Lífið - 01.09.1936, Side 17

Lífið - 01.09.1936, Side 17
LÍFIÐ 175 ana, og það svo um muni. Og svo hugleiddi eg það með sjálfum mér, hvað það væri undarlegt, og mér fanst næstum óskiljanlegt, að sömu börnin, sem eg hafði heyrt syngja sálminn fyrsta morguninn, sem eg var þarna, skyldu geta tekið þátt í öðru eins og þessu. Sá söngur hafði þó fullvissað mig um það, að alt annar andi ríkti hjá þeim, en sá sem lýsti sér í þessu framferði. Og eg ásetti mér að nota tækifærið, er eg kveddi Eystein um kvöldið og minnast á þetta við hann um leið, og eg hugsaði mig upp í töluverða æsingu á leiðinni heim til hans. Eysteinn var heima og sat við að leiðrétta stíla. Hann tók mér með sömu alúðinni og kurteisinni og í fyrra skiftið. Hann fann að því með hægð, að eg skyldi ekki hafa komið aftur til sín. En mér var mikið í hug að færa atburðinn í tal við hann og eg hóf þegar að segja honum söguna af athæfi strákanna. Eg þóttist taka á þeirri mælsku, sem eg átti til, og eg lýsti öllum aðförunum svo átakan- lega, sem mér var unt. Hann hlustaði rólega á mig — alt of rólega, fanst mér. — Eg tók ekki eft- ir því að hann breytti svip. — Hann hafði reyndar gleraugu. ,,Þetta er ljótt, ákaflega ljótt — það er satt“, sagði hann svo. „Eg tala við þá á morgun í skólan- um. — Já, víst er það ljótt. Þó aldrei nema þetta væri villiköttur-----------“. Og svo hallaði hann sér aftur á bak í stólnum — og geispaði — langan geispa--------------.

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.