Sólskin - 01.07.1944, Page 61

Sólskin - 01.07.1944, Page 61
I í sama bili kom kóngsdóttirin út úr her- bergi sínu. Hún var vön að drekka ölkeldu- vatn og fara í skemmtigöngu á morgnana, af því að hún var svo blóðlítil. Þegar hún sá, að kóngurinn var bálreiður, spurði hún, hvað væri um að vera. ,,Hann Sveinn hefur bara sofið á verðin- * um“, svaraði kóngurinn, „og nú ætlum við að fara að hálshöggva hann“. Þá fór kóngsdóttirin að hágráta og fullviss- aði kónginn um, að hér hlytu að vera svik í tafli, því að hún þyrði að leggja eið út á það, að Sveinn hefði aldrei getað sofnað á verð- i inum. ,,Þú skalt nú ekki sverja það“, sagði Sveinn, „því að þá sverðu rangan eið. Ég steinsvaf og nú skulum við bara koma og láta hálshöggva mig, þá er það búið“. En þá segir kóngur skyndilega: „Þú ert ágætis náungi, Sveinn! Nú sé ég, i að þú getur ekki skrökvað. Það var ég sjálfur, sem gaf þér svefnlyf í bikarnum í gærkvöldi, * og það var líka ég, sem opnaði dyrnar, til þess !- að þú gætir lagt á flótta, ef þú kærðir þig um, en þú vildir heldur vera á þínum stað og segja :sannleikann“. 59 i

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.