Fréttablaðið - 21.12.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 21.12.2010, Blaðsíða 70
66 21. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR „Jú, jú, nú kemur þetta í röðum, Skímó og Sinfó, Land og synir og Sinfó. Maður á eftir að hygla sínum,“ segir Arngrímur Fannar Har- aldsson, nýráðinn verkefn- isstjóri tónlistarviðburða í Hörpu, með rafmagnaða tón- list sem sérsvið eins og það er orðað í tilkynningu frá menningar- og tónlistarhús- inu. Arngrímur hefur störf í febrúar eftir að hafa starfað sem viðskiptastjóri á fyrir- tækjasviði Vodafone og þar áður við viðburðastjórnun hjá Glitni. Hann er því öllum hnút- um kunnugur í jakkafatadeild- inni. Þekktastur er Arngrímur þó eflaust sem gítarleikarinn Addi Fannar úr hnakkaband- inu Skítamóral. Skítamórall er án efa ein umdeildasta popphljómsveit seinni tíma. Sumir elsk- uðu hana, aðrir gengust upp í því að ausa yfir hana fúkyrðum í bæði ræðu og riti. Og því hafa eflaust einhverjir sjálfskipað- ir menningarvitar fengið hland fyrir hjartað þegar þeir sáu að gítarleikarinn úr Skímó væri orðinn verkefn- isstjóri tónlistarviðburða í Hörpu, flottasta og dýrasta ráðstefnuhúsi Íslands, heimili Ashkenazy og Sinfóníuhljóm- sveitarinnar. „Maður er brennimerktur fyrir lífstíð,“ segir Arngrímur og þykir þetta skondið. „Maður er náttúrlega klofinn persónuleiki, Addi Fannar í Skímó er annar persónuleik- inn, hann er svona popparagosi og svo er það hinn, níu til fimm excel-nördið. Og mér hefur gengið nokkuð vel að halda þessum tveim aðskildum,“ segir Arngrímur og við- urkennir að það sé mikill munur á því að spila Farinn fyrir fullu húsi í Buffaló-bomsunum og að klæðast fínum lakkskóm í dagvinnunni. „Þetta gerir lífið bara skemmtilegt. Skímó hefur verið hobbý hjá mér síðustu tíu árin og við höfum spilað nokkuð mikið á þessu ári. En það verður klárlega minna um tónleikahald á því næsta.“ En þá að starfinu. Hlutverk Arn- gríms Fannars verður að koma að skipulagningu rafmagnaðrar tón- listar, poppaðrar og rokkaðrar, í húsinu og draga inn spennandi verkefni. Arngrímur segist hafa ákveðnar hugmyndir en honum hafi ekki gefist tækifæri til að skoða húsið né ákveða fyrstu skref. „Að öllu gamni slepptu finnst mér þetta alveg gríðarlega spennandi starf og það verður gaman að taka þátt í einhverju nýju.“ freyrgigja@frettabladid.is ARNGRÍMUR FANNAR: SKÍMÓ-POPPARINN RÁÐINN TIL STARFA Í HÖRPU Brennimerktur Skítamóral fyrir lífstíð JÓLAMATURINN „Það eina sem ég veit er að það verður rjúpa í matinn á aðfangadagskvöld og ég hlakka mikið til að borða hana.“ Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson, nemi og meðlimur hljómsveitarinnar Captain Fufanu. SPENNANDI Arngrímur Fannar, nýr verkefnisstjóri tónlistar- viðburða í Hörpu með rafmagnaða tónlist sem sérsvið, segist hlakka til að taka þátt í uppbyggingu Hörpu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ADDI FANNAR Gítarleikarinn snjalli með Skítamóral á tónleikum í pilsi og Buffalo-skóm. Sölvi Blöndal, fyrrverandi liðs- maður Quarashi, hefur gengið til liðs við hljómsveitina Wilmacake- bread sem er starfrækt í Stokk- hólmi, þar sem Sölvi hefur verið í námi að undanförnu. Sveitin er skipuð sjö meðlimum, þar á meðal forsprakkan- um Colin Grieg frá Skotlandi og Hreini J. Stephensen, fyrr- verandi liðsmanni Risaeðlunnar. Hljómsveit- in spilar tilrauna- kennt raf- popp og hyggur á plötu- útgáfu á næsta ári. Tilnefningar til helstu leiklistar- verðlauna Ástralíu, Sydney Theatre Awards, voru nýlega tilkynntar. Shakespeare-sýningin Measure for Measure undir stjórn Benedict Andrews, sem leikstýrir jólasýn- ingu Þjóðleikhússins Lé konungi, var tilnefnd til sjö verðlauna, þar á meðal fyrir bestu leikstjórn og sem besta sýning ársins. Síðast þegar þessi verðlaun voru veitt var sýning Benedicts á Rósastríðunum, leikgerð byggðri á átta verkum eftir William Shakespeare, ótvíræður sigurvegari hátíðarinnar með fimm verðlaun, þar á meðal sem besta sýningin og fyrir bestu leikstjórn. - fb FRÉTTIR AF FÓLKI Kvikmyndagerðarmenn liggja nú margir undir feldi og undirbúa verk sín fyrir Edduna, kvikmyndaverð- laun Íslands, en þeim skal skilað til Kvikmynda- miðstöðvar fyrir 10. janúar næstkomandi. Verðlaunin verða að þessu sinni ekki afhent í Háskólabíói eins og var í fyrra heldur verða þau í Gamla bíói eða húsi Íslensku óperunnar og verður Stöð 2 með beina útsendingu eins og í fyrra. Gauragangur eftir Gunnar Björn Guðmunds- son verður síðasta myndin sem nær inn í Eddu þessa árs en hún verður frumsýnd á morgun. