Sólskin - 01.07.1944, Page 24

Sólskin - 01.07.1944, Page 24
yfir fjöll og firnindi, yfir kletta og klungur, blómskreytta velli og eyðisanda. Loks komu þau að stóru vatni og út í því miðju stóð höll, byggð úr gráum steini. Konungsdóttir sá, að maður með rautt skegg var á gangi á bakkan- um hinum megin. „Halló, Rauðskeggur, sæktu mig og stúlkuna yfir“, hrópaði maðurinn, sem rænt hafði Fríðbjörtu. Rauðskeggur brá sér óðara í flugdrekalíki og sótti þau yfir um. „Er húsbóndinn okkar heima“, spurði maður- inn Rauðskegg, er þau komu yfir um. „Já“. „Hér er ég kominn með stúlkuna og nú vil ég finna húsbónda okkar. Farðu og sæktu hann“. „Já“, svaraði Rauðskeggur og fór. Eftir litla stund kom hann aftur og með honum var ill- úðlegur jötunn. „Allvel hefur systur minni tekizt að narra stúlkuna út fyrir aldingarð- inn“, sagði hann og hló hátt. Síðan gekk hann til Fríðbjartar og mælti: „Fagra kóngsdóttir. Ég tilkynni þér, að nú verður þú að vera róleg og mátt ekkert reyna til að strjúka, því að þá fer illa fyrir þér. Og að þremur mánuðum liðnum verður þú að segja mér, hvort þú vilt heldur deyja eða verða konan mín“. Að svo mæltu gekk hann brott, en fylgdarmaður kóngsdóttur fór með hana upp í turnherbergi 22

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.