Fréttablaðið - 21.12.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.12.2010, Blaðsíða 8
8 21. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1. Hver er varaþingmaður Þráins Bertelssonar? 2. Hvað hefur Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður skorað mörg mörk á tímabilinu? 3. Hvað hefur lögreglan á Suðurnesjum tekið mikið af fíkniefnum á árinu? SVÖR: 1. Katrín Snæhólm Baldursdóttir 2. Sex 3. 65 kíló Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Heimilistæki, ljós og símar í miklu úrvali. Girnileg jólatilboð. Líttu inn. Við tökum vel á móti þér. Smith & Norland gleður þig um jólin. A T A R N A fyrir ★★★★ SÝRÓPSMÁNINN EFTIR EIRÍK GUÐMUNDSSON Fréttablaðið „Textinn er eins og hunang ... fullur af ógleymanlegum myndum, óvæntum vísunum og glænýrri sýn á raunveruleikann.“ – Friðrika Benónýsdóttir, Fréttablaðið Eiríkur Guðmundsson hlaut í gær viðurkenningu úr Rithöfundasjóði RÚV. „Sýrópsmáninn er ótrúleg bók. Textinn er dása mlegur, hnyttinn, djúpu r...“ Grímur Atlason, Miðjan.is ★★★★ „Textinn er kraftmikill og ljóðrænn.“ Skafti Halldórsson,Morgunblaðið „Fallegt, hugmyndaríkt, ljóðrænt ...“ Páll Baldvin, Kiljunni BRETLAND, AP Tólf menn voru handteknir í Bretlandi snemma morguns í gær. Mennirn- ir eru grunaðir um að hafa skipulagt hryðju- verkaárásir í landinu. Mennirnir eru á aldrinum 17 til 28 ára, fimm eru frá Cardiff, fjórir frá Stoke og þrír frá London. Fregnir herma að einhverjir hinna handteknu séu frá Bangladess. Allir voru þeir handteknir á eða við heim- ili sín, nema einn sem var handtekinn í Birmingham. Þeir voru handteknir af óvopn- uðum lögreglumönnum, sem þykir benda til þess að ekki hafi verið talið líklegt að menn- irnir myndu fremja árásir á næstunni. Lögregla hefur litlar upplýsingar gefið um málið og segir rannsókn þess á frumstigi. Fylgst hafði verið með mönnunum í nokkrar vikur og í tilkynningu kemur fram að nauð- synlegt hafi verið talið fyrir þjóðaröryggi að handtaka mennina nú. Ekki er talið að þeir tengist hryðjuverka- árásinni í Stokkhólmi fyrir skemmstu, en árásarmaðurinn hafði búið í Englandi. Í kjöl- far þeirrar árásar var því haldið fram að al Kaída stæði fyrir mörgum árásum á evr- ópsk og bandarísk skotmörk í kringum jólin. Þessu hafa yfirvöld í Bretlandi og Þýska- landi hafnað. - þeb Tólf menn grunaðir um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir í Bretlandi: Handteknir vegna gruns um hryðjuverk Í STOKE Lögreglukona fer inn í eitt húsanna sem leitað var í í borginni Stoke vegna meintu hryðjuverkamann- anna í gær. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Mennirnir þrír sem frömdu vopnað rán á Selfossi fyrir rúmri viku eru allir komnir í fangelsi. Tveir af þeim hafa verið úrskurð- aðir í héraðsdómi til að ljúka afplán- un dóma sem þeir höfðu áður feng- ið. Þeir voru báðir á reynslulausn. Sá þriðji, Emil Freyr Júlíusson, var dæmdur í tveggja ára fang- elsi í Hæstarétti í síðustu viku fyrir fjölda brota og er byrjaður að afplána sinn dóm. Við rannsókn málsins kom fram að tveir þessara manna, Emil Freyr ásamt öðrum, höfðu framið annað rán nokkrum dögum áður en þeir létu til skarar skríða laugardaginn fyrir viku. Það rán átti sér einnig stað á Selfossi og leikur grunur á að þar hafi þeir einnig ógnað hús- ráðanda, sem var einn heima, með hnífum eins og í síðara skiptið. Hús- ráðandi