Sólskin - 01.07.1953, Blaðsíða 45
„Veiztu, hvar Álfur er?“ spurði hann svo loks
til þess að segja eitthvað.
Erla leit ó hann hissa.
„Nei, ég, hvernig œtti ég að vita það? Ætli
hann sé ekki heima hjó sér. Eruð þið ekki í
sama bekk? Ég hélt, að þú vissir, hvar hann
á heima“.
„O, ég hélt nú bara svona, að þú vissir, hvar
hann vœri. Þú ert víst ekki svo lítið hrifinn af
honum“. Ragnar kímdi, þegar hann sagði
þetta.
Erla roðnaði og leit undan. Hún var reið.
„Ert þú líka að þvœla um þetta“, sagði hún
svo, légt og ókveðin.
Ragnar só, að Erlu mislíkaði stórum þetta
umrœðuefni.
„Ég veit“, hélt Erla ófram“, að þið eruð
allir ó móti Álfi. Og síðan ég fór að verða
honum samferða heim ó daginn, hafið þið
verið að stinga saman nefjum um okkur. En
mér er alveg sama. Það gerir ekkert til“.
„Álfur er svo sjaldan með okkur upp ó síð-
kastið. Hann er eitthvað svo dulur. Hann flýtir
sér alltaf heim eftir skólatíma. Og við höfum
séð til ykkar. Við strókarnir leggjum það ekki
43