Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1889, Qupperneq 7

Sameiningin - 01.11.1889, Qupperneq 7
—135— inn í hjarta þjóðar vorrar, eins og fáir aðrir. þegar mikil- menni þjóðar vorrar hafa hnigið í valinn, hvert á eptir öðru, hefur hann ort sína sorgarsöngva, eins og Davíð, „ísraels elskulega sálmaskáld" gjörði við fráfall þeirra Sáls og Jónatans. Og í gegnum þessa söngva. og yfir höfuð allt, sem hann hefur ort, hefur heit og barnsleg trú breitt faðminn á móti manni, eins og einhver opinberun frá betra heimi. Jeg hefði svo feginn viljað fá að njóta þeirrar opin- berunar, án þess nokkrum skugga slægi á hana. Jeg hefði vilj- að mega sökkva anda mínum ofan í þessa trúarjátning skálds- ins, án þess að láta nokkra aðra gagnstæða trúarjátning frá prestinum trufla hugsanir mínar. Og jeg er viss um, að margir íslenzkir menn og konur hugsá eins. þess vegna fellur svo mörgum af þeim, sem eru honum þakklátastir fyrir skáldskap hans, það sárt, að hann nú, þegar skugg- arnir eru farnir að lengjast í lífi hans, skuli eins og taka aptur með annari hendinni það, sem hann hefur gefið með hinni. þeim finnst hann með þessari framkomu sinni og með fyrirlitningar-orðum þeim, sem hann að ástæðulausu velur þeirri kirkjudcild, sem þjóð vor til heyrir, knýja árar með þeim, sem halda viija með trú fólks vors út á haf afneitunarinnar og steypa henni þar fyrir borð. Hugs- un þjóðar vorrar í trúarefnum er nú óneitanlega mjög svo á reiki. Enda er það engin furða, þar sem hin trúarlega hugsun hinna andlegu leiðtoga liennar er á öðru eins dæma- lausu reiki og nú kemur hvað eptir annað fram. þeir, sem annt er um að þjóð vor haldi áfram að vera kristin þjóð, ættu þess vegna ekki að leitast við að auka þetta los, þetta stefnuleysi í trúarefnum, heldur gjöra allt sitt til að festa sannindi kristindómsins aptur í hjörtuui hennar. Síra Matthías Jochumsson mundi geta miklu áorkað í ]?á átt mcð því að halda áfram að yrkja fyrir þjóð sína en hætta að tala mikið um „frálaua trúar-atriði“. Með því að yrkja og kveða nú sín fegurstu ljóð, þegar líður und- ir kvöld og sól er farin að lækka, vinnur hann þjóð sinni ómetanlegt gagn og sjálfum sjer ódauðlegan heiður. En með hinu gjörir hann hvorugt og þá er æfikvöldi hans ekki varið eins vel og skyldi.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.