Fréttablaðið - 08.12.2010, Side 18
18 8. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð
í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt
og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is
eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn
ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum
miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og
til að stytta efni.
Hagfræðingurinn Þröstur Ólafsson skrifar athyglis-
verða grein í Fréttablaðið 1.
desember, það er á fullveldis-
degi Íslendinga. Þar boðar hann
nýja og hrokafulla sýn á fram-
tíð þjóðar innar, greinin er auk
þess full af fordómum í garð
landsbyggðarinnar. Hann undr-
ast mjög ofsóknarkrossferð fólks
gegn hugmyndum stjórnvalda
um að rústa heilbrigðisþjónustu
á landsbyggðinni og talar jafn-
framt um fádæma herferð byggð-
arlaga með undirleik frá hávær-
um en hjáróma kveinstöfum um
auðn og héraðsbrest.
Hvað Þresti gengur til með
þessum skrifum er ekki vitað
nema hann hafi ákveðið að koma
út úr skápnum á fullveldisdeg-
inum og tjá sig opinberlega um
skoðun sína á landsbyggðinni og
fólkinu sem þar býr. Fólki sem
er þessa dagana að berjast fyrir
tilverurétti sínum og lágmarks-
öryggi. Reyndar átti ég tal við
Þröst fyrir nokkrum árum um
byggðamál og veit því hvaða
hug hann ber til byggðarlaga út
á landi. Byggðalaga sem með
framleiðslu sinni hafa skapað
gjaldeyri fyrir þjóðina en verð-
mætasköpun er víða mikil á
landsbyggðinni, ekki síst í sjávar-
plássum. Hagfræðingurinn á
varla erfitt með að reikna það út.
Reyndar liggja þessar tölur
fyrir og sýna að verðmætasköp-
unin er mun meiri á landsbyggð-
inni en á höfuðborgarsvæðinu.
Arðurinn hefur komið sér vel
fyrir íslenska þjóð og verið not-
aður meðal annars til að halda úti
starfsemi Sinfóníuhljómsveitar
Íslands þar sem Þröstur var lengi
í forsvari. Svo ekki sé talað um
fjárflæðið í nýja tónlistarhúsið
í Reykjavík. Það er því rangt að
halda því fram að landsbyggðin
sé baggi á þjóðfélaginu og eigi
ekki rétt á framlögum frá ríkinu
til að halda uppi lögbundinni
grunnþjónustu.
Hjáseta landsbyggðarinnar
Það er engin innistæða fyrir
orðum hagfræðingsins um að
landsbyggðin ætli sér ekki að
taka þátt í að endurreisa Ísland.
Landsbyggðin mun axla sína
ábyrgð, annað stendur ekki til
þrátt fyrir að landsbyggðin
hafi að litlu leyti verið þátttak-
andi í því rugli sem viðgekkst á
Íslandi í fjárfestingum og sjóða-
rugli á þeim áratug sem nú er
að líða. Hagfræðingnum er vel
kunnugt um póstnúmer þenslunn-
ar og óráðsíunnar. Ef ekki, skal
ég fræða hann um það og leggja
fram upplýsingar sem staðfesta
að landsbyggðin greiðir fyrir alla
þá þjónustu sem hún fær og rúm-
lega það með sínum útflutnings-
tekjum.
Eigum rétt á grunnþjónustu
Er óeðlilegt að farið sé eftir
lögum frá Alþingi og öllum þegn-
um lýðveldisins bjóðist heil-
brigðisþjónusta og gott aðgengi
að framhaldsskólum? Af skrif-
um hagfræðingsins að dæma
er þetta lúxusþjónusta sem á
að vera í boði fyrir þá sem búa
við Faxaflóann, skítt með hina.
„Hefjum borgríkið á loft“ kveð-
ur spá maðurinn. Þessu er ég að
sjálfsögðu gjörsamlega ósam-
mála. Það er að sjálfsögðu
eðlilegt að menn búi við heil-
brigðisþjónustu eins og hún er
skilgreind í lögum. Það er ekki
verið að tala um að hátækni-
sjúkrahús séu í hverju héraði.
Menn eru að tala um eðlilega
heilbrigðisþjónustu með aðgengi
að hátæknisjúkrahúsum á Akur-
eyri og í Reykjavík. Svo er það
þannig að við sem búum á lands-
byggðinni höfum áhuga á að hafa
skóla og læra að skrifa og reikna
í okkar heimabyggð með aðgengi
að framhaldsskólum burt séð frá
skoðunum hagfræðingsins. Verði
vegið frekar að þessum grunn-
þáttum á landsbyggðinni verður
brugðist við því með viðeigandi
hætti, því skal ég lofa hagfræð-
ingnum. Gleymum því heldur
ekki að það hefur þegar átt sér
stað mikill niðurskurður í vel-
ferðarþjónustunni, ekki síst á
landsbyggðinni. Meðal annars
hefur fæðingardeildum og skurð-
stofum verið lokað í sparnaðar-
skyni en hagfræðingur inn
grínast með þessi atriði í skrifum
sínum, sem er honum ekki
sæmandi.
