Freyja - 01.12.1902, Side 54

Freyja - 01.12.1902, Side 54
sfaöðíngskonu. Þar œtlað; liún að rcyna að fá húsaskjól um jólin. Mann- úð var lílct farið. Hún var lúatog og reynzluþung á svipinn. Hún var ekki búin að sjá sér fyrir samastað nm jólin. Hún kvaðst hafa ætlað að vera hjá viðarsala, sem hefði gefið allslansri konu, sem aðfram væri komin af tæringn, fáeinar spítur í eldinn. En þegar hún hefði rannsak- að málið, þá hafði viðarsatinn búið til 111 vagnhlass úr 10. Ilann bafði selt viðinn i smáskömmtum, og svikið alla kaupendur á málinu, sem voru 23 tatsins, Einn af þeim sem keypti viðinn »f lionum, var bróðir konunnar, mesti grútur og nirflll. Presturinn hans sagði honum, að hann væri svikinn af viðarsalanum. Ilann varð ærr og óður, og ætlaði að klaga viðarsalann, en presturinn sýndi honum frara á, að bann sjálf- ur væri svikari líka. Og niðurstaðan varð sú, að viðarsalinn gaf kyrkj- unni viðarhlass. og fátæku, sjúku konunni fáeinar spítur. Þessi sama saga endurtæki sig hjá hinum kaupmönnunum, Iiknsemin og gjafirnar væru afplánun og yfirskin. — Hún vissi ekki enn þá um nokkurt sann- arlegt góðverk, sem sprottið væri af einskærri mannúð. Blaðamenn auglýstu jólasamkomu fyrir fátæku munaðarlausu börnin, en í sama skifti báðu þeir aðra að leggja til gjafirnar og vinna að samkomunni. Allstaðar vantaði hinn sanna grundvöll. Þau voru ráðafá hvar þau ættu að sitja Jólin. Urræðin urðu þau, að þau fóru til einstæðings konunnar, sem Anægjan þekkti, og bjó langt, langt í burtu. — Þau komuít þangað. Konan átti heima í stórri borg í stóru landi. Ilún bjó upp á efsta lofti í einu herbergi. Dóttir hennar, sex ára göinul, glóhærð og fögur sýnum lék sér á gólfinu. Hún var að leika sðr að laglegri brúðu, sem vinnustúlka gaf henni á aðfangadaginn. Þessi vinnustúlka vann á þvottahúsi í bænum. Hún var dugleg ogspar- söm stúlka. Enda þurfti hún að vinna fyrir ellihrumum foreldrum sín- um og systurdóttur sinni ungri. Föður hennar þekkti enginn, en móð- ir hennar dó þegar hún ól barnið. — Þessi tvö stúlkubörn léku Sör sam- an, þegar móðirin og fóstran voru að vinna, og voru elskar livor að annari.—Yinnustúlkan vissi að Guðrún gat ekki gelið Siggu litlu brúðu, en liún hafði heyrt barnið hlakka til bi'úðunnar, som St. Claus færði sér frá góðu hjónunum. Álfheiður, svo hét vinnustúlkan, keypti því brúðu, fallega, smekklega brúðu, og sendi Siggu hana með ilciri leikföngum á aðfangadaginn með póstinum. Um kvöldið þegar hún kom úr vinn- unni, sagði systurdóttir Álfheiðar henní, að Sigga hefði fengið brúðu og ýms leikföng frá „góða íólkinu," og það ]a;gi undur vel á henni, og mðmmu hennar hefði þótt ósköp vænt um þessar gjaflr, fyrir hönd dótt- ur sinnar. — Álfheiður fór að sjá Siggu. Það lá svo undur vel á barn- inu, að það rann út í fyrir Álfheiði að geta ekki glatt fleiri börn en Siggu urn jólin. Ilún mundi ekkcrt eftir peningunum, sem hún gaf fyiir brúðina. — Hún gelck ekki í kring að auglýsa jólagjölina, cg liún

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.