Fréttablaðið - 21.12.2010, Blaðsíða 16
21. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR
ICELANDAIR GROUP
HLUTAFJÁRÚTBOÐ
Reykjavík, 21. desember 2010.
Í lýsingu Icelandair Group kt. 631205-1780 („félagið“), sem samanstendur af útgefanda-
lýsingu dagsettri 28. október 2010, verðbréfalýsingu og samantekt dagsettum 7. desember
2010, sem útbúin var í tengslum við yfirstandandi almennt útboð, koma fram upplýsingar sem
félagið hefur nú uppfært.
Í kafla 27.2 í útgefandalýsingu félagsins frá 28. október 2010, eins og hún var uppfærð með
verðbréfalýsingu dagsettri 7. desember 2010, kemur fram að samningsfyrirvarar sem tengjast
fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins ættu að verða uppfylltir þann 15. desember 2010.
Félaginu varð ljóst að ekki næðist að ljúka þessum samningsfyrirvörum á tilsettum tíma og var
því ákveðið að útbúa viðauka við fyrrgreinda lýsingu félagsins. Í viðaukanum kemur fram að
búist er við að þessum samningsfyrirvörum verði lokið í enda janúar 2011. Viðaukinn birtist
þann 20. desember 2010.
Athygli er vakin á því að þeir einstaklingar eða lögaðilar sem hafa skráð sig fyrir nýjum bréfum
í félaginu í yfirstandandi almennu útboði hafa rétt til að afskrá sig, sbr. 2. mgr. 46. gr. laga nr.
108/2007. Heimild til að afskrá sig gildir í tvo virka daga frá birtingu viðaukans. Þeir sem óska
eftir að afskrá sig geta nálgast viðeigandi eyðublað á www.isb.is/icelandair eða sett sig í
samband við Eignastýringu Íslandsbanka í s: +354-440-4920.
Almennt hlutafjárútboð Icelandair Group á 500 til 1.059 milljónum nýrra hluta í félaginu hófst
klukkan 10.00 þann 8. desember og lýkur fimmtudaginn 23. desember klukkan 16.00.
Í tilkynningu frá Icelandair Group þann 7. desember kom fram að engir nýir hlutir verði boðnir
til kaups ef tilboð í færri en 500 milljónir hluta berast. Útboðsgengið verður 2,5 kr. á hlut.
Einungis er hægt að greiða fyrir hluti með reiðufé í íslenskum krónum. Allir nýir hlutir eru í
sama flokki. Hlutirnir gefa allir sömu réttindi og eru sambærilegir við eldri hluti að öllu leyti.
Viðaukinn var birtur á samskonar hátt og lýsingin og verður aðgengilegur á heimasíðu
félagsins www.icelandairgroup.com/prospectus og einnig á skrifstofu félagsins á
Reykjarvíkurflugvelli 101 Reykjavík, í 12 mánuði frá dagsetningu viðaukans.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
5
28
73
1
2/
10
GROUP
STJÓRNSÝSLA Lög um flutning mál-
efna fatlaðra frá ríkinu til sveit-
arfélaga voru samþykkt á laugar-
dag – lokastarfsdegi Alþingis fyrir
jól.
Flutningurinn hefur verið lengi
í bígerð en lagasetningin var loka-
hnykkur vinnu sem hófst í febrú-
ar 2007 að frumkvæði sveitar-
félaganna.
Undirbúning málsins má rekja
aftur til 1996 þegar þingið ákvað
að stefna bæri að yfirfærslunni.
Fjórum árum síðar sigldi verkefn-
ið í strand og lá óhreyft í sjö ár.
Samkvæmt greinargerð frum-
varpsins um flutninginn varðar
hann um 2.500 einstaklinga sem
fá þjónustu vegna fötlun sinnar.
Að sögn Guðmundar Magnússon-
ar, formanns Öryrkjabandalags
Íslands, er þó um fleiri að tefla
því ekki hafi allir fatlaðir notið
þjónustu á vegum svæðisskrifstofa
um málefni fatlaðra.