í fyrra málinu varð svo ótta- sleginn eftir hótanir mannanna að hann þorði ekki að kæra. Þeir hrifs- uðu með sér tölvur og tölvubúnað sem þeir fundu á heimilinu. Mennirnir tveir sem dæmdir hafa verið til að ljúka afplánun refs- ingar sinnar sættu áður gæsluvarð- haldi. Annar þeirra átti óafplánaða 156 daga, en hinn 255 daga. Vonir standa til að rannsókn ljúki á næstu dögum og málið verði þá sent ákæruvaldi til frek- ari ákvörðunar. - jss SELFOSS Mennirnir brutust tvisvar inn á heimili á Selfossi og rændu fólkið sem þar bjó. Fórnarlamb þorði ekki að kæra tvo menn af þremur sem rændu hann: Þrír ræningjar komnir í fangelsi FÓLK „Það var svolítið erfitt að læra á þessi forrit en mjög gaman,“ segir Adrian Sölvi Ingimundarson, þrett- án ára rithöfundur. Adrian er búinn að skrifa, myndskreyta og brjóta um tvær barnabækur sem eru komnar í sölu. Hann lærði á Adobe Photoshop og InDesign frá grunni og setti bækurnar sjálfur upp með þeim forritum. „Ég fékk hugmynd- ina að fyrstu bókinni þegar ég var í göngutúr með ömmu minni í Frakk- landi. Við ákváðum að fara heim og myndskreyta hana og svo þróaðist þetta út í fullgerðar bækur.“ Adrian Sölvi er búinn að gera tvær barnabækur sem bera heitin Grái litli og Ertu svona lítill? Móðir hans er frönsk og hefur fjölskyld- an dvalið þó nokkuð í Frakklandi. Adrian talar frönsku reiprennandi en segist þó ætla að búa á Íslandi í framtíðinni. Eins og er langar hann þó ekki að verða rithöfundur, held- ur vinna sem leiðsögumaður og stunda mikla útivist. „Það er best að vera á Íslandi,“ segir Adrian. Ingimundur Þór Þorsteinsson, faðir Adrians Sölva, segir hug- myndina alfarið vera sonar síns. „Þessar bækur eru einnig skilaboð frá foreldrum til annarra foreldra um að börn hafa gott af því að gera svona verkefni og takast á við þau. Þau geta gert svona stóra hluti,“ segir hann. „Að fá hugmynd og framkvæma hana alveg til enda er þroskandi þó að það sé ekki alltaf auðvelt.“ Ingimundur bendir einnig á að Adrian hafi náð að nýta alla þá kunnáttu sem hann afli sér í skólanum meðfram því að búa til bækurnar. „Við notuðum stærðfræði mikið þegar við vorum að átta okkur á því hvaða verð ætti að setja á bækurn- ar til þess að láta þær standa undir kostnaði,“ segir hann. „Hann not- aðist beint við það sem hann var að læra í skólanum og gerði sér vel grein fyrir því fyrir vikið að ekki er allt sem maður lærir í skóla út í loftið.“ Bækur Adrians Sölva eru til sölu í versluninni Eitthvað íslenskt á Skólavörðustíg 14 í Reykjavík og verða líklega til í Pennanum Eymundsson eftir áramót. Adrian Sölvi áritar bækur sínar í versluninni í vikunni. sunna@frettbladid.is 13 ára rithöfundur gefur út tvær bækur Adrian Sölvi Ingimundarson er þrettán ára rithöfundur sem gefur út tvær bæk- ur fyrir jól. Hugmyndirnar fékk hann á göngu með ömmu sinni í Frakklandi. Adrian Sölvi annaðist hönnun og umbrot á bókum sínum einn síns liðs. RITHÖFUNDURINN UNGI Adrian Sölvi með bækurnar sínar tvær, Ertu svona lítill? og Grái litli. Bækurnar kosta 1.500 krónur og eru til sölu í Eitthvað íslenskt á Skóla- vörðustíg. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Að fá hugmynd og framkvæma hana alveg til enda er þroskandi þó að það sé ekki alltaf auðvelt. ADRIAN SÖLVI INGIMUNDARSON ÞRETTÁN ÁRA RITHÖFUNDUR VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.