Ráðdeild og sparnaður borgar sig
Ég er sammála hagfræðingnum
hvað það varðar, að við búum í
auðugu landi og ríkið verður á
hverjum tíma að sýna ráðdeild
og sparnað í ríkisútgjöldum. Með
það að leiðarljósi verða stjórnvöld
að forgangsraða verkefnum og
tryggja jafnan og sanngjarnan
aðgang að heilbrigðisþjónustu,
menntun og atvinnu burt séð
frá búsetu og hvaðan tekjurnar
koma. Við eigum að líta á okkur
sem eina þjóð, eða eins og
hagfræðingur inn orðaði það svo
vel í grein sinni: „Með skynsemi
getum við búið okkur öllum, óháð
búsetu, bjarta og örugga framtíð.“
Spegilmynd Þrastar Ólafssonar
Ríkisfjármál
Aðalsteinn
Baldursson
Formaður Framsýnar-
stéttarfélags
Landsbyggðin mun axla sína ábyrgð,
annað stendur ekki til þrátt fyrir að
landsbyggðin hafi að litlu leyti verið þátt-
takandi í því rugli sem viðgekkst á Íslandi.
Fátæk stjórnarskrá?
Í 76. gr. stjórnarskrárinn-ar segir: Öllum, sem þess
þurfa, skal tryggður í lögum
réttur til aðstoðar vegna sjúk-
leika, örorku, elli, atvinnuleys-
is, örbirgðar og sambærilegra
atvika. - Öllum skal tryggður
í lögum réttur til almennrar
menntunar og fræðslu við sitt
hæfi. - Börnum skal tryggð í
lögum sú vernd og umönnun sem
velferð þeirra krefst .
Af ofangreindri lesningu má
ætla að Ísland sé gósenland alls-
nægta – allir hafi nóg að bíta og
brenna, án tillits til stöðu og
stéttar. Geti leitað sér læknis-
aðstoðar þegar þurfa þykir
eða endurhæfingar og sótt sér
menntun við hæfi.
Hver tómthúsnefndin er skip-
uð á fætur annarri af hinu opin-
bera, með það að yfirskyni að
þeim sé ætlað að bæta lífskjör
landsmanna og gæði. Og það
þrátt fyrir að þegar liggja fyrir
viðamiklar og margra ára gaml-
ar tölfræðilegar rannsóknir sem
sýna það svart á hvítu að 76. gr.
stjórnarskrárinnar er og hefur
verið þverbrotin um árabil og
ójöfnuður ríkir meðal lands-
manna.
En þess í stað er sóað dýrmæt-
um tíma og fé skattborgara á alt-
ari afneitunar og yfirbreiðslu
staðreynda, á misjöfnun kjörum
hérlendis og reynt að réttlæta
það ófremdarástand sem ríkt
hefur. Tölfræðilegar staðreynd-
ir eru birtar, þar sem reynt er
að breiða blekkingarhulu yfir
kjör þeirra sem verst eru stadd-
ir fjárhagslega og jafnvel gefið
í skyn að þeir séu „bótaþegar“
af leti og ómennsku einni saman,
hýrudragi láglaunafólk og lifi
kóngalífi á Íslandi. Þess utan
er jafnvel gefið í skyn, að það
sé þessu sömu „arðræningjum“
um að kenna þrælalaun vinnandi
lágtekjufólks og að verkalýðs-
forustan sé vanmáttug og ráða-
laus og geti með engu móti rétt
af hlut félagsmanna sinna.
Ætla ráðamenn að segja
hungurröðum stríð á hendur og
útrýma fátækt og mismunun á
Íslandi?
Ef mannslíf liggur að veði
undir snjóflóði, myndi ríkis-
stjórnin þá setja málið í nefnd?
Eða myndi hún ræsa út björg-
unarsveitir á lofti, láði og legi?
Opna sjúkrahús upp á gátt?
Myndu prestar landsins liggja á
bæn og landsmenn allir tylla sér
á tá, óháð trúarbrögðum? Myndi
þjóðin þá spyrna við fótum sam-
eiginlega? Yrði þá spurt út í
kostnað?
Ætla ráðamenn að kjafta fólk
í hel á Íslandi enn um sinn, með
því að afneita 76. gr. stjórnar-
skrárinnar?
Stillum siðferðiskompásinn!
Lyftum mennskunni í æðra
veldi!
Fátækt og
stjórnarskrá
Helga Björk
Magnúsdóttir
Grétudóttir
háttvirtur öryrki,
tónlistarkennari og
varaformaður BÓTar
Ætla ráðamenn
að segja hungur-
röðum stríð á hendur
og útrýma fátækt og
mismunun á Íslandi?
Undanfarin misseri og ár hafa sprottið fram fólk með aðstoð
fjölmiðla og borið nafngreinda ein-
staklinga sökum um refsiverða
háttsemi sem á að hafa átt sér stað
fyrir tugum ára. Nýjasta dæmið
eru ásakanir á umdeildan mann,
Gunnar Þorsteinsson, um kyn-
ferðisbrot, sem komu fram eftir að
hann giftist umdeildri konu, Jón-
ínu Benediktsdóttur. Þær ásakan-
ir komu fram í kjölfar deilna innan
trúfélagsins Krossins.