Vegna flutningsins færast um
1.500 starfsmenn í rúmlega 1.000
stöðugildum frá ríkinu til sveitar-
félaga.
Við þessa ákvörðun hefur skipt-
ing tekna milli ríkisins og sveitar-
félaganna verið endurskoðuð. Fær-
ast rúmlega tíu milljarðar króna af
skatttekjum til sveitarfélaga.
Þjónustuþættir sem sveitarfélög-
in taka yfir eru sambýli, áfanga-
staðir, liðveisla, hæfingarstöðv-
ar, dagvistarstofnanir, verndaðir
vinnustaðir og atvinna með stuðn-
ingi, heimili fyrir börn og skamm-
tímavistanir. Áfram hjá ríkinu
verða náms- og starfsendurhæf-
ing, Tölvumiðstöð fatlaðra, Múla-
lundur, Blindravinnustofan og
vinnustaðir Öryrkjabandalagsins.
bjorn@frettabladid.is
Sveitarfélögin
taka yfir mál-
efni fatlaðra
Sveitarfélögin taka yfir þjónustu við fatlaða um
áramót. Fjórtán ár eru frá samþykkt fyrstu laga um
flutning málaflokksins. Tíu milljarðar af skatttekj-
um færast frá ríkinu til sveitarfélaga.
Á LEIÐ Í STRÆTÓ Umfangsmiklar breytingar verða á starfsemi sveitarfélaga með
flutningi málefna fatlaðra til þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags-
ins, telur yfirfærsluna ekki nægilega vel undirbúna. Í
umsögn ÖBÍ eru gerðar athugasemdir við fjölda atriða,
meðal annars að réttindagæsla sé með sóma, lögfest
verði að fjármagn fylgi einstaklingum og að samráð
við hagsmunasamtök verði bundið í lög. Að auki segir
Guðmundur það sína skoðun að réttast hefði verið að
fresta yfirfærslunni um eitt ár. „Það þarf að endurskoða
heildarlöggjöf um málaflokkinn og ég hefði viljað að
það hefði verið gert áður en til flutningsins kæmi. Sama
á við um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi
fatlaðs fólks.“
Guðmundur segir að hvað sem þessum skoðunum hans líði og umsögn
ÖBÍ muni bandalagið vinna af heilindum með sveitarfélögunum að yfir-
færslu málaflokksins. „Við munum leggja okkur fram um að þetta gangi vel
fyrir sig og höfum ráðið sérstakan starfsmann til að sjá um það. Sveitarfé-
lögin virðast ætla að vanda sig og ég vil til dæmis hrósa þeim fyrir að senda
starfsfólk á námskeið í fötlunarfræðum.“
Hefði viljað fresta þessu um eitt ár en
munum vinna með sveitarfélögunum
GUÐMUNDUR
MAGNÚSSON
DANMÖRK Fjöldahandtökur lögregl-
unnar í Kaupmannahöfn vegna mót-
mæla á loftslagsráðstefnunni fyrir
ári voru ólögmætar.
Héraðsdómur í Kaupmannahöfn
komst að þessari niðurstöðu fyrir
helgi. Lögreglan handtók 905
manns í fjöldamótmælunum hinn
12. desember í fyrra. Hendur fólks
voru bundnar með plastböndum
í stað handjárna. Fólkið þurfti að
sitja í röðum á götu í allt að fjórar
klukkustundir. Dómstóllinn segir
að aðstæður fólksins hafi verið nið-
urlægjandi og því brot á Mannrétt-
indasáttmála Evrópu. Lögreglan var
dæmd til að greiða þeim 250 manns
sem kærðu handtökurnar skaðabæt-
ur. Lögreglan hyggst áfrýja. - þeb
Dómur fellur vegna framferði dönsku lögreglunnar:
Ólöglegar handtökur
FRÁ MÓTMÆLUNUM Í stað handjárna
voru hendur mótmælenda festar með
plastböndum. NORDICPHOTOS/AFP