Fréttablaðið - 21.12.2010, Page 12

Fréttablaðið - 21.12.2010, Page 12
12 21. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR Mikill meirihluti þeirra sem buðu sig fram til stjórnlagaþings, ríflega 79 prósent, ætlaði að eyða 25 þúsund krónum eða minna í kosningabaráttuna. Afgerandi meirihluti, um 94 prósent þeirra sem svöruðu könnun um kosn- ingabaráttuna, ætlaði að eyða 100 þúsund krónum eða minna. Einhverjir eyddu þó hærri upphæðum. Í könnun Birgis Guð- mundssonar segjast þrír frambjóð- endur ætla að eyða á bilinu 250 þúsund til 500 þúsund krónum í baráttuna. Einn ætlaði að eyða á bilinu 500 þúsund til ein milljón. Einn ætlaði að eyða á bilinu ein til tvær milljónir og einn sagðist ætla að eyða meira en tveimur milljónum króna. Samkvæmt lögum um stjórnlagaþingið máttu frambjóðendur ekki eyða meiru en tveimur milljónum króna. Allir frambjóðendur verða að gera Ríkisendurskoðun grein fyrir fjár- útlátum sínum í baráttunni. Fáir eyddu meira en 100 þúsund krónum STJÓRNLAGAÞING Vandræði hefð- bundinna fjölmiðla við að fjalla um þann mikla fjölda fólks sem bauð sig fram til stjórnlagaþings þýddu að frambjóðendurnir urðu að leita annarra leiða til að kynna sig. Samkvæmt nýrri rannsókn notuðu þeir einna helst netið til að reyna að kynna sig fyrir kjós- endum. Samkvæmt rannsókn sem unnin er af Birgi Guðmundssyni, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, lék samskiptasíðan Facebook stórt hlutverk í kosn- ingunum. Birgir lét gera könnun meðal frambjóðenda þar sem þeir voru spurðir um kynningarmál og fjöl- miðla. Alls svöruðu 365 af 522 frambjóðendum könnuninni, sem gerð var á síðustu viku kosninga- baráttunnar. Af þeim sem svöruðu sögðu tveir þriðju að Facebook hefði spilað stóran þátt í þeirra kynningu. Um fimmtungur svarenda sagði sam- skiptavefinn hafa átt lítinn þátt í þeirra kynningarstarfi. Af þeim sem á annað borð not- uðu Facebook sögðust um 62 pró- sent hafa sett eina eða fleiri færsl- ur á dag inn á vefinn á lokaspretti kosningabaráttunnar. Nær allir þeirra frambjóðenda sem svöruðu könnuninni sögðust ætla að fara í fimm mínútna við- tal sem RÚV bauð frambjóðendum upp á. Rúmlega 70 prósent sögðust skrifa greinar á netmiðla og 57 prósent blogguðu á eigin vefsíðu. Sjö af hverjum tíu af þeim sem svöruðu könnuninni sögðust ekki ætla að auglýsa neitt í kosninga- baráttunni. Ríflega fimmti hver keypti auglýsingu á Facebook og fimmtán prósent keyptu dreifi- miða til að bera í hús. Af þeim 365 frambjóðendum sem svöruðu könnuninni sögðust 24 hafa keypt eða ætla að kaupa auglýsingu eða auglýsingar í dag- blaði. Sex auglýstu í sjónvarpi og fimm í útvarpi. brjann@frettabladid.is Facebook mikilvæg fyrir frambjóðendur Samskiptasíðan Facebook spilaði stórt hlutverk hjá tveimur af hverjum þremur frambjóðendum til stjórnlagaþings. Sjö af hverjum tíu keyptu ekki auglýsingar. Kostnaður afgerandi meirihluta frambjóðenda var undir 100 þúsund krónum. FULLTRÚAR Rannsókn á baráttu frambjóðenda til stjórnlagaþings var gerð áður en úrslit voru ljós og var því engar upplýsingar að hafa um þá frambjóðendur sem náðu