Sameiningin - 01.11.1889, Page 2
—130
sjerstaklega gjört að sínu málefni. þótt margt sje í <51agi
á ættjörð vorri, er sjálfsagt ekkert af málefnum þjöSar
vorrar jafn-illa komið og hennar kristindóms mál. þess
vegna var það tekið fram í grein minni, að kirkjan á
yfirstandandi tíð mundi vera í meiri viöurlæging á íslandi,
en í nokkru öðru prótestantisku landi, og þessi niðurlæg-
ing væri einmitt prestastjettinni sjálfri að kenna. Með
því, hvernig all-flestir prestar Islands standa í stöðu sinni
og rækja sálusorgara emhætti það, sem yfírhiröir kirkj-
unnar hefur þeim á hendur falið, hljóta þeir að sannfæra
hinn hugsanai og skiljandi hluta þjóðar sinnar um þann
sorglega sannleika, að prestastjett íslands stendur lægra, en
prestastjett nokkurs annars lands í hinum prótestantiska
heimi. þessir 200 guðfræðingar ættjarðar vorrar hengja
höfuðin og þegja, þegar kristindómurinn er hæddur pg
hrakinu. þeir horfa á það, að landiö er að afkristnast og
þjóðin að fá svo mikla fyrirlitning fyrir þeirri kirkju, sem
hún áður hefur elskaÖ svo heitt, að hún nú er að snúa
við henni bakinu.—þetta, sem hjer hefur verið í fáum
orðum tekið fram, var þyngdar-punkturinn í grein minni.
þar var auövitað ekki unnt að gjöra grein fj’rir, að allar
þessar staðhæfingar hefðu rök við að styðjast; enda var
það ekki tilgangur minn í það skipti. En í fyrirlestri
þeim, er jeg hjelt á hinu síðasía kirkjuþingi voru hjer
vestra um vorn kirlcjulega arf, og sem að líkindum vei-ð-
ur þessu svari mínu samferða heim til íslands, hef jeg
leitazt við að sýna fram á, að þessar staöhæfingar mínar
væru ekki gripnar úr lausu lopti. Jeg hef þar með þeirri
stilling, sem jeg hef yfir að ráða, reynt að rekja upp or-
sakirnar, sem til þess liggja, að kirkjan er komin í þessa
ógurlegu fyrirlitning meðal fólks vors. Til þess fyrirlest-
lesturs leyfi jeg mjer að skýrskota hjer. Ummæli mín í
grein þeirri, sem hjer er um áð ræða, vil jeg biðja menn
að skoða sem formála fyrir þeim fyrirlestri og inngangsorÖ
til þess, sem jeg hef að segja viövíkjandi kirkjumálum
þjóðar vorrar.
Að grein mín hafi verið bæði þungyrt og stóryrt, skal
jeg fúslega játa. Jeg held jeg hafi haft nokkurn veginn