Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1889, Side 21

Sameiningin - 01.11.1889, Side 21
—149- í skilning samtíðarinnar á frelsara vorum í þjónsmyndinni, til þess þeir, sem hafa skilið hann sem manninn, geti einnig skilið, að liann var meira en maður. En til þess, að þessi vitnisburður geti verið lifandi og kveikt líf trú- arinnar í hjörtunum, þarf sannfæring þess manns, sem vitnisburðinn flyíur, að vera svo heit og svo einlæg, að hún sje hið berandi afl lífs hans. Sú trú á frelsarann, sem hann flytur öðrum, þarf að koma fram livervetna í líti sjálfs hans. Áldrei síðan í fyrstu kristni hefur veriö lögð meiri áherzla en nú á breytni þeirra og framkomu í lítínu, sem flytja öðrum hið írelsandi orð kristindómsins. Ekki að eins á prjedikunarstólnum, heldur einnig í hinni daglegu umgengni sinni, þurfa þeir aö koma frarn sem þeir, er brenna í anda af vandlætingu fyrir málefni meistara síns. Yið vitnisburði þeirra um frelsarann í kirkjunum snúa margir bakinu. En við þeim vitnisburði, sem er inni- falinn í breytni lærisveinsins eptir hinu alfullkomna dæmi meistarans, snúa menn ekki bakinu, heldur læra ósjálfrátt að elska þann mann og virða; þeir fara, nauðugir-viljugir, að grennslast eptir, af hvaða uppsprettulindum andi hans muni bergja. þess vegna álítum vjer það eitt af lífsspurs- málum kirkjunnar, að prestastjettin gefi veð fyrir því með breytni sinni, að orðin á prjedikunarstólnum sje ekki einhver utan að lærð þula, heldur logandi eldibrandar, hriinir af altari drottins. Klerkar kirkju vorrar eru bæði komn- ir í fyrirlitning fyrir þulur sínar í kirkjunum, hvern drott- ins daginn eptir annan, og fyrir breytni sína hina sex daga vikunnar utan kirkju. Til þess að geta nokkru á- orkað í kristilegu tilliti, þarf prestastjettin að rista utan af sjer þá fyrirlitningar-voð, sem hún nú er vafin í, og koma fram fyrir fólkið í hinum hvítu klæðum eins Jesú Krists lærisveins. þess vegna er það eitt af þeim atriðum, sem söfnuðir vorir hafa ritað með stóru letri á sitt lcirJcju- lega prógram, að ráða að eins þá íyrir presta og sálusorg- ara, sem gæta vilja hjarðarinnar trúlega og láta vera sam- ræmi milli orðanna, sem þeir tala í prjedikunarstólnum, og lífernis þeirra. þeir, sem tala raáli hins lifandi kristindóms, þurfa að

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.