Fréttablaðið - 21.12.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.12.2010, Blaðsíða 2
2 21. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR Sævar, verður þú með hálsríg það sem eftir er dagsins? „Já, og hann verður alveg þess virði. Svo fæ ég mér bara gott nudd á eftir.“ Sævar Helgi Bragason er formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Að morgni dagsins í dag, lengsta dags ársins, frá klukkan 7.40 til 8.54 verður almyrkvi á fullu tungli sem hægt verður að fylgjast með frá Íslandi. LÖGREGLUMÁL „Það er miklu minna af ólöglegum fíkniefnum í umferð hér á landi eftir hrun,“ segir Þór- arinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. „Kannabisefnin og hassið eru ekki eins sterk og áður tíðkað- ist. Nærtækasta skýringin er sú að okkar toll- og löggæsla er að skila góðum árangri. Við höfum einnig fjarlægst erlenda markaði vegna gjaldeyrishafta og fleiri þátta. Þessi þróun sést ekki ann- ars staðar. Í Bandaríkjunum hefur meðalstyrkur kannabisefna aukist á síðasta áratug. Þetta er fyrst og fremst sigur lögreglunnar hér.“ Jakob Kristinsson, prófessor hjá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræðum, staðfestir að styrkleiki sýnishorna af hassi sem greind hafi verið sé minni heldur en á síðasta ári. „Það er alveg klárt að hassið á götunni er ekki eins sterkt og áður,“ segir Jakob og bætir við að erfiðara sé að segja til um styrk- leika heimaræktaðra kannabis- efna. „Það er meira háð tilviljunum sem felast fyrst og fremst í því á hvaða stigi ræktunin er þegar lögregla stöðvar hana. Sumt er fullbúið en annað skemmra á veg komið,“ útskýrir Jakob. Hann segir enn fremur að styrk- leiki sterkari fíkniefna sé mjög breytilegur milli ára. Sé tekin stór sending geti rannsóknarsýnin skipt tugum, sem hafi mikil áhrif á meðaltalið. Fjöldi sýna fari eftir stærð sendingar. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar á höfuð- borgarsvæðinu, segir deildina hafa lagt áherslu á aðgerðir gegn innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum. „Við höfum kortlagt þetta og gengið með aðgerðum inn í þessa hópa. Það er enginn vafi, til dæmis í ljósi dómsmála, að búið er að ganga þokkalega á marga þeirra. Enn eru þó hópar starfandi og við höldum áfram að reyna að stöðva þá sem hafa lifibrauð af þessari skipulögðu brotastarfsemi.“ Fréttablaðið sagði frá því í síð- ustu viku að reynt hefði verið að smygla hálfu kílói af efninu met- hedrone, áður nær óþekktu hér, til landsins. „Menn hafa leikið þenn- an leik lengi,“ segir yfirlæknirinn á Vogi. „E-pillan var upphaflega markaðssett af því að hún var ekki bönnuð formlega víða. Mér sýnist þetta vera eitt af þessum efnumsem menn reyna að smygla á milli landa í þeirri von að þau séu ekki skrásett sem ólögleg fíkniefni.“ jss@frettabladid.is FÍKNIEFNAHLASS Yfirlæknir á Vogi þakkar lögreglu og gjaldeyrishöftum þá þróun að miklu minna af fíkniefnum sé í umferð nú en fyrir fáeinum árum. Á myndinni má sjá fíkniefnahlass, um 109 kíló af amfetamíni, maríjúana, hassi og e-töflum, sem reynt var að smygla til landsins á síðasta ári. Miklu minna fram- boð af fíkniefnum Miklu minna af ólöglegum fíkniefnum er í umferð hér á landi nú en var fyrir fáeinum árum, segir yfirlæknirinn á Vogi. Hann þakkar það lögreglu og gjald- eyrishöftum. Prófessor í lyfja- og eiturefnafræði segir sum efnin lélegri en áður. Haldlögð