Fréttablaðið - 21.12.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 21.12.2010, Blaðsíða 66
62 21. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR HANDBOLTI Þórir Hergeirsson hefur ásamt norska kvenna- landsliðinu gefið norsku þjóð- inni góða jólagjöf. Selfyssingur- inn stóðst gríðarlega pressu og stýrði norsku stelpunum til sig- urs á fjórða Evrópumótinu í röð. Ágúst Þór Jóhannsson er búsett- ur í Noregi þar sem hann þjálfar norska úrvalsdeildarliðið Levang- er. Hann hefur fylgst vel með Þóri og norska landsliðinu. „Þórir er í miklum metum hérna en það er ekkert grín að vera þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta,“ segir Ágúst og bendir á gríðarlega mikið umtal og mjög mikla fjölmiðlaathygli á norska liðinu. „Um leið og hann tapar einum leik, eins og á móti Svíum í milli- riðlinum, þá fær hann alveg gríð- arlega krítík á sig. Að sama skapi er hann hetja eins og staðan er í dag,“ segir Ágúst og bætir við: „Það eru allt of fáir heima sem fatta það hvað hann er að gera ótrúlega hluti og hvað hann er í ótrúlega stóru starfi. Þetta er langstærsta starfið hérna og það er ekkert grín að þjálfa þetta lið,“ segir Ágúst. Þórir er þegar búinn að byrja betur en fyrirrennari sinn Marit Breivik með því að vinna fyrsta gullið á aðeins sínu öðru stórmóti sem aðalþjálfari. Þórir átti líka mikinn þátt í sjö verðlaunum liðs- ins (fjórum gullum) á árunum 2001 til 2008 þegar hann var aðstoðar- þjálfari Breivik, sem vann sitt fyrsta gull á sínu sjötta stórmóti sem var EM 1998 í Hollandi. „Kvennahandbolti er ótrúlega vinsæll hérna, bæði deildin og ekki síst landsliðið. Það er gríðar- lega mikil umfjöllun og karlinn er undir pressu allan tímann. Það er mikið álag á honum en hann stend- ur sig frábærlega. Noregur er með frábært lið og að mínu mati með besta liðið. Það er ekki alltaf nóg að hafa besta liðið á pappír því það þarf að búa til liðsheild inni á vellinum og Þórir fær mikið út úr öllum leikmönnunum,“ segir Ágúst. „Mér finnst norska liðið hafa spilað virkilega góðan varnarleik á þessu móti, er með frábæran markvörð og þær skora mikið úr hraðaupphlaupum. Þær eru ekk- ert rosalega taktískar en vinna mikið á því að spila á góðu temp- ói,“ segir Ágúst og bætir við að íslenski þjálfarinn skeri sig nokk- uð út frá öðrum þjálfurum. „Hann hefur sinn eigin stíl og er trúr sínu. Hann er mjög róleg- ur og er með mikið af starfsfólki í kringum sig. Hann vinnur rosa- lega mikið með öllu fólkinu sem er í kringum hann og lætur fólk hafa ábyrgð. Leikmennirnir hans fá líka ábyrgð um hvernig á að leggja upp leikinn en auðvitað er það hann sem ræður og stýrir öllum pakkanum. Styrkurinn hjá Þóri er að hann hefur mikið sjálfs- traust. Það þarf mikið sjálfstraust til þess að stjórna svona stórum hópi fólks,“ segir Ágúst. Það vakti athygli að Þórir var ekkert mjög áberandi í fagnaðar- látum norska liðsins strax eftir leikinn. „Hann er sérstakur þjálf- ari á mjög jákvæðan hátt. Hann er mjög rólegur og lítillátur. Það eru ekki læti í honum en það er bara hans aðferð og hún gengur upp,“ segir Ágúst. Ágúst segir að Þórir hafi mjög gott orð á sér meðal leikmannanna