Fréttablaðið - 21.12.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 21.12.2010, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 21. desember 2010 25 Nú, þegar hátíð kærleika og friðar er að ganga í garð, er eins og ríkisstjórn lands- ins og flokkarnir sem að henni standa séu búnir að týna átta- vitanum. Að venju er hampað því sem hentar hverju sinni, þótt það stangist á við fyrri yfirlýsingar og vandaða stjórn- arhætti. Samkvæmt stjórnar- skrá eru alþingismenn ekki bundnir af öðru en sannfær- ingu sinni. En þessa dagana eru skilaboðin þau að flokks- hollusta sé öllu æðri. Þeir sem eru trúir eigin sannfæringu eru settir í skammarkrókinn af forsætisráðherra og talað um þá eins og þeir séu ekki á vetur setjandi. Ráðherrann er sem fyrr ófeimin við að flagga því hverjir eru henni að skapi og hverjir ekki, og kórinn tekur undir. Ég ræð Það er næstum því spaugi- legt að hlusta á stjórnarsinna tala eins og þeir séu í heiðar- legu deildinni. Allt öðruvísi en spillta liðið sem stjórnaði áður, rétt eins og hrösun eins sé upp- risa annars. Sjálfumgleðin og valdavíman er grímulaus. Ráðherra sem stendur í ræðu- stól og segir glaðhlakkalega: „Nú ráðum við! Aðrir flokkar komast ekki í stjórn á næstu árum,“ er ekki traustvekjandi. Ekki heldur sá sem segir með þótta: „Ég ræð!,“ þegar mál- efni viðkomandi ráðuneytis eru til umfjöllunar. Svona getur fólk talað í saumaklúbbum og heima hjá sér, en það er býsna mikil gengisfelling á ráðherra í ræðustól sem vill láta taka sig alvarlega. Um leið má kannski taka ofan fyrir viðkomandi fyrir að vera ekki að fela valdagleðina. Viðurkenna þannig að hann er sjálfur gagntekinn af því sem hann sakar aðra um. Og það má ríkisstjórnin eiga að hún hefur ekki farið í felur með hvað það er sem bindur hópinn saman. Við hverja þúfu sem hefur orðið á leið hennar hafa for- ystumenn hennar staldrað við og horft einbeittir og alvöru- gefnir í myndavélar fjölmiðla- manna og fullvissað þjóðina um að hvað sem í skærist færi ríkisstjórnin ekki frá. Því mætti treysta. Er nýtt endilega betra? Umræðan um nýtt fólk til ábyrgðar er á sveimi hér og þar. Árin fyrir hrun var mikil stemning fyrir nýju fólki. Ungu fólki. Og það var skipt út með hraði í ýmsum stofn- unum til að virkja þróttinn og menntunina. Allir vita hvernig það fór. Nýtt er ekki endilega betra. Það sem okkur gengur svo illa að skilja er að manneskj- an er alls staðar eins. Ákveðn- ar aðstæður kalla fram eitt- hvað sem blundar í hverjum og einum. Stundum skapandi kraft og nýja sýn á tilveruna, og stundum oflæti sem getur freistað þeirra sem veikir eru fyrir til misnotkunar á valdi. Í slíkri stöðu gleyma sumir að þessi staða er tímabundin. Kápa sem maður klæðist um tíma og leggur svo frá sér, og því varasamt að samsama sig tímabundnu stöðuheiti. Fyrir tíma prófkjaranna var meiri breidd í þingliðinu en nú er. Þingmenn voru á öllum aldri, með þekkingu og reynslu á því sem máli skipti, landbún- aði, sjávarútvegi, iðnaði, list- um, menningu og íþróttum, og skildu lögmál atvinnulífsins. Þetta var ekki endilega fólk sem sóttist eftir að komast á þing, kannski fólk sem aðrir sóttust eftir að fá þangað. Sitjandi ríkisstjórn virðist vilja hafa vit fyrir almenn- ingi, sem er reyndar einkenni á vinstri stjórnum. Við þurfum því að vera á vaktinni. Ef við værum svipt frelsinu fyrir- varalaust myndum við finna fyrir því og veita viðnám, en þegar ríkisforsjánni er smeygt á okkur smám saman tökum við ekki