Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2010, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 21.12.2010, Qupperneq 56
 21. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR Leikkonan Courteney Cox þolir ekki nýju vinkonu Jennifer Aniston, spjallþáttastjórnandann Chelsea Handler, og hefur hvatt Aniston til að binda enda á þennan nýja vinskap. Samkvæmt tímaritinu Enquirer er Cox mjög ósátt við Handler og hefur meðal annars kallað hana „hvítt hyski“. Handler þessi vakti mikla athygli þegar hún blót- aði Angelinu Jolie í sand og ösku í uppistandi sínu nýlega. Þetta uppistand átti sér stað stuttu eftir að Handler eyddi heilli viku með Aniston í Mexíkó og því halda margir að Aniston sé enn miður sín vegna skilnaðar síns við Brad Pitt. „Courteney þolir ekki Chel- sea og finnst röflið í henni láta Aniston líta illa út. Courteney er líka enn góð vinkona Brads og tekur því ekki létt þegar fólk talar illa um barnsmóður vinar síns,“ var haft eftir heimildarmanni. Sá sagði einnig að Aniston væri þegar orðin þreytt á Handler því sú síð- arnefnda væri stanslaust að gera lítið úr henni. Þolir ekki Handler ÓVINKONUR Courteney Cox þolir ekki spjallþáttastjórnandann Chelsea Hand- ler og hefur meðal annars kallað hana „hvítt hyski“. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur eignað sér heiðurinn að sam- bandi kántrísöngkonunnar Tayl- or Swift og leikarans Jake Gyl- lenhaal. Hvorugt hefur staðfest sambandið til þessa en parið á að hafa kynnst í matarboði hjá Paltrow og manni hennar Chris Martin. „Ég hef þekkt Gyllen- haal lengi og hef mikið álit á honum og Chris þekkir Swift og okkur finnst þau passa mjög vel saman,“ segir Paltrow um meint samband en níu ára aldurmsunur er í sambandinu. Gyllenhaal hefur verið einn af heitari piparsveinum í Hollywood og til að mynda verið í sambandi með leikkonunum Reese Wither- spoon og Kirsten Dunst. Hjúskaparmiðlarinn Gwyneth Paltrow STAÐFESTIR SAMBANDIÐ Gwyn- eth Paltrow segir að hún og maður hennar eigi heiðurinn af sambandi Jakes Gyllenhaal og Taylor Swift, til vinstri. Chloé Sevigny hefur lengi þótt ein best klædda kona heims og hannar einnig eigin fatalínu í samstarfi við hönnunarmerkið Opening Cerem- ony. Sevigny segist þó heldur vilja fá hrós fyrir góða frammistöðu á hvíta tjaldinu en fyrir fötin sem hún klæðist. „Ég er ánægð að hafa verið ungl- ingur á tíunda áratugnum þegar heimurinn var enn laus við netið og blogg- in, þá var ekki allt svona uppi á yfirborðinu. Ætli ég sé ekki smekk- leg, en ég vildi að fólk kæmi upp að mér og segði: „Þú stóðst þig mjög vel í þessu hlut- verki,“ heldur en að það hrós- aði mér fyrir fataval. Það pirrar mig.“ Vill fá hrós fyrir leik sinn Leikkonan Julia Stiles hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hún þvertekur fyrir að hafa átt í ást- arsambandi við mótleikara sinn úr sjónvarpsþáttunum Dexter, Michael C. Hall. Samkvæmt heim- ildum áttu Stiles og Hall að hafa fallið fyrir hvort öðru á tökustað og svo eytt hrekkjavöku saman. „Ég hef ekkert með skilnað Michaels og Jennifer að gera. Við erum góðir vinir og nutum þess að vinna saman. Þetta er þeirra persónu- lega mál og fólk ætti að sýna því virðingu,“ sagði leikkonan um málið. Ég er saklaus ÓSÁTT Leikkonan Julia Stiles segist ekki hafa átt vingott við mótleikara sinn, Michael C. Hall. SMEKK- LEG Chloé Sevigny vill frekar fá hrós fyrir góðan leik en góðan fatasmekk. Tekjuhæsta mynd áranna 2009 og 2010 er ævintýra- myndin Avatar. Þessi árang- ur á sér engin fordæmi í íslenskri kvikmyndasögu. Avatar var tekjuhæsta kvikmynd áranna 2009 og 2010 á Íslandi. Alls halaði myndin inn um 143 milljónir króna, þar af rúmar 90 á þessu ári. 118 þúsund manns hafa jafnframt borgað sig inn á mynd- ina, þar af tæp 74 þúsund á þessu ári, en myndin var frumsýnd á annan í jólum í fyrra. Þá lenti hún í fimmta sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar. Þessar miklu tekjur tvö ár í röð eru ótrúlegur árangur sem á sér engin fordæmi hér á landi. „Þetta er einstakur árangur. Við vorum með gríðarlega mikla samkeppni því Bjarnfreðarson var sýnd á sama tíma en orðsporið og bíóupp- lifunin var það mikil, enda bylting- arkennd mynd,“ segir Guðmund- ur Breiðfjörð hjá Senu. „Hvenær fær maður að upplifa þetta aftur? Kannski ef Avatar 2 kemur,“ segir hann í léttum dúr. Avatar varð í fimmta sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar í fyrra, enda frumsýnd seint á árinu, en í efsta sæti yfir þær tekjuhæstu. Það sem af er þessu ári eru hún aftur á móti langefst bæði ef miðað er við tekjur og aðsókn. Í öðru sæti í ár þegar bæði tekjur og aðsókn eru tekin með í reikninginn er Incept- ion með Leonardo DiCaprio í aðal- hlutverki, og í því þriðja er teikni- myndin Toy Story 3. Avatar er þriðja aðsóknarmesta mynd Íslands síðan opinberar mæl- ingar hófust árið 1995. Aðeins stór- myndin Titanic og Mamma Mia! standa henni framar. 124 þúsund manns sáu stórslysamyndina í bíói á meðan um 119 þúsund sáu Abba- söngvamyndina. Rétt á eftir kemur Avatar með 118 þúsund, eins og áður segir. Ein mynd til viðbótar hefur náð yfir 100 þúsund manna mörkin í aðsókn hér á landi, hin sígilda Með allt á hreinu sem á bil- inu 110 til 115 þúsund Íslendingar sáu, að því er talið er. freyr@frettabladid.is Ævintýramyndin Avatar tekjuhæst tvö ár í röð 1. Avatar 73 þúsund 2. Inception 58 þúsund 3. Toy Story 3 42 þúsund 4. Bjarnfreðarson 40 þúsund 5. Harry Potter and the Deathly Hallows 39 þúsund 6. Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið 38 þúsund 7. Shrek Forever After 37 þúsund 8. Sex and the City 2 32 þúsund 9. The Expendables 31 þúsund 10. Despicable Me 28 þúsund TÍU AÐSÓKNARMESTU ÞAÐ SEM AF ER ÁRINU: AVATAR Stórmyndin Avatar var tekjuhæsta mynd áranna 2009 og 2010 sem er einstakur árangur. Lumex Skipholti 37 Sími 568 8388 www.lumex.is Síðan 1985 5.900 17.900 20.500kr. kr. kr. FUNK 128.700kr. 121.500kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.