Sólskin - 01.07.1944, Page 60

Sólskin - 01.07.1944, Page 60
Hann vissi varla, hvort hann hafði sofið og leit skelkaður kringum sig. Kórónan og keðj- urnar voru horfnar og stóru dyrnar stóðu opnar upp á gátt. Nú vissi Sveinn, að hann var dauðans mat- ur. En samt var honum það ljóst, að honum var auðveld undankoman, þar sem þjófurinn hafði skilið dyrnar eftir opnar. En hann stóð hreyfingarlaus á verðinum til þess að geta sjálfur sagt kónginum, hvernig í öllu lægi. „Góðan daginn“, sagði kóngur. „Réttu mér nú kórónuna“. „Kórónan er horfin“, svaraði Sveinn. „Horfin!“ hrópaði kóngurinn. „Réttu mér keðjurnar“. „Þær eru líka horfnar“, svaraði Sveinn. „Það er ómögulegt“, æpti kóngurinn. „Ekkert er ómögulegt“, svaraði Sveinn. „Ég steinsofnaði á verðinum“. „Veizt þú þá ekki, að þér er dauðinn vís“, ■* sagði kóngur. „Hvers vegna hljópstu ekki leið- ar þinnar? Dyrnar eru galopnar!“ / „Hvernig hefðuð þið þá átt að ná í mig til þess að hálshöggva mig?“ sagði Sveinn. „Nú get ég komið þegar í stað“. 58

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.