Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2010, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 21.12.2010, Qupperneq 24
24 21. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Í drögum að breytingum á lögum um náttúruvernd, sem umhverfisráðherra hefur lagt fram til kynningar, eru lagðar til miklar og strangar takmarkanir meðal annars á skógrækt og landgræðslu. Það má raunar fremur lesa það á milli línanna en að það sé sagt beinum orðum, en tillögurnar gera ráð fyrir að öll notkun erlendra trjá- og plöntutegunda við skógrækt og land- græðslu verði háð ströngum skilyrðum og mikilli skriffinnsku og umhverfisráðherra geti lagt við henni blátt bann. Skilgreiningarnar í frumvarp- inu lúta að því að skilgreina allar tegundir, sem menn hafa flutt til landsins, sem annars flokks. Þannig eru lífverur sem koma náttúrulega fyrir í vistkerfum landsins skilgreindar sem „lífver- ur sem hér voru til staðar við landnám og lífverur sem síðan hafa borist til landsins af eigin rammleik og haslað sér völl í lífríki þess án íhlutunar manna“. Í tilviki plantnanna er miðað við útgáfu Flóru Íslands frá 1948, þ.e. áður en innflutningur margvíslegra erlendra plöntutegunda hófst að ráði. Þetta bendir til að frumvarpshöfundar vilji helzt hafa gróðurfar á Íslandi eins og það var fyrir sextíu árum. Ekki virðist heldur mikið gert úr því þrotlausa starfi sem skóg- ræktarfélögin hafa unnið áratugum saman, mikið til með erlend- um trjátegundum, sem hafa stórbætt land- og lífsgæði á Íslandi. Þannig segir í frumvarpinu: „Land sem er þaulræktað, svo sem tún, akrar eða skógræktarsvæði sem í hefur verið plantað framandi trjátegundum, telst ekki náttúrulegt.“ Skógrækt ríkisins, ein af undirstofnunum umhverfisráðuneytisins, lízt augljóslega ekki á tillögurnar og spyr á heimasíðu sinni hvort menn vilji banna skógrækt. Þar er skógræktarfólk hvatt til að kynna sér frumvarpsdrögin og segja sitt álit. Stöð 2 sagði frá málinu í gær og ræddi við Aðalstein Sigurgeirsson, forstöðumann Rannsóknar- stöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Aðalsteinn segir „ströngustu hreintrúarmenn í náttúrufarsmálum“ ráða för við frumvarpssmíð- ina og úr drögunum megi lesa að þar séu „mikil öfgasjónarmið“ ríkjandi. Þetta er kannski djúpt í árinni tekið, en svo mikið er víst að hér eru á ferð róttæk sjónarmið, í bókstaflegri merkingu þess orðs. Við frumvarpssmíðina virðist hafa verið tekin afstaða gegn því mikla og merkilega átaki, sem gert hefur verið í landgræðslu og skógrækt undanfarna áratugi, meðal annars með því að finna erlendar trjá- og plöntutegundir sem henta vel íslenzkum aðstæðum. Þessar hugmynd- ir eru af sama toga og ofsóknirnar gegn hinni frábæru landgræðslu- jurt, lúpínunni, sem umhverfisráðherra beitir sér nú fyrir. Undarlegast af öllu er að þessar tillögur skuli settar fram í nafni líffræðilegar fjölbreytni, því að ef þær ná fram að ganga munu þær augljóslega valda meiri fábreytni í flóru Íslands. Það er full ástæða fyrir hinn stóra hóp landgræðslu- og skógræktarfólks, sem vill lífríki Íslands vel, til að láta í sér heyra vegna þessara hugmynda. HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Capacent spurði borgarbúa í október hvaða þjónustu Reykjavíkurborg þyrfti helst að bæta. Það atriði sem flestir nefndu var að það þyrfti að bæta almenningssamgöngur, tæp 16%. Ég hef ekki séð neina umfjöllun um þessar merkilegu niðurstöður. Meira en þúsund Reykvíkingar voru í úrtakinu og 77% svöruðu. Númer tvö á listanum yfir þjónustu sem Reykjavíkurborg þyrfti helst að bæta var þjónusta við eldri borgara. Númer þrjú var svo: „Göngu-/hjólastígar/stuðningur við bíllausan lífsstíl.