Fréttablaðið - 21.12.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.12.2010, Blaðsíða 10
 21. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNSÝSLA „Það er með þung- um huga sem ég rita þér þetta bréf.“ Þannig hefst bréf forstjóra Skeljungs, Einars Arnar Ólafsson- ar, til íbúa í Bæjarhreppi varðandi áform félagsins um byggingu sölu- skála í Hrútafirði. Í bréfi Einars kemur fram að Skeljungur sé hættur við að reisa söluskálann eftir að hafa reynt án árangurs í fjögur ár að fá fram- kvæmdina afgreidda í sveitar- stjórn Bæjarhrepps. Rekur hann málið frá því að Skeljungur óskaði fyrst eftir því í október 2006 að fá samþykkt breytt deiliskipulag sem gert hefði félaginu kleift að reisa söluskálann í landi Fögrubrekku, skammt suður af þeim stað þar sem N1 byggði síðan nýjan Stað- arskála. Segir forstjórinn frá því að meirihluti hreppsnefndarinnar hafi sætt utanaðkomandi þrýstingi og á margvíslegan hátt hindrað framgang málsins. „Í ferlinu hafa málsmeðferðar- reglur stjórnsýslulaganna verið þverbrotnar í nánast hverju ein- asta skrefi,“ skrifar Einar íbúum Bæjarhrepps. „Á meðan hefur N1 [eigandi Staðarskála] notið góðs af einokunarstöðu sinni á svæðinu og staða þeirra styrkst.“ Þá segir Einar að forsvarsmenn Bæjarhrepps hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til þess að sporna við starfsemi Skeljungs í hreppnum og brotið bæði stjórn- sýslulög og samkeppnislög á gróf- an hátt. Fyrirtækið ætli nú að leita á önnur mið. Þótt Skeljung- ur hafi lagt ótal vinnustundir og mikla fjármuni í verkefnið hyggist félagið ekki gera skaðabótakröfu á hendur hreppnum enda myndi það á endanum koma niður á íbúum hans. Einar bendir á að Sigurður Kjartansson, þáverandi og núver- andi oddviti Bæjarhrepps, hafi sagt á hreppsnefndarfundi í byrj- un febrúar síðastliðins að aug- lýsing nýs skipulags yrði látin bíða þar til eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. Ekkert hafi gerst síðan. Hvorki hefur náðst í Sigurð Kjartansson né Jóhann Ragnars- son varaoddvita undanfarna daga. Á fundi í hreppsnefndinni á sunnu- dag var forsvarsmönnum hrepps- ins falið að hafa samband við Skeljung hið fyrsta. Eftir fundinn spurðu íbúar sem voru viðstadd- ir hvaða skilaboð hreppurinn færi með til Skeljungs. Jóhann Ragnars- son varaoddviti svaraði að það væri ekki mál fyrirspyrj- endanna. gar@frettabladid.is SKIPULAGSMÁL Staðarskáli ehf. og eigendur jarðarinnar Stað-ar í Hrútafirði sögðust í bréfi til hreppsnefndar Bæjarhrepps myndu beita afli sínu til að hindra að leyfi yrði gefið fyrir öðrum þjónustuskála í Hrútafirði.Eins og fram hefur komið hefur Skeljungur reynt frá árinu 2006 að fá leyfi til að reisa þjónustustöð í landi Fögrubrekku í Hrútafirði. Á árinu 2008 var opnaður nýr Stað-arskáli í botni Hrútafjarðar. Nýi skálinn leysti af hólmi bæði gamla Staðarskála og þjónustuskálann á Brú. Á báðum þessum stöðum var eldsneytissala frá N1 og svo er einnig í nýja Staðarskálanum. Áform Skeljungs fóru illa í eigend-ur Staðarskála.