Fréttablaðið - 21.12.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 21.12.2010, Blaðsíða 36
„Það er sáralítið mál að ná fram náttúrulegum liðum í hárinu, þetta er allt saman spurning um að beita réttri aðferð og hafa góð efni og svo auðvitað gamla góða sléttujárn- ið við höndina,“ segir Ásta Sigur- laug, klippari á hárgreiðslustof- unni Circus Circus við Laugaveg, sem hér ráðleggur lesendum hvern- ig best sé að fá liði í hárið. „Byrjið á að þvo hárið með sjampói og setjið næringu í endanna. Síðan er gott að setja blásturvökva eða -krem í blautt hárið og þurrka vel með hárþurrku. Skipta hárinu svo í nokkra hluta og til þess að lið- irnir haldist sem best er gott að nota þurrt léttsprey og spreyja þá í hvern lokk fyrir sig. Síðan er hafist handa með sléttujárninu.“ Hún sýnir ljós- myndara Fréttablaðsins réttu hand- tökin og tekur fram að góð hárefni fáist í miklu úrvali á Circus Circus .„Hér fást til dæmis hárefni sem eru góð fyrir þær sem blása mikið á sér hárið, krulla það eða slétta.“ Ásta getur þess að liðað hár hafi verið í tísku að undanförnu en þess utan njóti það alltaf mikilla vin- sælda fyrir jól. „Okkur konum finnst hátíðlegt að fá svolitla liði í hárið og þær okkar sem ekki eru með liðað hár frá náttúrunnar hendi grípa þá gjarnan í sléttujárnið.“ Hún bætir við að engin ein regla gildi um hvernig liðirnir eigi að vera. „Nei, það má setja liði rétt aðeins í endana eða lokkana sem liggja næst andlitinu eða alveg niður í rót, bara eftir því hvað hver og ein kýs sjálf.“ roald@frettabladid.is Eftir. Hér er hárið orðið skemmtilega liðað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hári skipt í hluta og spreyjað með þurru léttspreyi svo greiðslan haldist sem best. Sléttujárnið því næst dregið fram. Marg- ar kjósa liði rétt í endana. Hár fær hátíðlegan blæ Náttúrulega liðað hár er í tísku í vetur. Vitanlega eru ekki allir með slíkt hár frá náttúrunnar hendi en Ásta Sigurlaug, klippari á Circus Circus, segir að með réttum tækjum og tólum sé auðvelt að breyta því. Fyrir. Módel með tiltölulega slétt hár. Best er að byrja á að þvo hárið og setja næringu í endana. Vilhjálmur Bretaprins þykir hinn mesti happafengur. Því voru líklega margar stúlkur öfundsjúkar út í Kate Middleton fyrir að næla í hann. Slúðurpressan segir þó ekki færri konur öfundsjúkar út í hárið hennar Kate sem þykir með eindæmum fallegt og ræktarlegt. Ilmvatn var mikilvægur þáttur í egypskri menningu til forna og var bæði notað til fegrunar og heilsu- bótar. Eitt aðalilm- vatnið var búið til úr blómum, hunangi, víni og berjum. Það var einnig drukkið við ýmsum kvillum. www.cosmopo- litan.com Erna Gull- og Silfursmiðja Skipholti 3 // www.erna.is YRSA Reykjavík kr. 29.500 HLÝ JÓLAGJÖF áður 29.990 nú 23.990 st. 42-54 áður 19.990 nú 14.990 st. 36-48 Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið í des: mán-fös kl. 10-18 laugardaginn 18.des kl. 10-18 Þorláksmessu kl. 10-20 Aðfangadag kl. 10-12 www.misty.is Vertu vinur JÓLAGJÖFIN ÞÍN - DEKRAÐU VIÐ ÞIG teg. MAXIM - push up alveg gasalega flottur í B,C,D skálum á kr. 7.680,- teg. CESARIA - push up glæsilegur í B,C,D skálum á kr. 7.680,- teg. AMETHYST push up stærri í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 7.680,- teg. AMETHYST push up stærri í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 7.680,- FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI MENNING Auglýsingasími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.