Fréttablaðið - 21.12.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.12.2010, Blaðsíða 4
4 21. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR Vegna mynda sem birtust með umfjöllun Fréttablaðsins um Veður- stofu Íslands síðastliðinn laugardag vill Veðurstofan taka fram að myndin af hvalrekanum á Skagaströnd í jan- úar 1918 er tekin af Evald Hemmert, kaupmanni á Skagaströnd. Afkom- andi hans sendi hana, ásamt fleiri myndum Evalds af hvalrekanum, til Veðurstofunnar, sem er því ekki rétthafi myndarinnar. Í þessu tilviki láðist að láta blaðamann Fréttablaðs- ins vita og eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar. ÁRÉTTING DÓMSMÁL Ógrynni af nýjum upp- lýsingum hefur komið fram í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrver- andi ráðuneytisstjóra, við rann- sókn lögreglu og hjá Fjármála- eftirlitinu (FME) frá því að FME ákvað að hætta fyrri rannsókn sinni á málinu vorið 2009. Þetta sagði Björn Þorvaldsson, sem fer með málið fyrir hönd sérstaks saksóknara, fyrir dómi í gær þar sem tekist var á um það hvort vísa skyldi málinu frá dómi. Baldur er ákærður fyrir að hafa nýtt sér innherjaupplýsing- ar um stöðu Landsbankans sem hann öðlað - ist í starfi sínu sem ráðuneyt- isstjóri þegar hann seldi bréf í bankanum fyrir 192 millj- ónir rétt fyrir bankahrun. Karl Axels- son, lögmað- ur Ba ldurs , krefst þess að málinu verði vísað frá þar sem ekki megi rannsaka sama málið tvisvar. FME hafi lokið rannsókn á því og nýja málið byggi nær eingöngu á sömu upp- lýsingum og hið fyrra. Þessu vísar Björn á bug. Karl fór fram á að ef málinu yrði ekki vísað frá yrði að minnsta kosti hreinsað til í ákærunni og þeir liðir hennar felldir út sem einungis byggðust á upplýsingum sem lágu fyrir við fyrri rannsókn. Björn benti á að ekki væri ákært í mörgum liðum, heldur væri ein- faldlega gert grein fyrir upplýs- ingunum sem Baldur bjó yfir í sex liðum. Úrskurðar um frávísunarkröf- una er að vænta eftir áramót. - sh Tekist á um frávísunarkröfu Baldurs Guðlaugssonar fyrir dómi: Vill að hreinsað verði til í ákærunni BALDUR GUÐLAUGSSON Afköst þingsins Frumvörp Samþykkt 32 Bíða 1. umr. 34 Í nefnd 40 Bíða 2. umr. 6 Samtals 112 Þingsályktanir Samþykkt 3 Bíða umr. 50 Í nefnd 37 Samtals 90 STJÓRNSÝSLA Mannanafnanefnd hefur hafnað ósk um hægt verði að breyta rithætti ættarnafnsins Tamimi í Tamímí. „Í lögum um mannanöfn eru engar beinar heimildir til að leyfa breyttan rithátt ættar- nafna,“ bendir Mannanafna- nefnd á í úrskurði sínum. Nefnd- in kveður slíka breytingu myndu verða leið framhjá banni við að taka upp nýtt ættarnafn hérlend- is. „Verður því ekki á slíka beiðni fallist nema fyrir henni sé bein heimild í lögum,“ segir nefnd- in. Heimilt er að laga kenninafn sem dregið er af erlendu eigin- nafni foreldris að íslensku máli en nefndin segir þá heimild ekki taka til ættarnafna. - gar Breyttur ritháttur bannaður: Tamimi verður ekki Tamímí ALÞINGI Alþingi samþykkti 35 mál frá því að það var sett 1. október og til frestunar á laugardag. 32 frumvörp urðu að lögum og þrjár þingsályktunartillögur voru samþykktar. Af frumvörpunum voru 28 stjórnarfrumvörp, þrjú voru flutt af nefndum og eitt af meirihluta þingnefndar. - bþs 202 mál lögð fram á þinginu: 35 mál afgreidd á haustþinginu LÖGREGLUMÁL Fjórir menn réðust á mann fyrir utan skemmtistað- inn Hvíta húsið á Selfossi aðfara- nótt síðastliðins laugardags. Fórn- arlambið, sem er Spánverji, hlaut brot á olnboga. Í árásinni missti Spánverjinn veski sitt og einn fjórmenninganna hirti það. Í veskinu var greiðslu- kort, ökuskírteini og dvalarleyfi mannsins. Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem voru vitni að þessari fólskulegu árás eða hafa einhverja vitneskju um hana að gefa sig fram í síma 480-1010. - jss Fjórir réðust á einn: Beinbrutu og rændu mann FÓLK Ásatrúarmenn halda jól í dag og fagna því að sól fer hækk- andi á lofti. Af þessu tilefni fer sólstöðuhátíð Ásatrúarfélagsins fram við Nauthólsvík í dag klukkan 18. Gengið verður með kyndla inn í rjóðrið þar sem stytta Svein- björns Beinteinssonar stendur og fer athöfnin þar fram. Allir eru velkomnir á hátíðar- höldin og segir í tilkynningu frá félaginu að undanfarin ár hafi margir Íslendingar notað tæki- færið og fagnað hækkandi sól hvort sem þeir eru heiðnir eða ekki. Á eftir halda svo ásatrúar- menn jólablót í Mörkinni 6 þar sem börn og fullorðnir snæða jólaverð og njóta skemmtiatriða. Fagna hækkandi sól: Ásatrúarmenn halda jól í dag SÓLSTÖÐUHÁTIÐ Hilmar Örn Hilmars- son allsherjargoði á sólstöðuhátíð fyrir fáeinum árum. GENGIÐ 20.12.