Freyja - 01.12.1902, Blaðsíða 35
NEMESIS MDDURBOMSINS.
Eftxr harriet priscott stafford.
I.
Sjúkrahús fangelsisins var líkara livítþvegnum göngum, en nokkru
öðru. Birtan streymdi óhindruð inn um háu járngrindurnar. Þjón-
ustukonan var hvorki mjúkfætt nö hjartagóð.
Konan sem lá i einu fletinu þar inni, vissi ekki fremur um þessi
atriði en þó hún sjálf hefði verið langt í burtu þaðan, mitt í skýjunum.
Það voru líka dökk ský, sem umkringdu liana á sál og líkama, þar sem
hún lá með barn sitt, einungis þriggja daga gamalt. Ilafði hún sjálf
einhvern tíma verið falleg — en þess sáust nú engin merki —. Var ekki
ólíklegt að þessi litla, svarta ímynd mannlegs eðlis, hefði vakið viðbjóð
hjá öllum öðrurn eu móðurinni.
Ilún hafði verið dæmd til þrælavinnu um langan tfma fyrir fram-
ínn giæp. Þó hún væri enn þá ung að aldri, var hún gömul í glæpum.
Enginn glæpur var svo viðbjóðslegur, að lögreglan tryði henni ekki til
að fremja liann. Hún hafði lifað líkt og dýrin — þessi slægu, viðsjár-
verðu dýr. — Endurminningarnar — hefði henni auðnast að vekja þær,
— um liðna æfl, hefðu vakið viðbjóð f hjarta hvers þess er heyrt hefði.
— Og hert — jafnvel hjörtu englanna.
En þrátt fyrir allt þetta, hrundu tvö stór tár á kinnar hennar, þeg-
ar hún fann litlu manneskjuna livíla á brjóstum sér. Sólargeisli, sem
gægðist inn um járngrindagluggann, snerti kinnar hennar og málaði þar
endurskin sakleysisins. Þjónustukonan sá sólargeislann og dró hlerann
niður. En enginn bjóst við endurskini sakleysisins í tárum þessarar
konu.
Hún tck ekki mikið út Hkamlega, þótt hún væri þrotin að kröftum.
Hún vissi vel að al!t hafði gengið öfugt, og líf hennar væri í hættu. En
það fékk ekkert á hana. Ilún hafði verið í hel .... of lcngi til að ótt-
ast það nú —. Svo hafði hún sjálf sagt. Og liún skoðaði dauðann —-
ekki sem fæðingu til annars lffs, heldur hvfld og gleymsku. Gegnum
alla hennar margbreytilegu lífsrevnzlu, var þetta fyrsta barn hennar,
og lífskjör hennar frá því sjónarmiði, vöktu lienni nýjar áður óþekktar
hörmungar. þessi litla sál, sem nærðist af likama hcnnar, vakti lijá