Sólskin - 01.07.1944, Side 22

Sólskin - 01.07.1944, Side 22
ar. Ég gæti kinda hér skammt frá“. Hún yppti öxlum og sagði: „Ég má ekki fara ein út fyrir aldingarðinn. Þjónustumeyjarnar gæta mín alltaf og hliðið er alltaf læst“. „Geturðu ekki læðzt út í nótt, þegar allir sofa?“ „Nei, það eru varðmenn við hliðið. Annars myndi ég vera strokin fyrir löngu“. „Vertu þá sæl“. Skömmu eftir þetta viðtal kom konungsson- ur úr fjarlægu landi. Erindi hans var að biðja Hildar, elztu dóttur konungs. Var stofnað til mikillar veizlu, sem átti að standa yfir í fimm daga. Daginn fyrir brúðkaupið var Fríðbjört á gangi í hallargarðinum. Mætir hún þá afgam- alli kerlingu. Það var alveg eins og hún hefði sprottið upp úr jörðinni. Hún ávarpaði hana og mælti: „Langar þig að komast út fyrir garðinn til smalans, sem er hér fyrir utan, stúlka mín?“ Fríðbjört horfði undrandi á þá gömlu. „Hvernig veizt þú, hvað ég hugsa, kelli mín?“ „0, ég veit nú lengra en nef mitt nær. En ef þig langar út fyrir garðinn, þá skaltu fara að hliðinu í nótt, strá þessu dufti, sem ég fæ þér, yfir varðmennina. Þá sofna þeir og þú getur komizt út“. „Ég kemst ekki út um hlið- ið“. „0, þú skalt fá þennan sprota hjá mér og 20

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.