Sólskin - 01.07.1944, Page 58

Sólskin - 01.07.1944, Page 58
Hinir þjónarnir og hirðmennirnir litu hann fyrirlitningaraugum, af því að hann var ekki í hinum konunglega einkennisbúningi, heldur í tötralegum flökkumannsklæðum, og þeir sáu um, að matarfötin væru hroðin, þegar þau náðu til hans. „Jæja, hvernig bragðast þér maturinn?“ kallaði kóngur til Sveins frá háborðinu. „Spurðu þann, sem eitthvað hefur að tyggja“, svaraði Sveinn. „Ég fæ aðeins að sleikja galtóm föt og þefa úr tæmdum glös- um“. Þá skammtaði kóngur honum á sinn eigin gulldisk, blandaði víni í bikar og sendi þjón með hvorttveggja til hans. Nú borðaði Sveinn og drakk með góðri lyst, og að því búnu átti hann að fylgja kónginum til svefnherbergis hans og halda vörð við dyrnar til morguns. „Reyndu nú að halda þér vakandi“, sagði kóngur, „því að þeim, sem sofnar á verðinum, er dauðinn vís“. Síðan var stóru garðdyrunum læst, og þeg- ar kóngurinn var búinn að taka ofan kórón- una og tignarkeðjurnar og leggja hvort tveggja 56

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.