Lífið - 01.09.1936, Blaðsíða 54
212
LIFIÐ
niður aftur, af því að landanum þótti þau fara illa í
munni. Nú segir varla nokkur maður begrafelsi,
bevis og begera, sem var algengt mál fyrir 1—2
mannsöldrum. Menn hafa fundið, að be-ið þýska
var ekki sem fallegast, þegar það var komið í á-
hersluatkvæði. íslenskan er illa fallin til þess að
taka við erlendum orðum, m. a. vegna þess, að
áherslan er ávalt á fyrsta atkvæði. Auk þess er
svipur málsins svo samfeldur að orð, sem samþýð-
ast ekki hljóðkerfi málsins né beygingum, stingur
illilega í stúf við innlendu orðin. En þegar erlend
orð samþýðast málinu (t. d. prestur, berkill o. s.
frv., sem annað hvort hafa verið löguð eftir ís-
lenskunni eða ekki þurft að laga) og alþýða manna
lærir að beita þeim rétt, þá er engin ástæða til að
amast við þeim.
En því miður á þetta ekki við um mörg þeirra
orða, sem hér eru á vörum manna. Flestir Reyk-
víkingar eru svo vel að sér, að þeir geta brosað að
sveitamönnum, sem hafa orð eins og prívatmaður,
partiskur og idíót í fáránlegum merkingum. En
enginn sér í þessum efnum bjálkann í sínu eigin
auga, sem ekki er von. Það er margur góður borg-
arinn hér í Reykjavík, sem hefir gert sig brosleg-
an með því að krydda tal sitt erlendum orðum,
sem hann hvorki kann að bera fram né skilur til
hlítar. Og frúin, sem kom hér í hannyrðaverslun
og bað um að selja sér mon.úment (hún átti við
motiv, ífellu), er ekkert einsdæmi. Út yfir tekur
þó, þegar frúrnar senda vinnukonur sínar til að-
fanga og gera þær að heiman m'eð erlend orð. Þá