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 208,2445 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,65 117,21 181,3 182,18 153,27 154,13 20,572 20,692 19,482 19,596 17,022 17,122 1,3911 1,3993 178,47 179,53 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is Læknastö›in, Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is Ókeypis heyrnarmæling úrvals heyrnartæki og afbragðs þjónusta! EFNAHAGSMÁL „Við höfum alltaf litið svo á að það þurfi að endurmeta peningastefnuna í kjölfar hrunsins. Skýrsla Seðlabankans er innlegg í þá vinnu,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Í skýrslu Seðlabankans sem birt var í gær og afhent ráðuneyti Árna Páls kemur fram að mis- brestur hafi verið í framkvæmd peningastefn- unnar frá því krónan var sett á flot og verð- bólgumarkmið tekið upp í mars 2001. Bankinn útilokar ekki að hagkvæmt sé að falla frá sjálf- stæðri peninga- stefnu. Ef af því verði sé heppi- legast út frá hagrænum sjónar- miðum að festa gengi krónunnar við evru. Seðlabankinn vann skýrsluna að eigin frumkvæði og ber hún heit- ið Peningastefnan eftir höft. Árni Páll segir skýrsluna verða innlegg í þá vinnu stjórnvalda sem fram undan sé næstu mánuði; fyrir mars á að leggja fram áætlun um end- urskoðun á afnámi gjaldeyrishafta og næsta sumar rennur efnahags- áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda hér sitt skeið. Í skýrslunni er fjallað um árang- urinn af peningastefnu bankans og fljótandi gengi síðastliðin níu ár. Taldar eru nokkrar hugsanleg- ar ástæðu fyrir slökum árangri peningastefnunnar; gerð íslensks þjóðarbúskapar geri sjálfstæða peningastefnu erfiða viðfangs, óvenjulegar aðstæður á bæði alþjóðlegum og innlendum efna- hagsmálum og fjármálamörkuð- um og misbrestur í framkvæmd peningastefnunnar, sem hafi ekki tekist að ávinna sér nægilegan trúverðugleika. Þá hafi vaxandi alþjóðavæðing innlends fjármála- kerfis og ofvöxtur þess orðið til þess að veikja miðlun peninga- stefnunnar, skapa áhættu í fjár- málakerfinu og magna gengis- sveiflur. Ofan á allt var stefna í opinber- um fjármálum á skjön við stefnu Seðlabankans í peningamálum og það hefur þyngt róðurinn, að sögn Seðlabankans. Seðlabankinn telur að verði fall- ið frá fljótandi gengi sé heppileg- ast að tengja krónuna við gengi evru. Fasttenging við evru eða einhliða upptaka hennar sé ekki ákjósanlegur kostur. Fremur verði upptakan að koma í framhaldi af aðild Íslands að Evrópusamband- inu og inngöngu í myntbandalagið. jonab@frettabladid.is ÁRNI PÁLL ÁRNASON HORFA TIL NÝRRA TÍMA Erfiðlega gekk að framfylgja peningastefnu Seðlabankans í alþjóðlegu umróti á fjármálamörkuðum, að því er segir í nýrri skýrslu bankans. Hér eru þeir Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Seðlabankinn mælir með evrutengingu Illa hefur gengið að stýra hagkerfinu í alþjóðlegu fjármálaumhverfi með einum minnsta gjaldmiðli í heimi í þann tæpa áratug sem krónan hefur verið á floti. Þetta er grunntónn skýrslu Seðlabankans um árangur peningastefnunnar. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 2° -6° -5° 1° 4° -3° -3° 23° 1° 16° 2° 21° -15° 2° 12° -6°Á MORGUN Strekkingur á V-fjörðum, annars hægari. ÞORLÁKSMESSA Allhvasst með S-strönd, annars hægari. -2 -6 -5 -4 -8 -5 -3 -8 -11 -9 -6 -5 -7 -6 -7 -6 -8 -5 -7 -3 7 11 11 10 7 15 6 12 8 7 6 9 -14 KALDIR DAGAR Það verður kalt á landinu næstu daga. Frost verður víða á bilinu 3 til 14 stig í dag og litlar breytingar á því til morguns. Kaldast verður inn til landsins en mildast syðst. Á Þorláksmessu lítur svo út fyrir að dragi heldur úr mestu frosthörkunum. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.