Sólskin - 01.07.1944, Síða 59

Sólskin - 01.07.1944, Síða 59
á borðið fyrir framan Svein, gekk hann til herbergis síns. Það leið ekki á löngu, þangað til Sveinn heyrði konunglegar hrotur bergmála í nætur- kyrrðinni. Sveinn stóð grafkyrr og ákvað að setjast ekki einu sinni, svo að svefninn freist- aði hans síður. Hann lét hugann reika víða vegu. Það rökkvaði óðum, og stjörnurnar tindruðu 1 blá- djúpi næturinnar. En allt í einu seig á Svein svo mikill svefnhöfgi, að hann minntist þess ekki að hafa fundið til slíks áður. Undarlegir hvítir og grænir gneistar sindruðu fyrir aug- um hans, höfuðið var níðþungt eins og fall- byssa og honum var ómögulegt að standa á fótunum. Hann reyndi að einblína á kórónuna á borðinu. En meðan hann sat þarna og starði á hana, fór hún að breytast og taka á sig und- arlegar myndir. Hún herptist saman og varð lifandi. Allt í einu sýndist honum þetta vera prinsessan, sem sat þarna og borðaði kirsuber og spýtti steinunum stöðugt í augun á honum. ,,Hættu þessu!“ kallaði hann upphátt, en var steinsofnaður eftir augnablik. Þegar Sveinn vaknaði var dagur hátt á lofti. 57

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.