„Það er öllum ljóst sem vilja vita að ekki er rekstrargrundvöllur fyrir tveim þjónustumiðstöðvum í botni Hrútafjarðar á ársgrundvelli og teljum við það mikið ábyrgð-arleysi af hálfu hreppsnefndar Bæjarhrepps að gefa leyfi fyrir annarri þjónustumiðstöð við hlið þeirrar sem við höfum hug á að byggja,“ segir í harðorðu bréfi sem Kristinn Guðmundsson send-ir fyrir hönd Staðarskála og land-eigenda að Stað til oddvita Bæjar-hrepps í nóvember 2006.„Við teljum að það sé verið að koma í bakið á okkur. Í fyrsta lagi með því að setja þjónustu-punkt í landi Fögrubrekku og ann-ars vegar ef Skeljungi hf. verður gefið leyfi til að reisa þjónustu-miðstöð svo stutt frá okkur og þá teljum við um leið ekki forsendu fyrir okkur að samþykkja tillögurað aðalskipulagi “ s i til oddvitans, þar sem vísað er til samtala hreppsnefndarmanna og Staðarmanna. „Kjörnir fulltrúar sem bjóða sig fram í hreppsnefnd-ir hljóta að verða að taka tillit til þess sem áður hefur verið gert í sveitarfélaginu.“Í bréfinu sést að Kristinn telur Staðarmenn hafa sterk spil á hendi til að sveigja Bæjarhrepp að hagsmunum Staðarskála. Bendir hann á að fyrirtækið og landeig-andinn hafi tekið tillit til iljheim veginn kæmi í botni Hrútafjarðar en ekki sunnar.„Höfum við töluvert um það að segja þar sem við erum með starf-semi í Brú og eigum þar land, einnig er öll veglínan í Húnaþingi vestra í landi Staðar. Það er óum-flýjanlegt að aðalskipulag beggja sveitarfélaganna verði að taka til-lit til þeirrar starfsemi sem við erum með – að öðrum kosti komumvið til með að l it Hótanir í Hrútafirði vegna bensínstöðvarStaðarskáli ehf. sagðist myndu nota stöðu sína sem landeigandi til að hindra tiltekna vegtengingu Djúpvegar við nýtt stæði hringvegarins ef Bæjarhreppur samþykkti að Skeljungur fengi að reisa bensínstöð rétt hjá nýjum Staðarskála. Haga ríka yrði rformaður félagsins og yrði á meðal hluthafa. Finnur vildi ekki hinu tilvikinu hafi hollenski bankinn Fortis, sem var helsti kröfuhafi Samskipa, ráðið för. - jab ar n- a r s: ð érstak- ina nni. ur- n sem tliðn- ð end- uga erfi rá áð fur ss ir ni. ur or- - gar Höfða: ngi búa greint upp á BANDA veran sagðu að haf hjartaþ New Yo Hann reiknar á ný inn hefur un sínum a arfé og a hann er einuðu þj Fyrir f Clinton in sem hann aðgerð á h Clin Jaf hja BILL vinn Pálmadóttur. - sm sonar og fjölskyld LI - r h b 2 á í a s u k f v e LÖ v m á L in fé re br að m st vé ar v V U á M SKIPULAGSMÁL „Þetta kemur okkur spánskt fyrir sjónir,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, um miklar tafir sem orðið hafa á því að félagið geti reist þjónustu- stöð í Hrútafirði. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær óskuðu Skeljungur og eigandi jarðarinnar Fögrubrekku í Hrúta- firði eftir því á árinu 2006 að skipu- lagi yrði breytt til að hægt yrði að reisa þjónustustöð á jörðinni. Skál- inn á að vera nokkur hundruð metra suður af nýjum Staðarskála sem N1 rekur. Sveitarstjórnin samþykkti skipulagið í ágúst 2008 en hefur hins vegar ekki sett það í auglýs- ingu svo að það geti tekið gildi. Sig- urður Kjartansson, oddviti í