og benti á kotið. „En hvað heitir þú og hvar áttu heima?“ „Ég heiti Fríðbjört og á heima þarna í stóru höllinni“, svaraði hún og benti. „Ert þú konungsdóttir?“ „Já“, svaraði Fríðbjört og brosti. „Hvað ertu gömul?“ „Tólf ára“. „Áttu ekki falleg gull?“ „Jú, jú, ég á brúður og myndabækur, brúðuhús og húsgögn og margt fallegt“, svaraði hún. „Ég á fugla úr ýsubeini, leggi, horn og kjálka“, sagði Hjört- ur. „Fugla úr ýsubeini! Hvað er það?“ spurði Fríðbjört undrandi. „Ég skal sýna þér þá“, sagði Hjörtur, tók í hönd hennar og ætlaði að hlaupa með hana, en þá komu eldri systur Sólskin — 2 17

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.