Sólskin - 01.07.1944, Page 63

Sólskin - 01.07.1944, Page 63
svo að ég get ekkert gefið af henni. En hér er það síðara — einir gamlir vettlingar. Þá get- urðu fengið, en þú verður sjálf að stoppa í þá, því að það er gat á hverjum einasta þumli!“ (Lausl. þýtt úr dönsku.) Sigr. Ingimarsdóttir. Kýrin. 10 ára drengur átti að skrifa ritgerð um kúna. Hún varð þannig: Kýrin er spendýr og húsdýr. Hún hefur sex hliðar: hægri og vinstri, afturhlið og fram- hlið, yfirhlið og undirhlið. Hún er þakin uxa- leðri um allan skrokkinn. Á afturhliðinni er halinn, heljannikill raftur á hjörum, og neðst á honum stærðar skúfur. Kusa notar halann til þess að reka í burtu flugurnar, svo að þær detti ekki í mjólkina. Fremst er hausinn og verður auðvitað að vera þar, til þess að horn- in geti vaxið. Á hausnum er líka munnurinn, gríðarlega stór. G1

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.