Freyja - 01.12.1902, Blaðsíða 16
Ky
Þanníg svifti hryggðin mig- hugans yl og Ijöin&',
sem haustið eyðir feg-urð í ríki jurta’ og blóma,
Þá var það fyrsta *inn, að ég sá þig, elskan blíða,
mér sýndust angurs skuggar um kinnar þínar líða.
Og augu okkar mættust. Ég ástarvarmans kenndi —
hið innra í sálu minni; — sem hjarta þitt mér sendi
Og varir þínar bærðust, þú vildir eitthvað segja,
en veröldin stóð nærri,. þú máttir til að þegja.
Þín augu sögðu meira, á ástarmáli þýðu,
en orðin mega lýsa, frá þinni hjartans blíðu.
I hjarfca mínu fann ég, að lijá þér bjó sá kraftur,
sem harm minn gæti bugað og fært mér vorið aftur.
Og þegar, Ijúfa vina,. eg Mfc þig nokkru síðar,
þá léku ástarbrosin um varir þínar fríðar.
Og augun þín mér sögðu, að al-lt þrtt hjarta’ eg ætti..
þá eyddust mínar raunir og söknuðurinn hætti.
Þá fann ég ástaraflið í taugum raírmm titra,
eg trúarblóm mín spruttu þó haustið væri hið ytra,
og ljóðasvanir mínir nú liðu á vængjum breiðum,
með lífsins-vonartóna frá Syrgisdala heiðum.
J. MAGNUS BJARNASON.
Aths. : Kvæði þetta er tekið úr skáldsögunni ,,Vor
og haust,“ sem J. M. B, er nú að semja.