Fréttablaðið - 21.12.2010, Page 22
22 21. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR
UPPI Á STÓL Bjúgnakrækir leiddi börnin inn í lagið Jólasveinar ganga um gólf, og þau
tóku undir með miklum tilþrifum, eins og sjá má á myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÁNÆGÐUR MEÐ BJÚGUN Hugulsamt barn hafði bjúgu meðferðis á Þjóðminjasafnið og færði Bjúgnakræki, sem þangað var kom-
inn til að heilsa upp á krakkana. Hann þáði lostætið með þökkum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ENGLAR Í RÖÐUM Deilt hefur verið um hvort trúin eigi erindi í skólastarf en nemendur í Fossvogsskóla láta
það sem vind um eyru þjóta og settu í gær á svið helgileik eins og tíðkast um jól. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MARK! Krakkarnir búa sig undir jólin með ólíkum hætti. Þessir piltar tóku þátt í fótboltamóti á vegum
Breiðabliks sem haldið var í Fífunni í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM
JÓLIN Á ÍS Það var hátíðarstemning í Skautahöllinni í Laugardal í gær. Stóreflis jólatré
hafði verið komið fyrir á ísnum og börnin löðuðust að því. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Börnin stytta stranga
biðina eftir jólunum
Það getur reynst ungviðinu óbærilegt að bíða eftir að jólin
gangi loksins í garð. Gunnar V. Andrésson og Vilhelm
Gunnarsson mynduðu krakkana þar sem þeir styttu sér
stundir fram að hátíðinni.
3.999
Þú veist, spilið sem fær
þig til að hugsa. Þú veist
í bústaðnum, flugvélinni,
stofunni, tjaldinu eða bíln
um.
· Aldur: 8+
· Leikmenn: 2-6
· Mínútur: 5-45