Fréttablaðið - 08.12.2010, Side 21

Fréttablaðið - 08.12.2010, Side 21
 8. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Snævarr Guðmundsson ferðast um með Stjörnuverið og býður upp á fræðslu um himingeiminn: „Við getum til dæmis skoðað hvernig himinninn leit út fyrir hundrað þúsund árum,“ segir Snævarr Guðmundsson um möguleikana sem Stjörnuverið býður upp á. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM S tjörnuverið er sýndar- heimur þar sem áhorf- endur sitja inni í kúlu- laga hvelfingu og sérstakt sýningartæki varpar mynd af stjörnuhimninum á veggi hennar. „Þetta snýst um að fræða þá sem áhuga hafa um stjörnuhimin- inn og alheiminn,“ segir Snævarr Guðmundsson, sem ferðast um með stjörnuverið sitt og býður skólum og almenningi upp á ferð um himingeiminn. „Ég legg áherslu á þau atriði sem nýtast fólki við að skoða stjörnurnar að eigin frumkvæði. Það eru ákveðn- ir þröskuldar sem fólk rekur sig á þegar það fer að skoða stjörnu- himininn og nauðsynlegt að vita eftir hverju á að leita.“ Í stjörnuverinu fræðast áhorf- endur um stjörnur, reikistjörnur, tunglið og önnur fyrirbæri alheimsins. Í einu vetfangi má fljúga hjá tunglinu, elta geim- könnunarför á milli reikistjarna, sjá skýjabelti Júpíters eða hringa Satúrnusar. Vegna þess að um líkan er að ræða eru möguleikarnir nán- ast ótæmandi. „Við getum til dæmis skoðað hvernig himinn- inn leit út fyrir hundrað þúsund árum og hvernig hann mun líta út eftir hundrað þúsund ár,“ segir Snævarr. „Við getum séð öll fyrir- bæri sem hægt er að sjá í himin- geiminum, bæði í okkar vetrar- braut og utan hennar, og við getum virt fyrir okkur himininn frá öllum stöðum á jörðinni.“ Stjörnuverið er flytjanlegt og hannað til þess að setja upp í leikfimisölum, mötuneytum eða kennslustofum. Um tjaldhvelf- ingu er að ræða sem haldið er uppi með öflugum loftblæstri. Í stjörnuverinu geta 26 manns setið ásamt fyrirlesara, en mun fleiri börn. Inni í hvelfingunni situr fólk á púðum á gólfinu en venju- lega er mælt með því að leggjast á gólfið enda fer mun betur um fólk þannig. fridrikab@frettabladid.is Með himinhvolfið í farteskinu Hjartað í Vaðlaheiði slær á ný en það sló fyrst árið 2008. Það tengist verkefninu Brostu með hjartanu og hefur síðan slegið í tengslum við verslunarmannahelgar, á Akureyrarvöku og í jólamánuðinum. Fyrirtækið Rafeyri á heiðurinn að hjart- slættinum og mun hjartað, sem er á stærð við fótboltavöll, slá fram á þrettándann. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát · Stórt op > auðvelt að hlaða · Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari Bæjarlind 6, Eddufelli 2, S. 554 7030 S. 557 1730 Bjóðum upp á fatnað í str. 36 - 56. Heimasíða: www.rita.is Komdu til okkar og við hjálpum þér að finna fötin fyrir jólin Glæsilegur sparifatnaður Verð16.900 kr. Verð 8.900 kr.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.