Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2010, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 21.12.2010, Qupperneq 42
 21. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR Liðsmenn í hljómsveitinni Lands & sona hafa ákveðið að styrkja Barnaspítala Hrings- ins með því að gefa honum um ókomna tíð allar sölutekj- ur flytjenda af laginu Jólanótt sem fáanlegt er á Tónlist.is í nýrri hátíðlegri útgáfu. Síðastliðin tvö ár hafa fæðst fjögur börn inn í Lands & sona „fjölskylduna“ sem öll hafa komið við á vökudeild Barna- spítala Hringsins til lengri eða skemmri tíma. Þrjú þeirra döfnuðu vel og eru við hesta- heilsu í dag en því miður fer ekki alltaf allt á besta veg og eitt af krílunum beið ósigur í baráttunni. „Við gerum okkur grein fyrir því að ekki er um stór- kostlegar upphæðir að ræða en til langs tíma litið getur safnast saman drjúg upphæð ef lagið nær að festa sig í sessi og verða eitt af klassískum íslenskum jólalögum,“ segir Njáll Þórðarson, einn liðsmanna Lands & sona, og tekur fram að þessu framlagi sveitarinnar fylgi endalaus- ar þakkir fyrir það frábæra starf sem unnið sé á Vöku- deildinni. - gun Gefa sölutekjur af Jólanótt BARNASPÍTALI HRINGSINS Velunnarar Barnaspítalans og áhugafólk um góða íslenska tónlist geta keypt lagið Jólanótt á tonlist.is. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hallveig Rúnars- dóttir sópransöng- kona og Steingrím- ur Þ órhal lsson orgelleikari halda kyrrðar- og íhug- unartónleika í Nes- kirkju, eins og þau hafa gert af og til undanfarin ár, á miðvikudagskvöld klukkan 21.00. „Til- gangur tónleikanna er að hafa stund fyrir fólk til að setjast niður við kertaljós og fallega tónlist til að leit- ast við að finna hinn sanna anda jólanna í hinum mikla hraða og hávaða sem ein- kennir vestrænt jólahald nú á dögum,“ segir í tilkynn- ingu, og verður áherslan á tónlist sem tileinkuð er Maríu mey. Frítt verður inn á tónleikana, til að enginn þurfi frá að hverfa af fjár- hagsástæðum, en við inngang verð- ur safnbaukur fyrir frjáls framlög sem munu renna óskipt til Mæðrastyrks- nefndar Reykjavík- ur. Hallveig Rúnars- dóttir og Steingrímur Þór- hallsson eru listamenn af yngri kynslóðinni sem hafa vakið mikla athygli undan- farin ár fyrir tónlistarflutn- ing sinn. Þau hafa starfað mikið saman við Neskirkju síðastliðin ár, þar sem þau stofnuðu ásamt fleirum end- urreisnarhópinn Rinascente. - fsb Maríubænir fyrir Mæðrastyrksnefnd HALLVEIG RÚNARSDÓTTIR Góði hirðirinn hefur styrkt Hestamannafélagið Hörð í Mosfellsbæ til smíðar á tveimur hnökkum fyrir fatl- aða reiðmenn. Smíðin er liður í áætlun félagsmanna Harðar að hefja reiðþjálfun fyrir fatlaða. Verið er að sérvelja fjóra til fimm hesta og vonir standa til að þeir verði tilbúnir í janúar. Einnig stendur yfir leit að fyrirtækjum eða ein- staklingum sem tilbúnir eru að taka að sér uppihald á einum eða fleiri hestanna. Þangað til sjá félagsmenn sjálfir um hestana svo þjálf- unin geti hafist sem fyrst. Á vef Mosfellsbæjar kemur fram að Guðjón Magnússon, formaður Harð- ar, sé afar stoltur af verkefn- inu og styrknum. Aðrir sem hlutu styrki eru Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Mæðra- styrksnefnd, Rauði krossinn, Bandalag kvenna, Hringsjá, Unhyggja og Stígamót. - tg Hörður hlýtur styrk HESTAMANNAFÉLAGIÐ HÖRÐUR Leitar nú að hestum sem nota á í þjálfun fatlaðra reiðmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Elskulegur eiginmaður minn og faðir Hallgrímur Steingrímsson Hringbraut 2a Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 14. desember á St. Jósefsspítala. