Lífið - 01.09.1936, Blaðsíða 17

Lífið - 01.09.1936, Blaðsíða 17
LÍFIÐ 175 ana, og það svo um muni. Og svo hugleiddi eg það með sjálfum mér, hvað það væri undarlegt, og mér fanst næstum óskiljanlegt, að sömu börnin, sem eg hafði heyrt syngja sálminn fyrsta morguninn, sem eg var þarna, skyldu geta tekið þátt í öðru eins og þessu. Sá söngur hafði þó fullvissað mig um það, að alt annar andi ríkti hjá þeim, en sá sem lýsti sér í þessu framferði. Og eg ásetti mér að nota tækifærið, er eg kveddi Eystein um kvöldið og minnast á þetta við hann um leið, og eg hugsaði mig upp í töluverða æsingu á leiðinni heim til hans. Eysteinn var heima og sat við að leiðrétta stíla. Hann tók mér með sömu alúðinni og kurteisinni og í fyrra skiftið. Hann fann að því með hægð, að eg skyldi ekki hafa komið aftur til sín. En mér var mikið í hug að færa atburðinn í tal við hann og eg hóf þegar að segja honum söguna af athæfi strákanna. Eg þóttist taka á þeirri mælsku, sem eg átti til, og eg lýsti öllum aðförunum svo átakan- lega, sem mér var unt. Hann hlustaði rólega á mig — alt of rólega, fanst mér. — Eg tók ekki eft- ir því að hann breytti svip. — Hann hafði reyndar gleraugu. ,,Þetta er ljótt, ákaflega ljótt — það er satt“, sagði hann svo. „Eg tala við þá á morgun í skólan- um. — Já, víst er það ljótt. Þó aldrei nema þetta væri villiköttur-----------“. Og svo hallaði hann sér aftur á bak í stólnum — og geispaði — langan geispa--------------.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Lífið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.