Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2010, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 21.12.2010, Qupperneq 50
46 21. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR Zen og viðhald vélhjóla er sú metsölubók sem oftast var hafnað af forlögum áður en hún loks kom út. 121 sinnum reyndi höfund- ur hennar, Robert M. Pirsig, og loks í 122. skiptið fékk hann jákvætt svar. Zen og Viðhald vélhjóla var gefin út í Bandaríkjunum árið 1974 og hefur hún verið þýdd á yfir 160 tungumál síðan. Þegar Sigurður Páll Sigurðsson spurði föður sinn, Sigurð A. Magnússon, rithöfund og þýðanda, hvers vegna bókin hefði aldrei verið þýdd yfir á íslensku var fátt um svör. „Ég var staðráðinn í að gefa bókina út hérlendis hvað sem það kostaði,“ segir Sigurður Páll. „Án þess að tala við Eddu eða annað forlag réð ég pabba í vinnu við að þýða hana, en það var ekki erfitt að sannfæra hann þar sem honum þótti bókin ein merkilegasta bók síðustu fjörutíu ára.“ Bókin fjallar um feðga og góð- vini þeirra á mótorhjólaferðalagi frá Miðvesturríkjum Bandaríkj- anna vestur til San Francisco. Fað- irinn er sögumaðurinn og á meðan á ferðalaginu stendur reynir hann að ná sambandi við einfarann son sinn, oft á klaufalegan hátt. Á sama tíma veltir sögumaðurinn fyrir sér hugtakinu gæðum og fléttar heim- spekilegar vangaveltur þýskra miðaldaheimspekinga, grískra heimspekinga, taóista og kristinna fræðimanna inn í ferðasöguna. „Höfundurinn er í tvöfaldri leit. Annars vegar að hinni sönnu Amer- íku æsku sinnar, sem hann leitar að gegnum mótorhjólið á kræklóttum hliðarvegum, og hins vegar að raungæðum. Ég verð að segja að þegar maður er búinn að lesa bók- ina lítur maður lífsgæði öðrum augum.“ Sjálfur er Sigurður Páll mótor- hjólamaður og líkt og faðirinn í bókinni er Sigurður A. mikill fræði- maður. Vaknar þá spurningin hvort samskipti feðganna í bókinni endur- spegli á einhvern hátt samband Sig- urðar og Sigurðar. „Það er ekkert leyndarmál að faðir minn var ekki drauma föðurímyndin og samskipti okkar voru stirð á fyrri árum. Nú náum við hins vegar vel saman svo það má segja að bókin lýsi ágætlega okkar samskiptum,“ segir Sigurður Páll. „Mér fannst alltaf ótrúlegt að þessi bók hefði ekki komið út fyrr, en þá var mér bent á að þessi bók hefði bara beðið eftir okkur feðgun- um. Þetta er bara karma.“ tryggvi@frettabladid.is BÓKIN BEIÐ EFTIR OKKUR FEÐGAR Á FÁKI Sigurður A. Magnússon og Sigurður Páll sonur hans voru svo staðráðnir í að koma Zen og viðhald vélhjóla út á íslensku að þeir byrjuðu að þýða bókina áður en samningar við erlenda rétthafa voru komnir í höfn. Tilboð kr.: 24.900 Verðlistaverð kr.: 33.200 Vinsælasta ryksugan frá Miele Miele Tango Plus Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar, með stillanlegu röri og úrvali fylgihluta. Þær hafa hlotið hæstu einkunn hjá neytendasamtökum í Þýskalandi. AFSLÁTTUR Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.