eftir því fyrr en ekki verður aftur snúið. Kannski erum við nú þegar skref fyrir skref að afsala okkur frelsi í skiptum fyrir forsjá, án þess að taka eftir því. Þeir sem komast til valda og ráða ferðinni í krafti stjórn- mála eru kannski einstaklingar sem lítið eða ekkert vit hafa á atvinnulífinu. Og það eru þess- ir menn sem setja atvinnulíf- inu starfsskilyrði. Atvinnusaga landsins er vörðuð einkafram- taksmönnum sem með dirfsku og framsýni lögðu allt undir í uppbyggingu atvinnulífsins og brautryðjendastarfi á ýmsum sviðum. Engar félagslegar lausnir koma í staðinn fyrir slíka menn. Boð og bönn eru úrræði úrræðaleysisins. Úrræði úrræðaleysisins Jónína Michaelsdóttir blaðamaður Í DAG Árin fyrir hrun var mikil stemning fyrir nýju fólki. Ungu fólki. Og það var skipt út með hraði í ýmsum stofnunum til að virkja þróttinn og menntunina. Allir vita hvernig það fór. AF NETINU Merkileg yfirlýsing Forvitnilegar verslanir, vinalegt afgreiðslufólk, notaleg veitingahús og fjölbreytileiki mannlífsins er meðal þess sem gerir miðborgina jafn fjölsótta og hún er. Ungfreyjukórinn Jólasystur skemmtir víðs vegar í dag frá kl.15. Þær byrja í Kvosinni og stefna upp á við og verða í Jólabænum á Hljómalindarreit kl. 16:00. Jólasveinninn Hurðaskellir heldur uppi stemningu í Jólabænum frá kl. 15:30 og fær í heimsókn góða gesti. Auk Jólasystra kl. 16:00 koma nýsjálensku hálfbræðurnir Bjarni Töframa›u fram með frumsamin lög kl. 16:30, Copy & Paste kl. 17:15 og Captain Cook kl. 18:00. Miðborgin okkar - aðeins svalari Þú finnur frumlegar og öðruvísi jólagjafir í miðborginni, kakó- og hnetuilm og glaðlega jólastemningu, söng og skemmtun!!! ungbarna húfa og vettlingar barna húfa, trefill og vettlingar Verð: 7.800 kr. Stærðir: 62- 86 Verð: 2.900 kr./ stk. Stærðir: 1- 2 Verð: 3.800 kr./ stk. Stærðir: 1- 2 - 3 KJÓI KJÓI IÐUNN ungbarna peysa Hlý og notaleg hneppt peysa fyrir þau yngstu úr sérstaklega fíngerðri 100% Merino ull. Kláðafrí ull. Hlýir og mjúkir aukahlutir fyrir ungabörn úr sérlega fíngerðri 100% Merino ull. Kláðafrí ull. Hlýir og mjúkir aukahlutir fyrir börn úr sérlega fíngerðri 100% Merino ull. Kláðafrí ull. 100% Extrafi ne Merino ull 100% Extrafi ne Merino ull 100% Extrafi ne Merino ull FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI HALLDÓR BALDURSSON Meiri Vísir. Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Yfirlýsing Ólafs Ragnars um að hann muni ákveða hvort hann skrifar undir Icesavelögin í lok janúar er nýmæli. Aldrei áður hefur forseti gefið í skyn að hann muni hugs- anlega ekki samþykkja lög áður en Alþingi hefur svo mikið sem byrjað umræður um þau. Í framhaldi af þessu getur maður spurt hvort ekki sé einfaldast fyrir Jóhönnu og Steingrím að fara á Bessastaði, ræða við Ólaf og spyrja hvað þurfi til að hann gefi sam- þykki sitt – eða hvaða líkur séu á því? Hvað sem mönnum finnst, þá er ljóst að þetta er ný staða í íslenskri stjórnskipan. Ólafur höndlar embætti sitt með allt öðrum hætti en forverar hans. Þingræðið sem hefur verið meginreglan í stjornskipuninni fer minnkandi – en að sama skapi aukast völd þjóðhöfðingjans. Þetta hefur gerst fyrir rammleik Ólafs Ragnars sjálfs – og það er greinilegt að hann telur sig eiga að halda áfram á þeirri braut. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig stjórnlagaþing tekur á þessu, því þarna eru mál sem vissulega þarf að skýra. silfuregils.eyjan.is Egill Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.