Fréttablaðið - 21.12.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 21.12.2010, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 21. desember 2010 Brasilískt vax, þar sem öll skapa- hár eru fjarlægð, er orðið ein vin- sælasta vaxmeðferðin sem boðið er upp á á snyrtistofum. Þetta kemur fram hjá fjórum snyrtifræðing- um sem Fréttablaðið hafði sam- band við. „Algengasta vaxið hjá okkur er brasilískt og leggir,“ segir Stein- unn Óladóttir snyrtifræðimeist- ari hjá Cera snyrtihúsi á Stórhöfða. Hún segir konur í meirihluta þeirra sem sæki vaxmeðferðir en þó séu alltaf einhverjir karlar inni á milli, líka í brasilískt vax. Þá sé fólkið sem sæki í vaxmeðferðir á öllum aldri. „En er fólk ekkert feimið í brasilíska vaxinu?“ „Nei, þetta er eins og hver önnur með- ferð, það er ekki hægt að vinna þetta öðruvísi,“ segir Steinunn. Á snyrtistofunni Helenu fögru á Laugavegi 163 er svipaða sögu að segja. Vinsælustu vaxmeðferðirn- ar eru vax á augabrúnum, fótum, undir höndum, bikiní og brasilískt vax. „Brasilíska vaxinu fylgja aukin þægindi, konur þurfa ekki lengur að raka sig annan hvern dag og svo er þetta orðið aðeins sársaukaminna með komu gúmmí- vaxins sem er eingöngu notað í brasilískt vax,“ segir Brynhildur Jakobsdóttir snyrtimeistari en svipað vax er einnig notað á hinum snyrtistofunum. Brynhildur segist af og til fá fyrirspurnir frá körl- um um brasilískt vax en ekki sé boðið upp á þá meðferð fyrir karla hjá Helenu fögru. Hins vegar hafi aukist að karlmenn láti vaxa bak, bringu og handleggi. Á Snyrtistofu Nordica spa er algengasta vaxið upp að hné, vax upp í nára svo og brasilískt vax. Bára Benediktsdóttir snyrtifræð- ingur segir ungar konur aðallega sækja í brasilíska vaxið en ann- ars sæki mjög breiður aldurshóp- ur í vaxmeðferðir. Karlar eru ekki teknir í brasilískt vax á Nordica en þeir sækja í auknum mæli eftir vaxi á baki og bringu. Aðalheiður Ósk Þorleifsdóttir, snyrtimeistari hjá Mecca spa, segir algengustu vaxmeðferðirn- ar vera vax á augabrúnum en ann- ars brasilískt og vax upp að hné og undir höndum. „Konur eru sjaldn- ast feimnar,“ segir hún. Mecca spa hafa borist fyrirspurnir frá körlum um brasilískt vax en býður ekki upp á meðferðina fyrir karlmenn. Algengasti aldur þeirra kvenna sem sækja í brasilískt vax er frá 19 til 30 ára. „En við höfum fengið konur alveg upp í sextugt,“ segir Aðalheiður og bætir við að brasil- íska vaxið sé komið til að vera. solveig@frettabladid.is Brasilískt eitt vinsælasta vaxið Brasilískt vax er ein algengasta vaxmeðferðin í dag. Konur eru í meirihluta þeirra sem sækja slíka meðferð en ekki bjóða allar stofur upp á slíkt vax fyrir karla. „Engin feimni meðal starfsfólks eða við- skiptavina,“ segja snyrtifræðingar sem Fréttablaðið ræddi við. Ungar konur sækja aðallega í brasilískt vax. Karlar fá ekki þjónustu alls staðar en áhugi þeirra á slíku vaxi hefur aukist. NORDICPHOTOS/GETTY Vatnsmelónur eru til ýmissa hluta nytsamlegar. Með því að bera kjöt vatnsmelónu í andlitið og láta það liggja í fimmtán mínútur er lofað hressilegra og unglegra útliti. www.medindia.net/beauty PEYSUR 25% afsláttur til jóla PEYSUR 25% afsláttur til jóla Kringlan/smáralind FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? Stærsti frétta- og afþreyingarvefur landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.