Sólskin - 01.07.1944, Side 55

Sólskin - 01.07.1944, Side 55
Hún vildi helzt færast undan, en kóngurinn sagði: „Þetta skal framkvæmast afdráttar- laust!“ Og þá rétti hún fram lófann. Sveinn spennti bogann. örin þaut af strengnum og klauf steinkrílið. „Ó“, sagði prinsessan, „þetta var ljótt“. En kóngur brosti bara í kampinn, og svo sagði hann: „Nú, nú, Sveinn. Hvað er um sverðið? Þú sveiflar því sjálfsagt betur en nokkur annara. „Hver veit!“ sagði Sveinn. „Einn kemur öðrum meiri“. „Þú ert undarlegur náungi“, sagði kóngur. „Allir hinir, sem hingað komu, þóttust geta allt, en þú segist ekkert geta!“ „Það hef ég aldrei sagt“, sagði Sveinn. „Það er bara eitt, sem ég get ekki. Ég get ekki skrökvað“. „Þarna sagðirðu nú ósatt“, sagði kóngur. „Allir skrökva, þegar þeir eru í kröggum“. „Svo það er þín skoðun“, sagði Sveinn. „Þú getur svo sem haft þína konunglegu skoðun fyrir þig. Ég held minni skoðun, hverju sem tautar“. I sama bili stökk svarti kötturinn kóngs-

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.