Sólskin - 01.07.1944, Side 54

Sólskin - 01.07.1944, Side 54
„Góðan daginn, kóngur“, sagði Sveinn. „Góðan daginn, Sveinn“, sagði kóngur. „Hvers vegna ert þú hingað kominn?“ „Ég kem nú“, sagði Sveinn, „til þess að sækja um æðsta þjónsembætti konungs, því að öllum er frjálst að sækja um stöðuna“. „Ert þú nú fær um að gegna svo ábyrgðar- mikilli stöðu?“ spurði kóngur og strauk skegg- ið, langt og mikið. „Það skal ég segja þér, þegar ég hef reynt það“, svaraði Sveinn. Kóngur leit á kóngsdótturina og kóngsdótt- irin á kónginn, og svo skyrpti kóngsdóttirin kirsuberjasteinunum út á gólfábreiðuna. „Þetta ættirðu ekki að gera“, sagði Sveinn. „Það gætu komið blettir á ábreiðuna“. „Það kemur þér ekkert við“, sagði kóngs- dóttirin og hélt áfram að borða. „Ég sé, að þú ert bogmaður“, sagði kóngur. „Hittir þú alltaf í mark?“ „Það veit ég ekki“, sagði Sveinn. „En ann- ars býst ég við, að ég gæti skotið kirsuberja- stein af lófa kóngsdótturinnar“. Og nú varð kóngsdóttirin að rétta fram lóf- ann og leggja á hann kirsuberjastein. 52

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.