Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1889, Page 24

Sameiningin - 01.11.1889, Page 24
■152— i5 vantrúarmennina hugsa um hin ýmsu brennandi spurs- mál, sem uppi hafa veriS í tímanum og gefa þá úrlausn, sem );eim hefur hugkvæmzt. En hún hefur vanrækt sjálf, að taka þessi spursmál til yfirvegunar og gefa þeim sína kristilegu úrlausn. Kristindóms boðskapurinn hefur ekki verið settur í samband viS hinar sterku andans hreifingar, sem uppi hafa veriS í tímanuin og gagntekiS hafa hugi manna. Og þaS hefur orSið til þess, aS margir hafa snú- ið bakinu viS kirkjunni, sem annars mundu hafa veriS meSal barna hennar. þeim hefur fundizt, hún standa fyrir utan lífshreifingar samtíSarinnar og engan þátt viljaS taka í þeim. Henni hefur opt veriS boriS á brýn, aS hún vildi koma raönnum til, aS blína upp til himins og hirSa ekk- ert uin störf jarSarinnar. Ef kirkjan vanrækir, aS koma mönnum í skilning um þýSing kristindómsins fyrir þetta líf, þá er auSvitaS mikill sannleikur fólginn í þessum á- kærum. Drottinn lífsins hefur svo til ætlazt, aS kristin- dómurinn kenndi mönnunum að lifa þetta líf, til þess þeir gætu öSIazt annaS líf. Allt menningarstarf mannanna er frá honum; þaS er hann, sem hefur fengiS þeim þaS í hend- ur. Kristindómurinn á aS kerma þeim að leysa það af hendi samkvæmt tilgangi drottins. Hin kristilega siðfræSi ætti aS sýna mönnum fram á skyldur þeirra sem meðlima þess mannfjelags, er þeir tilheyra. En þaS hefur verið lítið haft yfir af þeirri siðfræSi í kirkju þjóðar vorrar. þaS er eng- an veginn nóg, að það sje gjört í jafn-almennum orSatil- tækjum, og gjört er t. d. í barnalærdómsbók síra Helga Hálfdánarsonar. Kirkjan þarf aS hugsa um hin miklu spursmál, sem uppi eru í tímanum, og gefa þeim þá úr- lausn, er samrýmist anda kristindómsins. Ekkert þeirra á að vera henni óviðkomandi. Og hún á að kenna börnum sínum, að leggja fram sinn skerf til úrlausnarinnar frá sjónarmiði kristindómsins. þessu verður ekki til leiðar kom- iS meS því litlausa siSferSis-hjali, sem nú er flutt frá prje- dikunarstólum ættjarSar vorrar. Mjer er sagt, aS viðkvæði prestanna þar sje þetta, að fóllciS heimti, að talaS sje um siðferSi og góSa breytni, og svo hlýði þeir þessari beiðni fólksins og fylli ræður sínar meS eintómum meinlausum

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.