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er Baltasar Kormákur nú í óða önn að safna saman starfsliði fyrir kvikmyndina Contraband en tökur á henni eiga samkvæmt banda- rískum vefmiðlum að hefjast strax í janúar. Þannig er Baltasar kominn með reyndan aðstoðar- leikstjóra en hún heitir Michele Ziegler og hefur unnið með stórleikstjór- anum Terrence Malick og við kvikmyndina The Fighter, sem spáð er mikilli velgengni á komandi Ósk- arsvertíð. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Kvikmyndin Bjarnfreðarson er næsttekjuhæsta mynd Íslands- sögunnar samkvæmt tölum frá Smáís, samtökum myndrétthafa. Alls hefur myndin halað inn um 78 milljónir króna síðan hún var frumsýnd 26. desember í fyrra. Þar með slær hún út mynd Frið- riks Þórs Friðrikssonar, Engla alheimsins, sem náði inn tæpum 68 milljónum árið 2000. Ef miðað er við áhorfendafjölda er Bjarn- freðarson aftur á móti í þriðja sæti á eftir Englum alheims- ins. Um 67 þúsund manns fóru á Bjarnfreðarson í bíó á meðan 82 þúsund manns sáu Engla alheims- ins. „Þær eru ekki margar þessar íslensku bombur sem koma í bíó,“ segir Snæbjörn Steingrímsson hjá Smáís um árangur Bjarnfreðar- son. „Meðaltalið á þessar íslensku myndir í ár var gott. Þetta eru farnar að vera flottar myndir og flóran virðist vera miklu vandaðri en áður.“ Mýrin sem var frumsýnd 2006 er bæði tekju- og aðsóknarmesta mynd Íslands síðan opinberar mælingar hófust. Hún halaði inn tæpa 91 milljón króna og laðaði til sín um 84 þúsund áhorfendur. Bjarnfreðarson er í fjórða sæti yfir tekju- og aðsóknarmestu myndir þessa árs. Skammt undan henni er önnur íslensk mynd, Algjör Sveppi og dularfulla hót- elherbergið. Tekjur hennar nema tæpum 39 milljónum króna og tæplega 38 þúsund manns hafa borgað sig inn á hana. - fb Bjarnfreðarson orðin næsttekjuhæst „Förinni er heitið til New York, ég ætla að byrja þar,“ segir förðunarfræðing- urinn Ísak Freyr Helgason, en hann leggur land undir fót á nýju ári. Ísak hefur verið eftirsóttur í tísku- bransanum hérlendis og hefur hann séð bæði um förðun og stíliseringu fyrir myndatökur og tímarit. Það má segja að Ísak hafi komist á kortið í þættinum Nýtt útlit sem sýndur var á Skjá einum en þar var hann Karli Berndsen innan handar þar sem þeir veittu fólki nýtt útlit, allt frá förðun til fata. Ísak hefur nú í hyggju að ferðast til helstu tískuborganna og kynna sig og vinnu sína í von um að fá tækifæri á þessum vettvangi ytra. „Ég og Steini [Þorsteinn Blær Jóhannsson] ætlum að reyna að vinna og skoða okkur um í New York,“ segir Ísak, en þeir félagar hafa séð um tískubloggið The Fashion Warrior. Þegar dvölinni í New York lýkur ætlar Ísak að koma heim en halda fljótlega aftur út. „Ég ætla til Parísar og svo kannski til London. Mig langar rosalega að koma mér meira á fram- færi því ég vil komast langt í þessum bransa.“ Hann segist þó ekki vera að flytja út núna, en af því verði örugg- lega síðar. „Ég geri það pottþétt í fram- tíðinni. Ég sé mig alveg fyrir mér í London og það er staður sem mig hefur alltaf langað til að vera á.“ - ka Ísak reynir fyrir sér í New York og París BJARN- FREÐARSON Kvikmyndin Bjarnfreðarson er næsttekju- hæsta mynd Íslandssög- unnar á eftir Mýrinni. LANGAR TIL LONDON Ísak ætlar að reyna fyrir sér út í heimi og langar mest til London. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Guðni Im pulze Gísli Gald ur Benn i B-Ruff www.rvkunderground.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.