kannabisefni - fíkniefnadeildar LRH* 2010 2009 Fjöldi mála 60 54 Fjöldi plantna 4.800 8.211 Þyngd plantna 190 kg 623 kg Maríjúana 15,6 kg 13 kg Hass 9,5 kg 4,6 kg *Bráðabirgðatölur LRH til 1. desember bæði árin. SPURNING DAGSINS SAMKEPPNI Fréttablaðið og Vísir efna til samkeppni um bestu mynd- ina af tunglmyrkvanum sem verð- ur í dag frá 7.40 til 8.54. Í fyrstu verðlaun er glæsileg Sony NEX myndavél og leikhúsmiðar í önnur og þriðju verðlaun. Myndunum skal skila inn á net- fangið ljósmyndakeppni@fretta- bladid.is fyrir klukkan 15 í dag. Vinningsmyndin verður birt bæði í Fréttablaðinu á morgun og á Vísi ásamt fleiri myndum sem dóm- nefnd telur athyglisverðar. Ef veður leyfir sést myrkvinn vel frá Íslandi. Spáð er heiðskíru veðri á höfuðborgarsvæðinu. Tunglið verður tiltölulega lágt á lofti á vesturhimni, rétt fyrir ofan Óríon, milli fótleggja Tvíburanna og horna Nautsins. Glæsileg myndavél í verðlaun í ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins og Vísis: Besta tunglmyrkvamyndin Maðurinn sem lést í umferð- arslysi á sunnudag hét Hörður Ingvaldsson og var til heimilis í Reykjavík. Hann var fæddur 12. október árið 1960 og var því fimmtugur að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn. Lést í um- ferðarslysi í Reykjavík FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M TUNGLMYRKVI Tungl- myrkvinn verður frá 7.40 til 8.54 í dag. Ef veður leyfir sést hann vel frá Íslandi. KÖNNUN Helmingur landsmanna, 49,6 prósent, ætlar að vera með gervijólatré á heimili sínu um þessi jól, samkvæmt nýrri könn- un MMR. Nokkuð færri, 41,6 prósent, verða með lifandi tré á heimili sínu. Samkvæmt könnuninni ætla því 91,2 prósent landsmanna að vera með jólatré heima hjá sér. Einungis 8,8 prósent ætla að sleppa því. Í sambærilegri könnun sem gerð var í Bretlandi í byrjun mánaðar kom í ljós að 66 prósent þátttakenda ætluðu að hafa gervi- tré, 16 prósent lifandi tré og heil 19 prósent ekkert tré. - sh Langflestir með jólatré: Fleiri með gervi- tré en ekta tré DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt Þorstein M. Jónsson, kenndan við kók, til að greiða Nýja Landsbankanum 150 milljóna króna víxil ásamt dráttarvöxtum. Víxillinn var á gjalddaga 10. ágúst 2008 í gamla Lands- bankanum en við fall þess banka tveimur mánuðum síðar færðist krafan yfir í Nýja Landsbankann. Þorsteinn bar því við að hann hefði aldrei séð frumrit víxils- ins. Frumritið var hinsvegar lagt fram í réttarhaldinu. Gerði Þor- steinn þrautavarakröfu í málinu að dráttarvextir yrðu ekki reikn- aðir frá ágúst 2008, heldur frá 9. mars í ár þegar frumritið var lagt fram og féllst héraðsdómur á þá kröfu. - sh Þarf að greiða gjaldfallinn víxil: Þorsteinn greiði 150 milljónir ÞORSTEINN M. JÓNSSON GERVIJÓLATRÉ Helmingur landsmanna verður með gervijólatré þessi jól. Bæjarráð Voga segir fyrirhugaða vegatolla á Reykjanesbraut myndu fela í sér aukna skattlagningu á íbúa Suðurnesja sem hefðu enga aðra leið til að komast inn í Reykjavík þar sem margir sæki vinnu. „Hugmyndin er ekki til þess fallin að styðja við byggð á Suðurnesjum eins og ríkisstjórnin hefur áætlanir um,“ segir bæjarráðið. VOGAR Mótmæla vegatollum Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur falið þjónustu- og þróunarstjóra bæjarins að undirbúa sérstakt atvinnuátaks- verkefni til að örva sölu á atvinnu- lóðum. HAFNARFJÖRÐUR Átak