Bæj- arhreppi, segir meiri áherslu hafa verið lagða á önnur skipulagsmál í hreppnum. Hann telji eðlilegt að láta málið bíða út kjörtímabilið og neitar að skýra ástæður þess. „Við höfum beðið þolinmóðir í langan tíma og veltum fyrir okkur hvenær þeir telji eðlilegan umþótt- unartíma vera kominn. Við undr- umst að meirihlutinn vilji ekki taka afstöðu til málsins núna vegna komandi kosninga þar sem að það liggur fyrir að minnihlutinn er ekki að óska eftir þessari frestun,“ segir Einar Örn. Skeljungur hefur enga almenna þjónustustöðu milli Akureyrar og Borgarness. „Við munum koma okkur upp aðstöðu á þessari leið, ef ekki þarna þá annars staðar. Það þarf að komast á hreint sem fyrst hvort það geti orðið af því á þessum stað, hvort íbúar hreppsins vilji fá okkur eða hvort við þurfum að leita eitthvert annað,“ segir for- stjóri Skeljungs og ítrekar undrun sína yfir framgangi málsins. „Nær undantekningarlaust, þegar við erum að eiga við sveitar- félög fyrir utan höfuðborgarsvæð- ið, fagna menn áformum um upp- byggingu en það hefur verið allt öðruvísi í þessu tilviki og við skilj- um ekki hvað veldur.“ Áskorun af íbúafundi í Bæjar- hreppi fyrir tíu og hálfum mánuði um að Skeljungi yrði gert kleift að reisa þjónustustöðina virðist engin áhrif hafa haft á yfirvöld í hreppn- um. „Íbúafundur haldinn í skóla- húsinu á Borðeyri laugardaginn 28. mars 2009 skorar á oddvita Bæjar- hrepps að fylgja eftir ákvörðun hreppsnefndar frá því í ágúst 2008 að auglýsa tillögu að deiliskipu- lagi í landi Fögrubrekku í Hrúta- firði að beiðni landeiganda þar og Skeljungs hf.,“ segir í áskoruninni sem samþykkt var án mótatkvæða. gar@frettabladid.is Forstjóri Skeljungs hissa á Bæjarhreppi Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, undrast að Bæjarhreppur afgreiði ekkisamþykkt deiliskipulag sem gerir félaginu kleift að reisa bensínstöð í Hrúta-firði. Einróma ályktun á íbúafundi í fyrra breytti engu því málið stendur fast. Lóð Skeljungs Staðarskáli Fagrabrekka Fjarðarhorn Hrútafjörður STJÓRN ir seg Þorlá samn Icesa verið fullbú miðja ber 2 engu um o aldre borið herr „Ý af þ Bret sinn gan sem lega til r lögm ing sva ma í Fr fyr bja g oru - kóþ st kj- r um eður ama k- ð mi nda- ephen em rginni ums njór ra viku. - gb m: að s Kristrú Skj un ð ll SKIPULAGSMÁL „Þetta eru alveg ótrúleg vinnubrögð. Ég bara botna ekkert í þessu,“ segir Ey jólfur Vilhelmsson, eigandi jarð arinn- ar Fögrubrekku í Hrútafir ði, um áralangar tafir á að sveitar stjórn Bæjarhrepps afgreiði umsó kn um heimild til að reisa bensín stöð á landi hans. Eyjólfur og Skeljungur hf. ósk- uðu eftir því á árinu 2006 a ð gerð- ar yrðu breytingar á ski pulagi þannig að fyrirtækið gæti byggt þjónustustöð og verslun í landi Eyjólfs. Fagrabrekka er n orðan við Brú í vestanverðum H rúta- firði, einmitt við hringvegin n eftir að hann var fluttur fyrir no kkrum misserum. Nokkur hundruð metr- um norðan við stæði fyrirh ugaðr- ar bensínstöðvar Skeljungs er nýi Staðarskálinn sem N1 reku r. Á síðasta hreppsnefndarfu ndi óskaði minnihlutinn eftir sk