“ Tæp 13% nefndu það. Það eru þess vegna heldur kaldar kveðjur sem meirihlutinn í Reykjavík sendir borg- arbúum með því að skera niður þjónustu Strætó. Hækkun á fargjöldum og lélegri þjónusta er það sem borgarbúar fá, jafnvel þótt þeir séu á sama tíma látnir borga meira í sameiginlega sjóði Reykjavíkur. Þessi meiri- hluti lofaði því í málefnasamningi að „efla almenningssamgöngur og auka tíðni“. Í kosningaloforðum Samfylkingarinnar í vor sagði: „Strætisvagnar eiga að ganga á 10 mínútna fresti á álagstímum. Þeir ganga alla daga ársins.“ Ekkert hefur verið gert til að uppfylla þessi loforð, heldur eru fram- lög til Strætó verulega skorin niður í fyrstu fjárhagsáætlun þessa sama flokks. Þeir fáu dagar sem akstur hefur verið felldur niður eru áfram strætólausir, þótt Samfylkingin hafi komist til valda. Síðast þegar Samfylkingin var í meirihluta í Reykjavík, í R-lista brallinu, var stöðugt talað um betri almenningssamgöngur. En mikill munur var á orðum og efndum. Á þeim tíma versnaði nefnilega þjónusta Strætó og farþegum fækkaði sífellt. Undanfarið hafa hins vegar vaknað vonir um að þetta væri að breytast. Fleira fólk nýtir sér nú Strætó, þjónustan hefur batn- að með auknum forgangi í umferðinni, góðu viðmóti vagnstjóra, merktum biðskýlum og nemakortum fyrir námsmenn, svo fátt eitt sé nefnt. Borgarbúar átta sig vel á mikil- vægi almenningssamgangna, líka þeir sem ekki nota þær. Hver og einn fullur Strætó í morgunumferðinni er í raun að fækka bílum á götunni um 60-70, miðað við að notendur hans væru ella akandi. Það er auðvelt að sjá fyrir sér hversu slæmt ástandið væri á götunum ef Strætó nyti ekki við. En einmitt þegar jákvæð teikn virðast á lofti ákveður meirihlutinn í Reykjavík að ganga á bak orða sinna og skerða þjónustu Strætó. Lofaði Samfylkingin líka að svíkja öll loforðin sín? Lofaði Samfylking að svíkja? Borgarmál Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Rýnt í Árna Út er komið nýtt hefti öndvegisritsins Þjóðmála. Þar kennir ýmissa grasa, en meðal þess allra bitastæðasta er dómur um bókina Árni Matt – Frá bankahruni til byltingar, eftir Árna sjálfan og Þórhall Jósepsson. Það er sannarlega þarft verk að rýna í bækur sem umdeildir menn skrifa um sjálfa sig og ritstjórinn Jakob F. Ásgeirsson hefur því feng- ið einvala mann í verkið: Einar K. Guðfinnsson, sem sat í ríkisstjórn með Árna í fjögur ár og var þar áður formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins. Árni upptekinn? Í fljótu bragði kemur aðeins einn maður upp í hugann sem hefur betri forsendur en Einar til að meta bók- ina. Það er Árni M. Mathiesen sjálfur. Hann hefur líklega verið upptek- inn þegar Jakob hringdi. Forföll til styrkingar Í ljós hefur komið að varamaður Þráins Bertels- sonar á þingi, Katrín Snæhólm Baldurs- dóttir, styður ekki ríkisstjórnina. Það þarf ekki að koma á óvart, enda bauð hún sig fram fyrir Borgarahreyfinguna. Þetta þýðir hins vegar að Þráinn má ekki forfallast án þess að hætta á að stjórnarmeirihlutinn falli. Þeim sem óttast þetta ástand er kannski huggun í því að varamenn Atla Gíslasonar, Ásmundar Einars Daðasonar og Lilju Mósesdóttur buðu sig allir fram fyrir Vinstri græna og styðja því líklega stjórnina. Ef þremenn- ingarnir forfallast ætti stjórnarmeirihlutinn því að styrkjast. stigur@frettabladid.is Tillögur um takmörkun á skógrækt eru af sama toga og ofsóknirnar gegn lúpínunni. Fábreytni í nafni fjölbreytni?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.