sjálfra. „Allir leikmenn, bæði þeir sem ég hef verið með sem og aðrir, tala rosalega vel um hann. Hann fær toppeinkunn alls staðar,“ segir Ágúst. Með því að vinna Evrópumót- ið tryggði norska liðið sér sæti á næstu þremur stórmótum, HM í Brasilíu 2011, Ólympíuleikum í London 2012 og svo EM í Hollandi 2012. Ágúst segir að Þórir sé að huga að framtíðinni og hafi verið duglegur að taka ungar stelpur inn í liðið. „Hann var sérstaklega ánægður með að vera búinn að tryggja liðið inn á þessi næstu mót. Hann er að hugsa til framtíðar enda er Noreg- ur heims- og Evrópumeistari hjá tuttugu ára landsliðum og það er hrikalegur efniviður hérna. Noreg- ur verður aðalliðið í kvennahand- bolta næstu fimm, sex, sjö árin. Það er alveg pottþétt,“ segir Ágúst og það má því búast við því að Þórir eigi eftir að bæta við fleiri gullum í nánustu framtíð. ooj@frettabladid.is HANN ER Í ÓTRÚLEGA STÓRU STARFI Þórir Hergeirsson gerði norska kvennalandsliðið að Evrópumeisturum á sunnudaginn. Fréttablaðið fékk Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfara norska úrvalsdeildarliðsins Levanger, til þess að meta afrek hans. RÓLEGUR OG YFIRVEGAÐUR Þórir Hergeirsson talar við sínar stelpur í einu leik- hléanna á EM. FAGNAR MEÐ STELPUNUM Þórir Hergeirsson sést hér fagna gullinu með leikmönnum í norska kvennalandsliðinu. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyjólfs- son framlengdi í gær samning sinn við KSÍ um að þjálfa íslenska kvennalandsliðið til ársloka 2012. Sigurður Ragnar hefur stjórn- að landsliðinu í 45 leikjum (24 sigrar, 5 jafntefli, 16 töp) frá árinu 2007 og er eini A-landsliðs- þjálfarinn sem hefur komið liði sínu á stórmót (EM í Finnlandi 2009). Næsta verkefni landsliðsins er leikir á móti Svíþjóð, Kína og Danmörku á Algarve-bikarnum í mars 2011 en næsta haust tekur síðan við undankeppni fyrir EM 2013. - óój Sigurður Ragnar Eyjólfsson: Búinn að fram- lengja til 2012 24 SIGRAR Í 45 LEIKJUM Sigurður Ragn- ar Eyjólfsson hefur gert flotta hluti með kvennalandsliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Körfuboltakonan Hel- ena Sverrisdóttir útskrifaðist úr Texas Christian háskólanum á laugardaginn og hélt upp á það með því að eiga góðan leik í öruggum 94-76 sigri á Sam Houston State í fyrrinótt. Helena var nálægt þrennunni í leiknum en hún var þá með 18 stig, 10 fráköst og 7 stoðsending- ar á 31 mínútu. Helena kláraði próf í fjölmiðlun og getur nú einbeitt sér að fullu að körfunni næstu þrjá mánuði en þetta er síðasta tímabilið hennar með TCU-liðinu. - óój Helena Sverrisdóttir: Er útskrifuð frá TCU-skólanum FAGNAÐI MEÐ GÓÐUM LEIK Helena Sverrisdóttir lék vel með TCU. NORDICPHOTOS/AP Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is OPIÐ 21. -22 des frá kl. 10-22 Þorláksmessa frá kl. 10-23 Aðfangadag frá kl. 10-12 Sængurver Frábærar jólagjafir! Dúnkoddi = 19.900,- Allur pakkinn Dúnsæng ++ 6.980,- 2 pör He ils ui nn is kó r s em lag ar sig að fætinum - einstök þæ gindi 3.900,- 1 par 9.990,- 3 pör Memory Foam heilsuinniskór. Heilsusamleg jólagjöf á frábæru verði! Þrennutilboð! Sen dum frítt út á land !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.