ýring- um á því af hverju sveitar stjórn- in hefði ekki auglýst breytt skipu- lag á Fögrubrekku þrátt fy rir að skipulagið hafi loks verið sam- þykkt í sveitarstjórn í ágús t 2008, eða fyrir einu og hálfu ári. „Farið er fram á að oddviti Bæjarh repps veiti skýr og afdráttarlau s svör við því hvað tefur framgang þessa máls,“ sagði í bókun min nihlut- ans. Sigurður Kjartansson odd viti veitti fá svör á fundinum en sagði þó að verið væri að „vinna í þess- um málum“ og hann teldi e ðlilegt að ný sveitarstjórn auglýsti breyt- ingar á skipulaginu. Með öðrum orðum þá kveðst oddvitinn æ tla að láta málið bíða þar til eftir s veitar- stjórnarkosningar í maí. „Ég ætla ekkert að svara því bara. Það er bara mín sk oðun,“ segir Sigurður spurður hvers vegna hann telji eðlilegt a ð mál Fögrubrekku bíði fram yfir kosn- ingar. „Það hafa fleiri skip ulags- mál verið á könnu sveitarf élags- ins sem hafa tekið langan t íma og hefur verið lögð meiri áhers la á að klára,“ bætir oddvitinn við t il nán- ari skýringar á þeim dræt ti sem þegar er orðinn á málinu. „Það er ekki hægt að segj a að þetta sé pólitík. Þetta er ba ra eig- inhagsmunapot,“ útskýrir E yjólf- ur. Þar vísar hann til hagsm una í kringum nýja Staðarskálan n sem vitanlega myndi fá samk eppni frá nýrri þjónustustöð kipp korn í burtu. „Mín þolinmæði er nú að bre sta,“ segir Eyjólfur sem kveður málið hafa reynst sér erfitt við fangs því hann aki skólabíl og sé þannig starfsmaður Bæjarhrepps. gar@frettabla did.is Bensínstöð óafgreidd eftir þrjú ár í kerfinu Þótt sveitarstjórn Bæjarhre pps hafi samþykkt í ágúst 2 008, eftir tveggja ára þóf, að breyta skipulagi svo reis a megi nýja bensínstöð í Hr útafirði hefur skipulagið ekki verið auglýst. Eðlilegt að málið bíði þar til eftir ko sningar segir oddvitinn. UPBBYGGING Í HRÚTAFIRÐI Þrátt fyrir að vera vestan Hrúta fjarðarár telst nýi Staðar- skálinn vera í Húnaþingi vestr a sem veitti leyfi fyrir skálanum sem reistur var árið 2008. Fagrabrekka þar skamm t undan er í Bæjarhreppi sem hefur verið á fjórða ár að afgreiða umsókn um heim ild fyrir bensínstöð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ég ætla ekkert að svara því bara. Það er bara mín skoðun. SIGURÐUR KJARTANSSON ODDVITI BÆJARHREPPS. ræða sa g sem fóru milli emb- ættismanna á Íslandi, segir fyrrv erandi utanríkisráðherra. SA m tí sa tr b n t r t s á Ný T fó UPPDRÆTTIR FRÁ SKELJUNGI Eins og sést vill Skeljungur byggja bensínstöð og þjón- ustuskála örstutt frá nýjum Staðarskála. FRÉTTABLAÐIÐ Í GÆR Heimamenn í Bæjar-hreppi vildu að tenging Djúpvegar við nýtt stæði hringvegarins yrði í botni Hrútafjarðar og að leiðin fyrir fjörðinn myndi þannig styttast. Eigandi Staðarskála beitti eignarhaldi á landinu þar til að hræða hrepps-nefndina frá því að samþykkja annan þjónustuskála á svæðinu. Lést í sleð Keppandi frá á Ólympíuleií Vancouver ísettir í nótt. Nút úr b KANADA Skeljungur gefst upp á mótbyr í Hrútafirði Eftir fjögurra ára töf á afgreiðslu sveitarstjórnar Bæjarhrepps á umsókn um söluskála í Hrútafirði sakar forstjóri