Fréttablaðið - 21.12.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 21.12.2010, Blaðsíða 64
 21. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR60 sport@frettabladid.is 19 DAGAR DANIR hafa oftast allra tapað leik um verðlaunasæti á HM í handbolta. Þeir hafa einu sinni tapað úrslitaleik (1967) og hafa síðan tapað sex sinnum leik um bronsið, síðast fyrir Pólverjum á HM í Króatíu 2009. Danir hafa aðeins einu sinni unnið leik um verðlaun á HM en það var þegar þeir unnu bronsið á HM í Þýskalandi 2007. HANDBOLTI „Það lítur út fyrir að fallbyssan fari ekki á HM,“ segir Logi Geirsson en honum gengur afar illa að ná bata vegna langvar- andi axlarmeiðsla. „Það þarf kraftaverk til þess að ég komist á HM eins og staðan er í dag.“ Um eitt og hálft ár er síðan Logi fór í aðgerð í Þýskalandi vegna meiðslanna en þrátt fyrir mikla hvíld og góða meðhöndlun hefur honum gengið afar illa að fá bót meina sinna. Hann hefur ekki getað beitt sér sem skyldi með FH í vetur og tók sér frí frá handboltaiðkun um mánaðamótin. Þá fór hann í sprautumeðferð sem virðist ekki hafa skilað neinu. „Þessar sprautur hafa því miður ekki skilað mér miklu. Ég er búinn að fara á skotæfingar og er alls ekki nógu góður. Ég mun vera í góðum höndum sjúkraþjálfar- ans Róberts Magnússonar næstu daga og vona það besta. Ég get ekki gert meira eins og staðan er í dag,“ segir Logi, sem virtist vera á fínum batavegi er hann átti mjög góðan leik fyrir landsliðið gegn Lettum í október. „Eftir á að hyggja voru það lík- lega mistök að spila þann leik. Maður veit samt aldrei. Á þeim tíma var ég að komast á gott skrið.“ Ætlaði að vinna gull á HM Logi getur ekki neitað því að það séu gríðarleg vonbrigði að missa væntanlega af HM enda sér hann fyrir sér að landsliðið geti gert það verulega gott í Svíþjóð. „Ég var búinn að gíra mig upp í að ég væri að fara til Svíþjóðar til þess að vinna gull. Ég hef mjög háleit markmið sem persóna og íþróttamaður enda hef ég stefnt leynt og ljóst að því að vinna gull í Svíþjóð síðan við unnum bronsið í Austurríki. Ég hef gríðarlega trú á þessu landsliði sem við eigum og það verður grátlegt að þurfa vænt- anlega að fylgjast með úr sófanum heima. Það er verulega svekkjandi að geta ekki spilað með Íslandi, sem á möguleika á að vinna mótið. Ég væri ekki eins svekktur ef ég væri að spila með landsliði sem ætti ekki möguleika á að vinna. Það er eitthvað að fara að gerast á þessu móti,“ segir Logi súr og svekktur. Miðjumaðurinn úr Hafnarfirð- inum getur ekki leynt því að hann sé orðinn langþreyttur á þessum meiðslum og hann segir vel koma til greina að fara í aðra aðgerð á öxlinni. „Ég þarf að ræða við lækna- teymi landsliðsins um framhald- ið. Það er ekkert ólíklegt að við opnum öxlina og kíkjum inn. Ein- hvers staðar er lausnin og hana verður að finna. Það er mjög pirrandi að geta ekki beitt sér af fullum krafti og ég tala ekki um eftir allan þennan tíma. Það er í raun fáránlegt að ég sé ekki orð- inn betri en raun ber vitni. Ég er búinn að reyna allt sem hægt er að gera,“ segir Logi, sem leyfir sér þó að brosa í gegnum tárin. „Það eru ekki alltaf jólin þó svo að þau séu núna.“ henry@frettabladid.is Það þarf kraftaverk til þess að ég komist á HM Fátt bendir til þess að Logi Geirsson muni spila með íslenska handboltalands- liðinu á HM í Svíþjóð í janúar. Öxlin er enn að plaga hann og batinn er ekki hraður. Logi útilokar ekki að fara í aðra aðgerð vegna meiðslanna. EKKERT GULL Í JANÚAR? Logi Geirsson ætlaði sér að vinna heimsmeistaratitil með landsliðinu í janúar en þarf líklega að fylgjast með mótinu úr sófanum heima hjá sér. