Sameiningin - 01.11.1889, Síða 17
■145—
kirkja á Islandi í fcrúarjátningarritmn sínum“. Eins og
kunnugfc er, hefur kirkjan á Islandi ekki önnur játningar-
rit, en hina postullegu trúarjátning, sem útlistuð er í fræð-
um Lúfcers, og sem allir hafa numiö í æsku sinni, og
hina frægu Ágsborgarjátning, sem öll siðbót Lúters hvílir á.
það eru þessar tvær trúarjátningar, sem öll hin lúterska
kirkja viðurkennir, hvort heldur á þýzkalandi, Ameríku,
Norðurlöndum cða íslandi. Ágsborgarjátningin innilieldur
öll hin mörgu og iniklu sannindi, sem brutust um í hjört-
um hinna mestu og beztu manna, er uppi voru á siðbótar-
tímabilinu, og að síðustu ruddu sjer til rúins. Cndir henn-
ar merkjum hefur hin lúterska kirkja hvervetna um heim-
inn síðan barizt og unnið sínar frægu sigurvinningar. það
er svo langfc frá því, að hún hafi verið fjöfcur um fót lút-
erslcra manna, að hún hefur miklu heldur verið fyrir þá
Magna charta hins kristilega frelsis. það var engan veginn
ófrelsið í heimi hugsananna, sem hinir djörfu forvígismenn
siðbótarinnar börðust fyrir. þvert á móti, það var hugs-
unarfrelsið, rannsóknarfrelsið, eins í trúarefnum og öðrum
málum, sem barizt var þá svo drengilega fyrir, að aldrei
hefur verið meiri hreysti sýnd í andans heimi. það er
þetta rannsóknarfrelsi, sem síðan hefur verið einkenni lút-
ersku kirkjmnnar og sem orðið hefur til þess, að hún hef-
ur staðið og stendur enn lang-fremst allra kirkjudeilda í
vísindalegu tilliti.
Trúarjátning kirkju vorrar verður að eins fjötur um
fætur þeirra, sem týnt hafa aðalatriðinu úr hjarta sjer:
trúnni á frelsara heimsins. því það er trúin á hann, sem
er hjartað í kristindóminum, og þegar sú trú er dauð og
stirðnuð sem liðið lík, þá er skilningurinn á hinum
öðrum atriðum kristindómsins horfinn, og andi mannsins finn-
ur ekki annað en hneyksli og mótsagnir. Fyrir ];á, sem
hafa trúna á frelsarann í hjarta sínu, eru trúarjátningarnar
lifandi vitnisburður um sigur sannleikans; þær benda þeim
á þau sannindi, sem leitandi mannsandinn hefur þegar til-
einkað sjer í trúarefnum; þær eru eins og nokkurs konar
vegaspjöld, er vara mannsandann við, að hverfa aptur inn
á þá villu stigi, þar sem hann áður hefur íarið villur vega.