Skeljungs hreppinn um gróf lögbrot. Nóg sé komið og félagið muni nú leita annað. Ekki næst í forsvarsmenn hreppsins. FRÉTTABLAÐIÐ 13. FEBRÚ- AR 2010 Nokkuð var fjall- að um þjónustuskálamál í Hrútafirði í Fréttablaðinu í febrúar. Málið hefur þvælst í kerfinu frá því í október 2006. „Það er náttúrulega hörmungarsaga hvernig staðið hefur verið að þessu af hálfu hreppsnefndarinnar,“ segir Eyjólfur Vilhelmsson, bóndi og eigandi Fögrubrekku. Eyjólfur hafði samið við Skeljung um að leggja til land undir fyrirhugaðan söluskála fyrirtækisins í Hrútafirði en nú eru þau viðskipti úr sögunni. „En það er ekki bara ég einn sem tapa á þessu, því íbúar hreppsins eru að tapa atvinnutækifærum og fleiru með því að hætt verður við byggingu skálans,“ segir hann. Hörmungarsaga segir landeigandi Við afborgunarverð á farsímum bætist 250 kr. greiðslugjald á mánuði. vodafone.is Meiri jól, meiri jól, meiri jól Einstaklega handhægur snertiskjá- sími á góðu verði. Hentar þeim sem vilja fá meira út úr farsímanum sínum og gera kröfur um flott útlit. Frábær tónlistar- og margmiðlunarsími sem styður Ovi Maps GPS leiðsögukerfið. Nokia 5230 0 kr. útborgun og 2.499 kr. á mán. í 12 mán. Netið í símann, 100 MB, fylgir með í 1 mánuð. Staðgreitt: 29.990 kr. Partý Alias spilið fylgir á meðan birgðir endast Flottur sími með 2 megapixla myndavél, útvarpi með innbyggðum FM móttakara og netvafra. Býður upp á flýtileiðir á helstu vefsamfélög, m.a. Facebook og Twitter. LG Cookie Fresh 0 kr. útborgun og 1.666 kr. á mán. í 12 mán. Netið í símann, 100 MB, fylgir með í 1 mánuð. Staðgreitt: 19.990 kr. Partý Alias spilið fylgir á meðan birgðir endast www.grillbudin.is KÓREUSKAGI Norður-Kóreumenn ætla ekki að svara heræfingu suður-kóreska hersins á eyjunni Yeonpyeong í gær. Áður höfðu yfir- völd í Norður-Kóreu hótað að bregð- ast við æfingunni af hörku. Norður-Kóreumenn sögðu æfing- ar Suður-Kóreumanna vera hern- aðarlega ögrun. Ríkisfjölmiðlar í norðrinu höfðu eftir hernum að æfingarnar væru ekki þess virði að við þeim yrði brugðist. Síðast þegar svipaðar heræfing- ar stóðu yfir á eyjunni gerðu Norð- ur-Kóreumenn árás á hana. Þá lét- ust fjórir og tugir slösuðust. Fjöldi húsa varð eldi að bráð. Flestir íbúar eyjarinnar hafa nú flúið hana. Kínverjar og Rússar hvöttu í gær bæði ríkin til að forðast vopnuð átök. Viðræðum í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var hætt um helgina eftir að Kínverjar neituðu að samþykkja yfirlýsingu þar sem Norður-Kóreumenn voru gagn- rýndir. Bill Richardson, ríkisstjóri í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum, er staddur í Norður-Kóreu. Hann hefur rætt við æðstu yfirmenn hersins þar og reynt að miðla málum. Fréttastofan CNN segir Norður-Kóreumenn hafa sagt Richardson að þeir myndu hleypa kjarnorkueftirlitsmönnum frá SÞ aftur inn í landið, en þetta hefur ekki verið staðfest. - þeb Heræfingar Suður-Kóreumanna á eyjunni Yeonpyeong í gær: Norður-Kórea hætti við árás SEÚL Íbúar Suður-Kóreu mótmæltu í Seúl í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.