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Önnur þjónusta Dekk Púst Smurning Bremsur Fjöðrun Rafgeymar Skoðaðu www.bjb.is. Komdu í BJB. Opið: mánud. til fimmtudaga kl. 8:00 - 18.00, föstudaga kl. 8:00 - 16:30. BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fullt af ómissan di aukahlut um fyrir f jórhjól Við hjá BJB þjónustum einnig fjórhjólið þitt. Setjum aukahlutina á, skiptum um olíu, rafgeymi eða sinnum öðru reglulegu viðhaldi. Njóttu þess að ferðast. Kauptu réttu aukahlutina fyrir fjórhjólið hjá BJB. Vertu rétt græjaður HANDBOLTI Íslenska 21 árs lands- liðið tapaði 32-35 á móti Noregi í þriðja og síðasta æfingaleik þjóðanna sem fram fór á Selfossi í gærkvöldi. Ísland vann fyrsta leikinn 29-29 en liðin gerðu síðan 25-25 jafntefli í öðrum leiknum. Ísland var 15-12 yfir mínútu fyrir hálfleik en Norðmenn skor- uðu þrjú síðustu mörkin í hálf- leiknum og gerðu síðan út um leikinn með því að breyta stöð- unni úr 24-24 í 25-30 þegar tíu mínútur voru eftir. Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson var markahæstur en hann skoraði 7 mörk, einu meira en Guðmundur Hólmar Helga- son og Oddur Gretarsson. Arnór Stefánsson varði 16 skot þar af 12 þeirra í fyrri hálfleik. - óój Íslenska 21 árs landsliðið: Töpuðu fyrir Noregi í gær RÓBERT ARON HOSTERT Skoraði 4 af 5 mörkum sínum í fyrri hálfleik. KÖRFUBOLTI Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson fóru á kostum í 94-88 sigri Sundsvall Dragons á toppliði LF Basket í sænsku úrvalsdeildinni í körfu- bolta í gærkvöldi. Hlynur var stigahæstur hjá Sundsvall með 23 stig og Jakob Örn Sigurðarson var með 22 stig og 5 stoðsendingar. Þeir hittu saman úr 12 af 18 skotum sínum utan af velli í leiknum og settu enn fremur niður 16 af 17 vítum sínum. Sundsvall Dragons hefur verið á miklu skriði upp á síðkast- ið, ekki síst fyrir frábæra frammi- stöðu þeirra félaga. Þetta var sjöundi sigur liðsins í röð í deildinni og hann kom liðinu upp í 3. sætið. - óój Hlynur og Jakob í Sundsvall: Skoruðu saman 45 stig í sigri FÓTBOLTI Manchester City tókst ekki að taka toppsætið af nágrönnum sínum í Manchester United í gærkvöldi og vera á toppnum yfir jólin. Manchester City tapaði 1-2 á heimavelli á móti Everton en gestirnir úr Bítla- borginni höfðu ekki unnið leik síðan 30. október. Manchester City er því áfram með 32 stig, tveimur stigum á eftir Manchester United en búið að spila tveimur fleiri leikjum. Tim Cahill og Leighton Baines komu Everton í 2-0 á fyrstu 19 mínútum leiksins en Manchester City náði að minnka muninn á 72. mínútu með sjálfsmarki Phils Jag- ielka tólf mínútum eftir að Evert- on-maðurinn Victor Anichebe var rekinn útaf með tvö gul spjöld. Carlos Tevez tilkynnti fyrir leikinn að hann væri hættur við að vilja fara frá City og bar hann fyrirliðabandið í leiknum. Tevez tókst þó ekki að skora enda var Tim Howard í miklu stuði í marki Everton. - óój Manchester City í gærkvöldi: Tókst ekki að taka toppsætið ÁFRAM HJÁ CITY Carlos Tevez er hættur við að fara frá Man. City. MYND/AP FÓTBOLTI Emil Hallfreðsson skor- aði tvö mörk fyrir Hellas Verona sem vann 4-0 sigur á botnliði Paganese í ítölsku C-deildinni í gærkvöldi. Verona komst upp úr fallsæti með þessum góða sigri. Emil skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik, það fyrra með þrumuskoti af teig á 13. mín- útu og það seinna með skoti eftir skyndisókn á 31. mínútu. Emil kom Verona í 1-0 og í 3-0 í leikn- um en öll mörk liðsins komu á fyrstu 45 mínútunum. Emil hafði skorað 2 mörk í fyrstu 14 leikjum tímabilsins og tvöfaldaði því markaskor sitt í þessum leik. - óój Emil Hallfreðsson í gær: Var með tvö mörk í stórsigri FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.