Lífið - 01.09.1936, Page 4

Lífið - 01.09.1936, Page 4
162 LÍFIÐ vondum solli, er árunum fjölgar. Foreldrarnir reyna að vera fyrirmyndir og þjónustufólkið virðist heið- arlegt, enda valið í stöðuna með það, jafnframt öðru, fyrir augum, að fremja ekkert ljótt og sið- spillandi í nærveru barnsins. 6 ára er það svo lát- ið ganga á barnaskóla. — Hér er dæmi af upp- eldi eins og það er skárst. Þá ber að nefna eftirlætisbarnið. Saga þeirrar hörmungar skal rakin í örfáum orðum. Strax ný- fætt er það haft að leikfangi. Er það stálpast verð- ur meira gaman að því. Það fer að hafa hönd á öllu. Það verður vammafult, óþekt, eigingjarnt og heimtufrekt. Þjónustufólkið verður að láta undan því. Og loks stjórnar slíkt barn öllu heimilinu- Einnig þetta barn er sent í skóla, þegar aldur þess leyfir. Loks skal skýrt frá barninu, sem fæðist í eymdr í lélegum, óhollum húsakynnum. Alt umhverfið er ljótt og óvistlegt. Hjónin eru sjaldan heima. Barn- ið hjarir. Meðferðin er bágborin. Þegar það kemst á legg, verður gatan aðalverustaður þess. Heima sefur það á nóttunni. En næturnar eru ekki ætíð værðartími. Faðirinn kemur drukkinn heim. Hann hefir alt á homum sér. Hjónin atyrða hvort ann- að, og oft lendir í handalögmáli. Barnið lærir ilt orðbragð bæði heima og heiman. Alstaðar sér það ilt eftirdæmi. Þetta barn bætist líka við hópinn 1 skólanum, þegar skyldan býður. Svona einstaklinga fá kennararnir í skólana. Og mitt á milli þessara þriggja einstaklinga eru fjöl- margir. Einstaklingamir eru því harla mismun-

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.