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 22. desember og hefst kl. 13.00. Ágústa Hannesdóttir Snorri Hallgrímsson Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma Sólveig Guðmundsdóttir lögfræðingur, Tjarnargötu 28, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 12. desember. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 22. desember kl. 13.00. Björn Líndal Sigyn Eiríksdóttir Friðrik Dagur Arnarsson Signý Eiríksdóttir Jón Tryggvason Óskar Eiríksson Emma Peirson Vigdís Eva Líndal Þórhallur Axelsson Guðmundur Páll Líndal Kristín Lára Helgadóttir og barnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Jónas Helgason frá Stórólfshvoli, Núpalind 4, Kópavogi, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 19. desember. Guðrún Árnadóttir Særún Jónasdóttir Kjartan Sigurðsson Helgi Jónasson Bodil Mogensen og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Jónatan Kristjánsson málari, Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður Heiðargerði 27, Reykjavík, lést á Grund föstudaginn 17. desember. Útförin fer fram miðvikudaginn 29. desember frá Grensáskirkju kl. 11.00. Jóna Laufey Hallgrímsdóttir. Margrét Þóra Guðmundsdóttir Ólafur Þór Sigurvinsson. Kristján Guðmundsson Margrét Jóhannsdóttir. Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir Ásgeir Sigurvinsson. barnabörn og barnabarnabörn. Útför Margrétar Pálsdóttur sem lést í Seljahlíð þann 7. desember hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk í Seljahlíð fyrir umhyggju og alúð. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma Herdís Antoníusardóttir Skúlagötu 20, lést föstudaginn 17. desember á Öldrunardeild Landspítalans. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhanna Antonía Sigsteinsdóttir Sigurbergur Sigsteinsson Guðrún Hauksdóttir Oddný Sigsteinsdóttir Líney Rut Halldórsdóttir Sjöfn Sigsteinsdóttir Finnur Pálsson Þröstur Sigsteinsson Soffía Sturludóttir Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, Högni Oddsson Garðbraut 85 áður að Kirkjuvegi 5 Keflavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, laugardaginn 18. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, miðvikudaginn 22. desember kl. 15.00. Örn Högnason Sesselja Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Stjórn Karatesambands Íslands hefur útnefnt Aðalheiði Rósu Harðardótt- ur, Karatefélagi Akraness, karatekonu ársins 2010 og Kristján Helga Carrasco, UMF Aftureldingu, karatemann ársins 2010. Aðalheiður er í landsliði Íslands í karate og keppir á mótum bæði innan- lands í báðum greinum karate, kata og kumite. Helsti árangur Aðalheiðar á árinu er bikarmeistaratitill unglinga og bronsverðlaun á Norðurlandameistara- móti auk þriggja gullverðlauna í ungl- ingaflokkum á mótum erlendis. Kristján Helgi er einnig landsliðsmað- ur í karate og keppir í báðum greinum karate, kata og kumite. Helsti árangur Kristjáns á árinu er bikarmeistaratit- ill fullorðinna og bikarmeistaratitill unglinga og Íslandsmeistaratitill í kata unglinga ásamt þremur verðlaunum á erlendum mótum. Að auki hefur stjórn Karatesambands Íslands veitt Jóhannesi Gauta Óttars- syni sérstaka viðurkenningu fyrir frá- bæran árangur á árinu en hann varð hafði sigur í kumite unglinga 14-15 ára á Norðurlandameistaramótinu sem fór fram í apríl á þessu ári. - rat Útnefnd karatefólk ársins 2010 KARATEFÓLK ÁRSINS Kristján Helgi Carrasco, Jóhannes Gauti Óttarsson og Aðalheiður Rósa Harðardóttir. MYND/KARATESAMBAND ÍSLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.