Réttarríkið gerir ráð fyrir því,
að þeir sem telji að á sér hafi verið
brotið með refsiverðum hætti
geti kært verknaðinn til lögreglu.
Lögreglu og ákæruvaldi ber þá
að rannsaka málið og vinna að
því að hið sanna og rétta komi í
ljós og gæta jafnt að þeim atrið-
um sem horfa til sýknu og sektar.
Samkvæmt lögum verða þeir sem
ásaka annan um kynferðisbrot að
kæra verknaðinn innan ákveðins
frests, að öðrum kosti fer engin
lögreglurannsókn fram. Ástæða
þessara fyrningareglna er m.a.
sú, að útlokað er oftast að leiða hið
sanna í ljós ef langt er um liðið, og
á það sérstaklega við í brotum þar
sem sönnunarfærslan er byggð
á munnlegum framburði meints
geranda og þolanda. Auk þess er
þekkt að veruleikinn og upplifun
fólks breytist gjarnan eftir því
sem árin líða frá atburðum, sér-
staklega ef ósætti hefur komið upp
milli aðila eða deilur.
Nú mun vera þannig að sex
nafngreindar konur bera Gunnar
Þorsteinsson sökum um kynferðis-
brot. Engin þeirra kærði meint
brot Gunnars á sínum tíma til lög-
reglu eða hafa komið fram með
þessar ásakanir fyrr en núna.
Ásakanir þessara kvenna um
kynferðisleg áreitni Gunnars eiga
það sammerkt að vera um margt
óljósar. Einnig bera yfirlýsingar
sumra kvennanna þess merki að
vera stuðningur við þá konu sem
fyrst fór fram með ásakanir á
hendur Gunnari. Jafnframt er ekki
ljóst hvort allt það sem Gunnari er
gefið að sök teljist kynferðisbrot í
skilningi laga.
Það er undarleg þörf að fara
fram nú með ásakanir á hendur
Gunnari um kynferðislegar snert-
ingar úr fortíðinni með þeim hætti
sem gert er. Ég ætla ekki að gera
lítið úr afleiðingum kynferðis-
brota, jafnvel þótt þau brot teljist
minniháttar. En skipulögð herferð
á opinberum vettvangi eins og sú
sem beinist að Gunnari er ekki lík-
leg til að bæta andlega heilsu þess-
ara kvenna, heldur þvert á móti.
Umræða verður gjarnan óvægin
og meiðandi fyrir alla, ekki bara
fyrir konurnar og Gunnar, heldur
einnig þá sem eru nákomnir þeim.
Mér liði ekki betur með því að
eyðileggja líf annars manns þótt
ég telji hann hafa gert á minni hlut
fyrir 25 árum síðan. Þessi aðferð
kvennanna veldur því tortryggni
og læðist sá grunur að mörgum
að aðrar ástæður kunni að vera
að baki, sérstaklega þegar litið er
til aðdraganda og framsetningar
ásakana á hendur Gunnari.
Ég var ekki á vettvangi fyrir
25 árum og veit því ekki frekar
en aðrir landsmenn hvað er rétt
eða rangt í þessu máli. Gunnar
hefur neitað öllum kynferðis legum
snertingum við þessar konur. Mér
geðjast lítt að því að saka nafn-
greinda menn opinberlega í gegn-
um fjölmiðla um refsiverða hátt-
semi. Þeir menn munu aldrei
geta sannað sakleysi sitt eins og
hugsan legt hefði verið hægt með
lögreglurannsókn. Aðferð af þessu
tagi samræmist ekki reglum réttar-
ríkisins og líkist meira galdrafári
fyrri alda.
Okkur Íslendingum er tamt um
þessar mundir að tala um bætt
siðferði og mannréttindi. Er það
merki um gott siðferði að saka
mann opinberlega um refsiverða
háttsemi í gegnum fjölmiðla og
ráða til sín sérstakan talsmann til
að sinna því starfi? Er það merki
um gott siðferði að fjölmiðlar taki
þátt og ýti undir ásakanir með
umfjöllun sinni? Er það virkilega
svo í hinu nýja og siðlega Íslandi,
að við teljum það í góðu lagi að
bera menn fyrndum sökum og
fá þá „dæmda“ af samfélaginu
með aðstoð fjölmiðla? Svona eru
kannski galdrabrennur nútímans.
Í þessu tilviki ætti kannski betur
við að kalla þetta nútíma kross-
festingu.
Krossfestingar nútímans
Kynferðisafbrot
Brynjar
Níelsson
hæstaréttarlögmaður
Mér geðjast lítt að því að saka nafn-
greinda menn opinberlega í gegnum fjöl-
miðla um refsiverða háttsemi. Þeir menn
munu aldrei geta sannað sakleysi sitt.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Sparaðu með Miele
Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur
Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop
Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending
Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár.
Miele þvottavélar og þurrkarar eru framleidd til að endast.