Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2010, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 21.12.2010, Qupperneq 34
 21. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR34 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Tímaritið Furðusögur leit dagsins ljós á dögunum. Ritstjóri þess er Alex- ander Dan Vilhjálmsson, nemi í rit- list við Háskóla Íslands. Hann hefur unnið að blaðinu í að verða heilt ár. „Ég var hins vegar búinn að ganga lengi með þá hugmynd að gera eitt- hvað tengt furðuskáldskap,“ segir Alexander. Hann er beðinn um að útskýra fyrir blaðamanni í hverju sú bókmenntastefna felist. „Furðu- skáldskapur er íslenska orðið yfir „Weird fiction“ sem er yfirheiti yfir fantastískan skáldskap á borð við vísindaskáldskap, hryllingsskáld- skap og fantasíur. Furðuskáldskap- ur er því blanda af þessum og fleiri bókmenntastefnum.“ Alexander hefur ávallt haft áhuga á bókmenntum af þessum toga og von- ast til þess að skapa nýja strauma í íslenskum skáldskap og listum með því að bjóða upp á opinn vettvang fyrir tilraunir á sviði furðuskáldskap- ar sem lítið hafi farið fyrir hér á landi hingað til. Fyrir tæpu ári auglýsti Alexander eftir efni í blaðið og fékk fleiri grein- ar en hann hafði búist við. „Þær féllu ekki allar undir þessa bókmennta- stefnu en ég hafði þó úr nógu að velja í fyrsta tölublaðið,“ segir Alexander sem á sjálfur eina sögu í blaðinu. En hverjir lesa svona sögur? „Ster- eótýpan er vitanlega fólkið sem sækir í Nexus. En hins vegar hefur orðið breyting á síðustu árum og svona sögur eru farnar að öðlast stærri sess hjá bókmenntaunnendum,“ segir hann og vill meina að mun breiðari hópur lesi fantastískar sögur í dag en var áður. „Það þykir mun sjálf- sagðara að lesa slíkar sögur í dag,“ segir Alexander og nefnir sem dæmi Harry Potter, Hringadróttinssögu og Narníubækurnar. Alexander hlaut nýlega nýræktar- styrk Bókmenntasjóðs og segir hann það hafa skipt sköpum. Hann gerir ráð fyrir að tímaritið verði árlegt til að byrja með en vonast til að geta fjölg- að þeim í tvö á ári. Í fyrsta tölublaði Furðusagna eru tíu smásögur eftir átta höfunda, umfjall- anir um tvo myndlistarmenn, ein teiknimyndasaga og viðtal við Emil Hjörvar, sem nýlega gaf út Sögu Eft- irlifenda – Höður og Baldur. Tímarit- ið er til sölu í Nexus, Bóksölu stúdenta og Farmers market á Granda. Hann býst við að eintök verði í helstu bóka- búðum á næstunni. Í framtíðinni verður hægt að leita upplýsinga á vefsíðunni www.furdu- sogur.is en hún er nú í vinnslu. solveig@frettabladid.is ALEXANDER DAN VILHJÁLMSSON: GEFUR ÚT TÍMARITIÐ FURÐUSÖGUR Æ fleiri fíla furðuskáldskap RITSTJÓRINN Alexander Dan Vilhjálmsson með eintak af Furðusögum, tímariti sem hann gaf nýverið út. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRANK ZAPPA tónlistarmaður (1940-1993) fæddist þennan dag. „Rokkblaðamennska felst í því að fólk sem kann ekki að skrifa tekur viðtöl við fólk sem kann ekki að tala fyrir fólk sem kann ekki að lesa.