í sölu atvinnulóða FÍLABEINSSTRÖNDIN Evrópusam- bandið ætlar að meina Laurent Gbagbo um vegabréfsáritun vegna kosninga á Fílabeinsströndinni. Gbagbo, sem var forseti Fíla- beinsstrandarinnar fyrir kosning- ar, og Alassane Ouattara segjast báðir hafa sigrað í forsetakosn- ingum í landinu í síðasta mánuði. Báðir hafa valið sér ráðherra og svarið embættiseið. Sameinuðu þjóðirnar og leiðtogar margra Afr- íkuríkja hafa viðurkennt Ouattara sem sigurvegara kosninganna. Ferðabann á hendur Gbagbo og 18 samstarfsmönnum hans verður líklega samþykkt á næstu sólarhringum að sögn embættis- manna. - þeb Gbagbo meinað að ferðast: Settur í ferða- bann hjá ESB FJÖLMIÐLAR Hagnaður Ríkisút- varpsins ohf. á reikningstímabil- inu 2009 til 2010 nam 205 milljón- um króna samkvæmt ársreikningi RÚV. Eignir RÚV námu 5,5 milljörð- um og bókfært eigið fé í lok reikn- ingstímabilsins 720 milljónum. Eiginfjárhlutfallið er 13,1 prósent. Auglýsingatekjur RÚV voru 1,3 milljarðar og hækka um rétt tæp fimm prósent frá síðasta ársreikn- ingi. Afnotagjöld voru 3,4 millj- arðar og lækka um tvö hundruð milljónir frá síðasta rekstrarári. 1,3 milljarða auglýsingatekjur: Hagnaður RÚV 205 milljónir MENNTAMÁL Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur boðað Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, á fund sinn eftir áramót til að ræða fyrirhugað- ar aðgangstakmarkanir að skól- anum. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær. Ráðherra telur að aðgangstak- markanir séu síðasta úrræðið sem Háskólinn geti gripið til til að bregðast við þröngri fjárhags- stöðu og vill því fá skýringar á því hvernig skólinn hefur í hyggju að standa að þeim. Stjórnendur HÍ hafa ákveðið að grípa til ýmissa aðgerða til að bregðast við niðurskurðar- kröfu stjórn- valda. Starfs- fólki verður fækkað, starfs- hlutfall lækkað, hagrætt verð- ur í kennslu og gripið verður til aukins aðhalds í rekstri. Háskólaráð hefur sömuleiðis ítrekað beiðni til stjórnvalda um að fá að hækka skrásetningargjald nemenda í skólann um 20 þúsund krónur. Katrín Jakobsdóttir sagði í frétt- um RÚV í gær að vandlega þyrfti að fara yfir allt málið. Stjórnvöld hefðu lagt á það ríka áherslu að Háskóli Íslands stæði nemendum opinn og þangað gætu sem flestir sótt menntun við hæfi. Ljóst væri að staðan væri þröng, en takmarkanir væru síðasta úrræðið sem unnt væri að grípa til. Áætlað er að 900 nemendur verði við skólann á næsta ári sem ekki fylgi fjárveiting með. Menntamálaráðherra fundar með rektor vegna viðbragða við niðurskurði: HÍ vill takmarkaðri aðgang KATRÍN JAKOBSDÓTTIR SVEITARSTJÓRNIR Félags- og trygg- ingamálaráðuneytið hefur hafnað ósk Kópavogsbæjar um fjölgun dagvistarrýma. Ráðu- neytið bendir á að vegna erfiðr- ar fjárhagsstöðu ríkissjóðs hafi á árunum 2009 og 2010 þurft að fækka öldrunarrýmum og lækka fjárveitingar til öldrunarmála. Í fjárlögum næsta árs séu engar fjárveitingar til að fjölga dag- vistarrýmum. Bæjarráð Kópavogs segist harma ákvörðun ráðuneytisins, brýn þörf sé fyrir dagvistarrými í Kópavogi. „Bæjarráð bendir jafnframt á að hjúkrunarrými í Kópavogi eru hlutfallslega færri en í sveitarfélögunum á höfuð- borgarsvæðinu og brýnna úrbóta þörf.“ - gar Ráðuneyti synjar Kópavogi: Fær ekki fleiri dagvistarrými KÓPAVOGUR Bæjarráð segir hlutfallslega fá hjúkrunarrými í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.