Sólskin - 01.07.1944, Síða 21

Sólskin - 01.07.1944, Síða 21
henni gefin festi úr dýrum gimsteinum, og Hlini bróðir hennar gaf henni gullhring fagr- an. Henni þótti mjög vænt um þessa dýrgripi og bar þá á hverjum degi, en á næturnar lét hún þá í skrín með leynilás, og gat enginn opn- að það nema hún sjálf. Dag einn, skömmu eftir afmæli hennar, varð henni gengið út í garðinn. Hún gekk að feg- ursta gosbrunninum og horfði á, hvernig vatn- ið þeyttist í stórum bogum, og það glitraði á það í sólskininu. Þá varð henni allt í einu litið út að sterkbyggða hliðinu, sem var á múrnum í kring um garðinn. Sá hún þá, að þar stóð Hjörtur, drengurinn, sem hún hafði séð fyrir sex árum síðan. Hún leit í kring um sig til að vita, hvort enginn væri nálægt, og gekk svo út að hliðinu. „Komdu sæll, Hjörtur“, sagði hún og rétti honum hendina. „Komdu sæl“; svaraði hann og brosti. „En hvað þú ert orðinn stór. Þú hefur breytzt svo mikið, síðan ég sá þig síðast, að ég þekkti þig varla. Manstu, þegar við hittumst í skóginum?“ „Já, ég man það vel. Hvers vegna kemurðu aldrei að leika við mig og skoða leikföngin mín? Að sönnu er ég hættur að leika mér núna. Það þarf enginn að vita, þó að þú komir og sjáir kindurnar mín- 19

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.