“ Þennan dag árið 2007 bættust níu aðild- arlönd við Schengen-svæðið. Það voru Eistland, Lettland, Lithá--en, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverja- land. Alls hafa 28 Evrópuríki skrifað undir Schengen-samninginn, það eru öll aðildar- ríki Evrópusambandsins, fyrir utan Bretland og Írland, og Noregur, Ísland og Sviss að auki, en Ísland gekk í Schengen árið 2001. Hins vegar hefur samningurinn ekki tekið gildi ennþá nema í fimmtán ríkjum. Upphaflegi Schengen-samningurinn var undirritaður af fimm ríkjum (Belgíu, Frakklandi, Hollandi, Lúxemborg og Þýskalandi) 14. júní 1985 um borð í skipi á ánni Moselle rétt hjá þorpinu Schengen í Lúxemborg. Markmið samstarfsins er að auðvelda ferðir fólks innan Schengen-svæðisins með því að afnema persónueftirlit á innri landa- mærum þess en styrkja eftirlitið á sameig- inlegum ytri landamærum svæðisins. ÞETTA GERÐIST: 21. DESEMBER 2007 Schengen-svæðið stækkar Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Jón Haukur Sigurbjörnsson Stekkjagerði 8, Akureyri, lést að heimili sínu sunnudaginn 12. desember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 28. desember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Heimahlynningu á Akureyri njóta þess. Halldóra Júlíana Jónsdóttir Haukur Jónsson Þóra Kristín Óskarsdóttir Sigurbjörn Jónsson Rósa Jónsdóttir Örn Kató Hauksson Arna Katrín Hauksdóttir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson Jóhanna Sól Sigurbjörnsdóttir Ásta Björk Birgisdóttir Þorsteinn Gunnarsson Berglind Rósa Birgisdóttir Snæbjörn Kári Þorsteinsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför okkar elskulega föður, tengdaföður og afa, Alexanders Alexanderssonar Melalind 8, áður Holtagerði 62, Kópavogi. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Hjördís Alexandersdóttir Guðmundur Jón Jónsson Bára Alexandersdóttir Þórarinn Hjálmarsson Erla Alexandersdóttir Sigurður Jón Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Bjarki Þorvaldur Baldursson Smárahlíð 6d Akureyri, lést fimmtudaginn 9. desember. Útför hans hefur farið fram. Anna Guðrún Bjarkadóttir Sigríður Hrönn Bjarkadóttir Hafsteinn Pétursson Heiðrún Edda Bjarkadóttir Bjarki Þór Bjarkadóttir Ingibjörg M. Ingibergsdóttir afa- og langafabörn Okkar ástkæri Ólafur Bergmann Ásmundsson Geislalind 4, Kópavogi lést að morgni föstudagsins 17. desember á Land- spítalanum Fossvogi. Útför hans fer fram frá Linda- kirkju Kópavogi miðvikudaginn 22. desember kl. 11.00. Málfríður Ólína Viggósdóttir Aðalbjörg Ólafsdóttir Halldóra Ólafsdóttir Heiðrún Ólafsdóttir Ragnheiður Ólafsdóttir Ólafur Már Ólafsson og fjölskyldur. AFMÆLI ÁSDÍS OLSEN dagskrárgerð- armaður er 48 ára. REGÍNA ÓSK ÓSKARSDÓTT- IR söngkona er 33 ára. GÍSLI SNÆR ERLINGSSON kvikmynda- gerðarmaður er 46 ára. ÖRLYGUR HÁLFDÁNAR- SON bókaút- gefandi er 81 árs. merkisatburðir 1844 Jónas Hallgrímsson yrkir stökur sem hefjast á orðunum: „Enginn grætur Íslending.“ 1929 Varðskipið Þór strandar á Sölvabakkafjörum við Húnaflóa. 1945 Ölfusárbrú við Selfoss er formlega opnuð fyrir umferð. 1952 Kveikt er á stóru jólatré við Austurvöll, en það var fyrsta jólatréð sem Óslóarbúar gáfu Reykvíkingum. 1969 Árnagarður er vígður, en húsið var meðal annars byggt til að búa í haginn fyrir komu handritanna. 1989 Sigurður Þorvaldsson á Sleitustöðum í Skagafirði deyr, elstur íslenskra karla, 105 ára og 333 daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.