Fréttablaðið - 21.12.2010, Side 36

Fréttablaðið - 21.12.2010, Side 36
„Það er sáralítið mál að ná fram náttúrulegum liðum í hárinu, þetta er allt saman spurning um að beita réttri aðferð og hafa góð efni og svo auðvitað gamla góða sléttujárn- ið við höndina,“ segir Ásta Sigur- laug, klippari á hárgreiðslustof- unni Circus Circus við Laugaveg, sem hér ráðleggur lesendum hvern- ig best sé að fá liði í hárið. „Byrjið á að þvo hárið með sjampói og setjið næringu í endanna. Síðan er gott að setja blásturvökva eða -krem í blautt hárið og þurrka vel með hárþurrku. Skipta hárinu svo í nokkra hluta og til þess að lið- irnir haldist sem best er gott að nota þurrt léttsprey og spreyja þá í hvern lokk fyrir sig. Síðan er hafist handa með sléttujárninu.“ Hún sýnir ljós- myndara Fréttablaðsins réttu hand- tökin og tekur fram að góð hárefni fáist í miklu úrvali á Circus Circus .„Hér fást til dæmis hárefni sem eru góð fyrir þær sem blása mikið á sér hárið, krulla það eða slétta.“ Ásta getur þess að liðað hár hafi verið í tísku að undanförnu en þess utan njóti það alltaf mikilla vin- sælda fyrir jól. „Okkur konum finnst hátíðlegt að fá svolitla liði í hárið og þær okkar sem ekki eru með liðað hár frá náttúrunnar hendi grípa þá gjarnan í sléttujárnið.“ Hún bætir við að engin ein regla gildi um hvernig liðirnir eigi að vera. „Nei, það má setja liði rétt aðeins í endana eða lokkana sem liggja næst andlitinu eða alveg niður í rót, bara eftir því hvað hver og ein kýs sjálf.“ roald@frettabladid.is Eftir. Hér er hárið orðið skemmtilega liðað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hári skipt í hluta og spreyjað með þurru léttspreyi svo greiðslan haldist sem best. Sléttujárnið því næst dregið fram. Marg- ar kjósa liði rétt í endana. Hár fær hátíðlegan blæ Náttúrulega liðað hár er í tísku í vetur. Vitanlega eru ekki allir með slíkt hár frá náttúrunnar hendi en Ásta Sigurlaug, klippari á Circus Circus, segir að með réttum tækjum og tólum sé auðvelt að breyta því. Fyrir. Módel með tiltölulega slétt hár. Best er að byrja á að þvo hárið og setja næringu í endana. Vilhjálmur Bretaprins þykir hinn mesti happafengur. Því voru líklega margar stúlkur öfundsjúkar út í Kate Middleton fyrir að næla í hann. Slúðurpressan segir þó ekki færri konur öfundsjúkar út í hárið hennar Kate sem þykir með eindæmum fallegt og ræktarlegt. Ilmvatn var mikilvægur þáttur í egypskri menningu til forna og var bæði notað til fegrunar og heilsu- bótar. Eitt aðalilm- vatnið var búið til úr blómum, hunangi, víni og berjum. Það var einnig drukkið við ýmsum kvillum. www.cosmopo- litan.com Erna Gull- og Silfursmiðja Skipholti 3 // www.erna.is YRSA Reykjavík kr. 29.500 HLÝ JÓLAGJÖF áður 29.990 nú 23.990 st. 42-54 áður 19.990 nú 14.990 st. 36-48 Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið í des: mán-fös kl. 10-18 laugardaginn 18.des kl. 10-18 Þorláksmessu kl. 10-20 Aðfangadag kl. 10-12 www.misty.is Vertu vinur JÓLAGJÖFIN ÞÍN - DEKRAÐU VIÐ ÞIG teg. MAXIM - push up alveg gasalega flottur í B,C,D skálum á kr. 7.680,- teg. CESARIA - push up glæsilegur í B,C,D skálum á kr. 7.680,- teg. AMETHYST push up stærri í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 7.680,- teg. AMETHYST push up stærri í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 7.680,- FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI MENNING Auglýsingasími

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.