Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1889, Page 31

Sameiningin - 01.11.1889, Page 31
—159— gjöfum foreldra sinna! Ó aS þeir yrÍSu sendir, til a'ð' flytja oss YelJ>óknunar-yfir- lýsing drottins, yfir allt vort kirkjulega starf, yfir stríðið og baráttuna, sem vjer stöndum uppi í fyrir trú vora á hann, sem fæddist hina fyrstu jólanótt! l>ess megum vjer líka öruggir vænta, meðan vjer stríðum og berjumst i hans nafni og fyrir hans málefni. —Jólin eru einkum hátíð hinna ungu, barnanna. Hinir fullorðnu eiga þá aptur að læra að vera börn með því að taka J>átt í ’gleði barnanna. Hver maður, sem ekki hefur drekkt sjer í synd og spilling, geyrnir barn í brjósti sjer. Og barnið er hans hreinustu tilfinningar, hans helgustu áform, hans saldausasta )>rá: allt það innst inni í sál hans, sem breiðir faðm sinn á móti kærleik drottins. En barnið J>arf að endurfæðast og fá svip og liking barnsins, sem lagt var í jötuna í Betlehem. Ó að börnin í brjósti fólks vors yrðu öll að Jesú-börnum í )>essum skilningi á hinni í hönd farandi jólahátíð! Herra cand. theol. Hafsteinn IJetursson er nú til vor kominn og farinn að taka þátt í hinu kirkjulcga starfi voru. Frá hans hendi standa nú tvær greinar r ,,Sam. “ í þetta skipti, og vjer getum glatt lesendur vora með því, að gefa þeim von um margar fleiri, ef guð lofar.—það er von á síra Jóni Bjarna- syni heim aptur nálægt 20. jan. Hafsteinn Pjetursson dvelur hjer i Winni- peg þangað til, og býst við að taka vígslu um leið og síra Jón kemur. T veir nýjir sunnudagsskólar hafa myndazt hjer í Winnipeg, og hefur sunnu- dagsskóli safnaðarins gengizt fyrir því og borið kostnaðinn, sem þvi hefur ver- ið samfara. Annar er meðal íslendinga norð-austur í bænnm, á Point Doug- las; á hann ganga milli 20 og 30 unglingar; þar eru tveir kennarar. Hinn sunnudagsskólinn er rjett nýmyndaður sunnarlega í bænum (Notre Dame Slr. E.) Sá skóli hefur byrjað með 1S nemendum cg tveim kennurum. íslendingar í West Selkirk lmfa komið sjer upp dá-snoturri kirkju, hafa þeir sýnt með J>vi mikinn dugnað, framkvæmdarsemi og áhuga í kirkjumálum sínum, þar sem þeir eru fámennir mjög. Fyrir nokkru hefur sunnudagsskóli verið byrjaður þar fyrir forgöngu hr. M. Pálssonar. A hann ganga hjer um bil tnttugu nemendur; láta menn sjer mjög mikið um það fyrirtæki hugað, enda er það eðlilegt, þar sem velferð barnanna er annars vegar. — Betur að hinn sami áhugi væri sýndur hvervetna þar, sem Islendingar hafa tekið sjer bólfestu! X«esendur ,,Sam.“ eru beðnir að fyrirgefa dráttinn, sem oröið hefur á út- komu blaðsins. J>ótt sá, sem nú hefur ritstjórn þess á hendi, hafi nokkuð mikið aö gjöra, hefur þó ekki drátturinn stafað af honum, heldur því, að prenlsmiðjan, sem blaðið er prentað í, hefur haft svo afarmikið verk af hendi að leysa fyrir tiltekinn tima, að ,,Sam.“ hefur orðið að bíða. Af því blaðíð er oröið svo mjög á eptir timanum, eru tvö nr. látin koma út í einu hepti. F>esember-nr. kemur út um nýárið og jan..nr. á vanalegum tíma.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.