kjöri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ég vil hjálpa með 100 krónum á mánuði. Ég skrái mig með SMS- skilaboðunum FHI í síma 1900 og eftir það styrki ég Fjölskylduhjálp Íslands með 100 krónum á mánuði. Viðkomandi fær svo sent eitt SMS á mánuði sem kostar 100 krónur sem færist á símareikning um hver mánaðarmót. Öll símafyrirtækin gefa sína þjónustu. P IP A R \T B W A - S ÍA Njóttu öryggis Mikið úrval slökkvitækja og öryggisbúnaðar VEFVERSLUN Fallegar gjafaumbúðir Hentar öllum Gildir hvar sem er Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Gjafakortið sem gildir alls staðar Þú velur upphæðina en viðtakandinn velur gjöfina. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 79920 des. Heimsmet Ætlum okkur að selja 5 tonn af skötu. Ekta Þorláksmessu SKATA Humarsoð Hornarfirði Jón Sölvi kokkur sér um kynninguna Innbakaður Humar Skelflettur Humar Stór Humar Súpuhumar kr./kg. Sendum/seljum í mötuneyti 20 .– 21 . d es . Au glý sin ga sím i SAMGÖNGUR Allir Hafnfirðingar yfir 67 ára aldri munu áfram eiga kost á að fá frímiða í strætisvagna þrátt fyrir boðaða hækkun aldurs- viðmiða Strætó bs. Eins og fram kom í frétt blaðs- ins um helgina ákváðu eigendur Strætó bs. að kröfu Reykjavíkur- borgar að hækka viðmið vegna afsláttar eldri borgara úr 67 árum í 70. Við það hækkar verð á stakri ferð einstaklinga á aldrinum 67 til 69 ára úr 80 krónum upp í 350, nema hjá Hafnfirðingum. Þar hefur viðgengist að eldri borgarar fá strætómiða á þjón- ustumiðstöð bæjarins án endur- gjalds. Til að eiga kost á slíku þarf að framvísa vildarkorti sem bær- inn gefur út til allra íbúa 67 ára og eldri. Hafnfirðingar eru einir með slíkt fyrirkomulag, en ekkert hinna sveitarfélaganna í byggða- samlaginu um strætisvagnarekst- urinn er með sértækar lausnir fyrir eldri borgara. Framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík gagnrýndi hækkun viðmiðunaraldurs og sagði afsláttinn tilkominn vegna þess að fólk færi jafnan á ellilífeyri 67 ára með tilheyrandi tekjutapi. - þj Eldri borgarar í Hafnarfirði sleppa við hækkun fargjalda: Bara Hafnfirðingar fá frítt í strætó EKKI FÁ ALLIR AFSLÁTT Hafnfirðingar frá aldrinum 67 ára ferðast með strætis- vögnum án endurgjalds. Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið á höfuðborgar- svæðinu með slíkt fyrirkomulag. FÓLK Friðarganga verður geng- in niður Laugaveginn í 31. sinn á Þorláksmessu. Samstarfshóp- ur friðarhreyfinga stendur fyrir blysförinni sem fyrr. Safnast verður saman á Hlemmi, þar sem kyndlar verða seldir, og lagt af stað klukkan 18. Geng- ið verður niður á Ingólfstorg, þar sem ávörp og söngatriði verða flutt. Steingerður Hreinsdóttir flytur ávarp og Árni Pétur Guð- jónsson verður fundarstjóri. Söng- fólk úr Hamrahlíðarkórnum og kór MH mun syngja. - þeb Gengið niður Laugaveginn: Friðarganga á Þorláksmessu ÖNGÞVEITI Á FLUGVELLI Mikið öng- þveiti hefur verið á Charles de Gaulle- flugvellinum í Frakklandi undanfarið, líkt og á fleiri flugvöllum í Evrópu. Um þrjátíu prósentum flugferða á Charles de Gaulle var aflýst í gær. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.